Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Feimnismál að gefa frá sér barn

Kon­ur geta breytt fé­lags­lega slæmri stöðu í upp­byggi­lega með því að gefa frek­ar frá sér ný­fætt barn held­ur en að fara í fóst­ur­eyð­ingu. Þetta seg­ir Birg­ir Þór­ar­ins­son, fyrsti flutn­ings­mað­ur frum­varps um breyt­ingu á lög­um um fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lof. Hann seg­ir það af­bök­un á til­gangi frum­varps­ins að ræða um að greiða eigi mæðr­um fyr­ir að gefa ný­fædd börn sín.

Feimnismál að gefa frá sér barn
Með nýfætt barn í fanginu Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, segir það, að gefa barn, stærstu gjöf sem nokkur getur gefið öðrum, til dæmis barnlausum hjónum sem þrá að eignast barn. Móðir geti breytt stöðu sem er vonlaus vegna félaglegra aðstæðna í mjög uppbyggilega með því að gefa þá gjöf. Mynd: Shutterstock

„Það segir skýrt í frumvarpinu hver tilgangur þess er; að styðja við konur sem ekki hafa fengið stuðning í þessum aðstæðum frá hinu opinbera,“ svarar Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, þegar hann er beðinn að útskýra hver tilgangurinn sé með frumvarpi hans um breytingu á lögum um fæðingar- og fæðingarorlof, sem gerir ráð fyrir að kona sem gefur barn sitt til ættleiðingar við fæðingu þess fái greiddan fæðingarstyrk að upphæð 135.525 þúsund krónur á mánuði í sex mánuði.

Birgir var afar ósáttur við fyrirsögn á frétt Stundarinnar af frumvarpinu en hún var svohljóðandi: Þingmenn vilja borga mæðrum fyrir að gefa börn sín við fæðingu. Fyrirsögnina sagði hann í engu samræmi við tilgang frumvarpsins og til þess fallna að afbaka málið verulega.

Bæta slæmri stöðu í uppbyggilega með því að gefa barn

Birgir segir lífsskoðanir fólks misjafnar og að ekki allar konur geti hugsað sér að enda óvelkomna þungun með fóstureyðingu.

Vill opna á umræðunaBirgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, segir að það sé feimnismál í samfélaginu að gefa frá sér barn.

Í sumum tilvikum sé fóstureyðing jafnvel ekki valkostur, því það geti verið liðið langt á meðgönguna þegar kona gerir sé grein fyrir því að hún er barnshafandi. Það er hans mat að konur í slæmri félagslegri stöðu geti jafnvel breytt stöðu sinni í uppbyggilega, gefi þær hjónum sem þrái að verða foreldrar barn sitt. „Að gefa barn sitt við fæðingu er þungt skref að taka, eins og gefur að skilja.

Hins vegar er það sú stærsta gjöf sem nokkur getur gefið öðrum, til dæmis barnlausum hjónum sem þrá að eignast barn. Þannig er hægt að breyta stöðu sem vegna félaglegra aðstæðna er vonlaus í mjög uppbyggilega. Það að gefa frá sér barn hefur verið mikið feimnismál í okkar samfélagi. Þetta frumvarp er meðal annars einnig hugsað til þess að opna þá umræðu,“ segir hann.

„Það að gefa frá sér barn hefur verið mikið feimnismál í okkar samfélagi.“

Hann bendir jafnframt á að eins og staðan er í dag hafi kona sem gefur barn við fæðingu engan rétt til fæðingarorlofs eða fæðingarstyrks. Það hafi hins vegar foreldrar andvana fæddra barna, svo dæmi sé tekið. Ýmis útgjöld geti komið til, bæði á meðgöngu og eftir fæðingu. Konur gætu þurft að  taka sér frí frá vinnu, sækja tíma hjá sálfræðingi, að fara í sjúkraþjálfun eða leita til annarra meðferðaraðila. Eins og gefi að skilja þurfi viðkomandi kona tíma til að ná sér andlega og líkamlega eftir fæðinguna. „Frumvarpi um fæðingarstyrk vegna ættleiðingar er ætlað að mæta þessu eins og kostur er,“ segir hann.

Ættleiðingu stillt upp sem valkosti á móti þungunarrofi

Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu segir að ættleiðingar barna sem fædd eru á Íslandi séu fáar og þeim fari fjölgandi sem bíði ættleiðingar. Þá er sérstaklega tiltekið að fóstureyðing sé erfið og í mörgum tilfellum þungbær ákvörðun fyrir konur. Á síðasta ári hafi farið fram 1.007 fóstureyðingar af félagslegum ástæðum og þeim fari fjölgandi. Einn af þeim kostum sem konum standi til boða sé að ganga með barn og gefa það við fæðingu til ættleiðingar. Tilgangur frumvarpsins sé að styðja þær konur sem taki ákvörðun um að gefa barn sitt til ættleiðingar við fæðingu.

Nokkuð hefur verið rætt um málið í hinum ýmsu kvennahópum á samfélagsmiðlum. Flestum ber saman um að konur sem gefa börn sín við fæðingu ættu að fá einhvers konar styrk. Hins vegar þykir rangt að stilla upp ættleiðingu sem valkosti gegn þungunarrofi. Þungun sé þannig tengd skorti á börnum til ættleiðingar, líkt og þann vanda megi leysa með því að fleiri konur búi til börn í þeim tilgangi að gefa þau frá sér. 

Þær sem gagnrýna frumvarpið telja að ef tilgangur frumvarpsins veita konum stuðning væri nær að niðurgreiða getnaðarvarnir, til dæmis, og að styðja þær konur sem velja þungunarrof vegna slæmrar fjárhagsstöðu, svo þær geti jafnvel sjálfar átt börnin sem þær gangi með, fremur en að hvetja þær til að ganga með börn fyrir aðra. Oft sé um að ræða ungar eða félagslega illa staddar konur og óforsvaranlegt sé að hvetja þær til að eignast börn sem þær ýmist vilja ekki eignast eða geta ekki hugsað um.

Dálítið hættuleg hugmynd, þó upphæðin sé lág

Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir mál af þessu tagi flókin og að á því séu margar hliðar. Hún er sammála því að það væri eðlilegt að kona sem gefi barn í fæðingu fái einhvers konar styrk frá ríkinu. Hins vegar segist hún hrædd við að það gæti haft óæskilegar afleiðingar að greiða konum fyrir að gefa frá sér barn. „Þó að þetta sé lág upphæð veit maður aldrei hvort einhverjar konur þvingist út í að ganga með barn, eiga það og gefa það frá sér fyrir þessa peninga, þó litlir séu,“ segir hún.

Hún telur mikilvægast að efla stuðning við konur í slæmri stöðu. „Ef konur vilja ganga með barn og ættleiða þau finnst mér auðvitað að þær ættu að fá stuðning til þess. En fyrst og fremst þarf að efla stuðning við mæður sem eru í slæmri félagslegri stöðu. Það ætti kannski frekar að styðja þær til að eiga börnin sjálfar, í stað þess að gefa þau frá sér. Mér finnst þetta dálítið hættuleg hugmynd, jafnvel þó að upphæðin sé lág. Hvaða möguleikar opnast við þetta, til dæmis? Verður hægt að misnota þetta? Það væri það hræðilegasta í stöðunni,“ segir hún og ítrekar að málið þurfi að skoða vel frá öllum hliðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
5
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár