Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingmenn vilja borga mæðrum fyrir að gefa börn sín við fæðingu

Níu karl­ar og ein kona standa að nýju frum­varpi um breyt­ing­ar á lög­um um fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lof, sem ger­ir ráð fyr­ir að kona sem gef­ur barn sitt til ætt­leið­ing­ar við fæð­ingu þess fái greidd­an fæð­ing­ar­styrk að upp­hæð 135.525 þús­und krón­ur á mán­uði í sex mán­uði.

Þingmenn vilja borga mæðrum fyrir að gefa börn sín við fæðingu
Móðir og barn Nýju frumvarpi er ætlað að styðja við konur sem kjósa að gefa barn sitt við fæðingu í stað þess að fara í fóstureyðingu. Mynd: Shutterstock

Móðir sem gefur barn sitt til ættleiðingar við fæðingu getur fengið fæðingarstyrk í 6 mánuði frá fæðingu barnsins, nái nýtt frumvarp fram að ganga. Fæðingarstyrkurinn á að vera 135.525 krónur á mánuði í sex mánuði og standa móður til boða sem á lögheimili hér á landi við fæðingu barns og hefur átt lögheimili hér síðustu 12 mánuði fyrir þann tíma.

Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu segir að ættleiðingar barna sem fædd eru á Íslandi séu fáar og þeim fari fjölgandi sem bíði ættleiðingar. Þá er sérstaklega tiltekið að fóstureyðing sé erfið og í mörgum tilfellum þungbær ákvörðun fyrir konur. Á síðasta ári hafi farið fram 1.007 fóstureyðingar af félagslegum ástæðum og þeim fari fjölgandi. Einn af þeim kostum sem konum standi til boða sé að ganga með barn og gefa það við fæðingu til ættleiðingar. Tilgangur frumvarpsins sé að styðja þær konur sem taki ákvörðun um að gefa barn sitt til ættleiðingar við fæðingu.

Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins. Meðflutningsmenn þess eru flestir þingmenn Miðflokksins, þau Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Páll Jónsson, Þorgrímur Sigmundsson og Þorsteinn Sæmundsson. Þá eru þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, þingmenn Flokks fólksins, og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, jafnframt flutningsmenn þess.

Greinargerðin í heild er svohljóðandi:  

Ættleiðingar barna sem fædd eru á Íslandi eru mjög fáar, að meðaltali eitt barn á ári. Samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri ættleiðingu bíða nú um 50 pör eftir því að fá að ættleiða barn og fer þeim fjölgandi ár frá ári. Ættleiðingar erlendis frá fela í sér langt, kostnaðarsamt og erfitt ferli. Á síðasta ári voru einungis sex börn ættleidd erlendis frá og hefur alþjóðlegum ættleiðingum fækkað. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að konur sem gefa barn sitt til ættleiðingar, strax við fæðingu, eigi rétt á fæðingarstyrk í sex mánuði, að upphæð 135.525 kr. á mánuði.

Fóstureyðing er erfið og í mörgum tilfellum þungbær ákvörðun fyrir konur. Öllum konum sem íhuga fóstureyðingu stendur til boða að fara í viðtal til félagsráðgjafa. Á síðasta ári voru framkvæmdar hér á landi 1.007 fóstureyðingar af félagslegum ástæðum og fer þeim fjölgandi. Aðstæður kvenna, sem eru í þessum sporum, eru mjög misjafnar. Félagsráðgjafi fer yfir aðstæður og valmöguleika sem eru í boði fyrir þungaðar konur. Einn af þeim kostum sem konum stendur til boða er að ganga með barnið og gefa það við fæðingu til ættleiðingar. Tilgangur þessa frumvarps er að styðja konur sem taka ákvörðun um að gefa barn sitt til ættleiðingar við fæðingu, en þær hafa hingað til ekki notið sérstakrar aðstoðar af hálfu hins opinbera.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár