Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Feimnismál að gefa frá sér barn

Kon­ur geta breytt fé­lags­lega slæmri stöðu í upp­byggi­lega með því að gefa frek­ar frá sér ný­fætt barn held­ur en að fara í fóst­ur­eyð­ingu. Þetta seg­ir Birg­ir Þór­ar­ins­son, fyrsti flutn­ings­mað­ur frum­varps um breyt­ingu á lög­um um fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lof. Hann seg­ir það af­bök­un á til­gangi frum­varps­ins að ræða um að greiða eigi mæðr­um fyr­ir að gefa ný­fædd börn sín.

Feimnismál að gefa frá sér barn
Með nýfætt barn í fanginu Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, segir það, að gefa barn, stærstu gjöf sem nokkur getur gefið öðrum, til dæmis barnlausum hjónum sem þrá að eignast barn. Móðir geti breytt stöðu sem er vonlaus vegna félaglegra aðstæðna í mjög uppbyggilega með því að gefa þá gjöf. Mynd: Shutterstock

„Það segir skýrt í frumvarpinu hver tilgangur þess er; að styðja við konur sem ekki hafa fengið stuðning í þessum aðstæðum frá hinu opinbera,“ svarar Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, þegar hann er beðinn að útskýra hver tilgangurinn sé með frumvarpi hans um breytingu á lögum um fæðingar- og fæðingarorlof, sem gerir ráð fyrir að kona sem gefur barn sitt til ættleiðingar við fæðingu þess fái greiddan fæðingarstyrk að upphæð 135.525 þúsund krónur á mánuði í sex mánuði.

Birgir var afar ósáttur við fyrirsögn á frétt Stundarinnar af frumvarpinu en hún var svohljóðandi: Þingmenn vilja borga mæðrum fyrir að gefa börn sín við fæðingu. Fyrirsögnina sagði hann í engu samræmi við tilgang frumvarpsins og til þess fallna að afbaka málið verulega.

Bæta slæmri stöðu í uppbyggilega með því að gefa barn

Birgir segir lífsskoðanir fólks misjafnar og að ekki allar konur geti hugsað sér að enda óvelkomna þungun með fóstureyðingu.

Vill opna á umræðunaBirgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, segir að það sé feimnismál í samfélaginu að gefa frá sér barn.

Í sumum tilvikum sé fóstureyðing jafnvel ekki valkostur, því það geti verið liðið langt á meðgönguna þegar kona gerir sé grein fyrir því að hún er barnshafandi. Það er hans mat að konur í slæmri félagslegri stöðu geti jafnvel breytt stöðu sinni í uppbyggilega, gefi þær hjónum sem þrái að verða foreldrar barn sitt. „Að gefa barn sitt við fæðingu er þungt skref að taka, eins og gefur að skilja.

Hins vegar er það sú stærsta gjöf sem nokkur getur gefið öðrum, til dæmis barnlausum hjónum sem þrá að eignast barn. Þannig er hægt að breyta stöðu sem vegna félaglegra aðstæðna er vonlaus í mjög uppbyggilega. Það að gefa frá sér barn hefur verið mikið feimnismál í okkar samfélagi. Þetta frumvarp er meðal annars einnig hugsað til þess að opna þá umræðu,“ segir hann.

„Það að gefa frá sér barn hefur verið mikið feimnismál í okkar samfélagi.“

Hann bendir jafnframt á að eins og staðan er í dag hafi kona sem gefur barn við fæðingu engan rétt til fæðingarorlofs eða fæðingarstyrks. Það hafi hins vegar foreldrar andvana fæddra barna, svo dæmi sé tekið. Ýmis útgjöld geti komið til, bæði á meðgöngu og eftir fæðingu. Konur gætu þurft að  taka sér frí frá vinnu, sækja tíma hjá sálfræðingi, að fara í sjúkraþjálfun eða leita til annarra meðferðaraðila. Eins og gefi að skilja þurfi viðkomandi kona tíma til að ná sér andlega og líkamlega eftir fæðinguna. „Frumvarpi um fæðingarstyrk vegna ættleiðingar er ætlað að mæta þessu eins og kostur er,“ segir hann.

Ættleiðingu stillt upp sem valkosti á móti þungunarrofi

Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu segir að ættleiðingar barna sem fædd eru á Íslandi séu fáar og þeim fari fjölgandi sem bíði ættleiðingar. Þá er sérstaklega tiltekið að fóstureyðing sé erfið og í mörgum tilfellum þungbær ákvörðun fyrir konur. Á síðasta ári hafi farið fram 1.007 fóstureyðingar af félagslegum ástæðum og þeim fari fjölgandi. Einn af þeim kostum sem konum standi til boða sé að ganga með barn og gefa það við fæðingu til ættleiðingar. Tilgangur frumvarpsins sé að styðja þær konur sem taki ákvörðun um að gefa barn sitt til ættleiðingar við fæðingu.

Nokkuð hefur verið rætt um málið í hinum ýmsu kvennahópum á samfélagsmiðlum. Flestum ber saman um að konur sem gefa börn sín við fæðingu ættu að fá einhvers konar styrk. Hins vegar þykir rangt að stilla upp ættleiðingu sem valkosti gegn þungunarrofi. Þungun sé þannig tengd skorti á börnum til ættleiðingar, líkt og þann vanda megi leysa með því að fleiri konur búi til börn í þeim tilgangi að gefa þau frá sér. 

Þær sem gagnrýna frumvarpið telja að ef tilgangur frumvarpsins veita konum stuðning væri nær að niðurgreiða getnaðarvarnir, til dæmis, og að styðja þær konur sem velja þungunarrof vegna slæmrar fjárhagsstöðu, svo þær geti jafnvel sjálfar átt börnin sem þær gangi með, fremur en að hvetja þær til að ganga með börn fyrir aðra. Oft sé um að ræða ungar eða félagslega illa staddar konur og óforsvaranlegt sé að hvetja þær til að eignast börn sem þær ýmist vilja ekki eignast eða geta ekki hugsað um.

Dálítið hættuleg hugmynd, þó upphæðin sé lág

Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir mál af þessu tagi flókin og að á því séu margar hliðar. Hún er sammála því að það væri eðlilegt að kona sem gefi barn í fæðingu fái einhvers konar styrk frá ríkinu. Hins vegar segist hún hrædd við að það gæti haft óæskilegar afleiðingar að greiða konum fyrir að gefa frá sér barn. „Þó að þetta sé lág upphæð veit maður aldrei hvort einhverjar konur þvingist út í að ganga með barn, eiga það og gefa það frá sér fyrir þessa peninga, þó litlir séu,“ segir hún.

Hún telur mikilvægast að efla stuðning við konur í slæmri stöðu. „Ef konur vilja ganga með barn og ættleiða þau finnst mér auðvitað að þær ættu að fá stuðning til þess. En fyrst og fremst þarf að efla stuðning við mæður sem eru í slæmri félagslegri stöðu. Það ætti kannski frekar að styðja þær til að eiga börnin sjálfar, í stað þess að gefa þau frá sér. Mér finnst þetta dálítið hættuleg hugmynd, jafnvel þó að upphæðin sé lág. Hvaða möguleikar opnast við þetta, til dæmis? Verður hægt að misnota þetta? Það væri það hræðilegasta í stöðunni,“ segir hún og ítrekar að málið þurfi að skoða vel frá öllum hliðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
3
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár