Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þingmenn vilja borga mæðrum fyrir að gefa börn sín við fæðingu

Níu karl­ar og ein kona standa að nýju frum­varpi um breyt­ing­ar á lög­um um fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lof, sem ger­ir ráð fyr­ir að kona sem gef­ur barn sitt til ætt­leið­ing­ar við fæð­ingu þess fái greidd­an fæð­ing­ar­styrk að upp­hæð 135.525 þús­und krón­ur á mán­uði í sex mán­uði.

Þingmenn vilja borga mæðrum fyrir að gefa börn sín við fæðingu
Móðir og barn Nýju frumvarpi er ætlað að styðja við konur sem kjósa að gefa barn sitt við fæðingu í stað þess að fara í fóstureyðingu. Mynd: Shutterstock

Móðir sem gefur barn sitt til ættleiðingar við fæðingu getur fengið fæðingarstyrk í 6 mánuði frá fæðingu barnsins, nái nýtt frumvarp fram að ganga. Fæðingarstyrkurinn á að vera 135.525 krónur á mánuði í sex mánuði og standa móður til boða sem á lögheimili hér á landi við fæðingu barns og hefur átt lögheimili hér síðustu 12 mánuði fyrir þann tíma.

Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu segir að ættleiðingar barna sem fædd eru á Íslandi séu fáar og þeim fari fjölgandi sem bíði ættleiðingar. Þá er sérstaklega tiltekið að fóstureyðing sé erfið og í mörgum tilfellum þungbær ákvörðun fyrir konur. Á síðasta ári hafi farið fram 1.007 fóstureyðingar af félagslegum ástæðum og þeim fari fjölgandi. Einn af þeim kostum sem konum standi til boða sé að ganga með barn og gefa það við fæðingu til ættleiðingar. Tilgangur frumvarpsins sé að styðja þær konur sem taki ákvörðun um að gefa barn sitt til ættleiðingar við fæðingu.

Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins. Meðflutningsmenn þess eru flestir þingmenn Miðflokksins, þau Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Páll Jónsson, Þorgrímur Sigmundsson og Þorsteinn Sæmundsson. Þá eru þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, þingmenn Flokks fólksins, og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, jafnframt flutningsmenn þess.

Greinargerðin í heild er svohljóðandi:  

Ættleiðingar barna sem fædd eru á Íslandi eru mjög fáar, að meðaltali eitt barn á ári. Samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri ættleiðingu bíða nú um 50 pör eftir því að fá að ættleiða barn og fer þeim fjölgandi ár frá ári. Ættleiðingar erlendis frá fela í sér langt, kostnaðarsamt og erfitt ferli. Á síðasta ári voru einungis sex börn ættleidd erlendis frá og hefur alþjóðlegum ættleiðingum fækkað. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að konur sem gefa barn sitt til ættleiðingar, strax við fæðingu, eigi rétt á fæðingarstyrk í sex mánuði, að upphæð 135.525 kr. á mánuði.

Fóstureyðing er erfið og í mörgum tilfellum þungbær ákvörðun fyrir konur. Öllum konum sem íhuga fóstureyðingu stendur til boða að fara í viðtal til félagsráðgjafa. Á síðasta ári voru framkvæmdar hér á landi 1.007 fóstureyðingar af félagslegum ástæðum og fer þeim fjölgandi. Aðstæður kvenna, sem eru í þessum sporum, eru mjög misjafnar. Félagsráðgjafi fer yfir aðstæður og valmöguleika sem eru í boði fyrir þungaðar konur. Einn af þeim kostum sem konum stendur til boða er að ganga með barnið og gefa það við fæðingu til ættleiðingar. Tilgangur þessa frumvarps er að styðja konur sem taka ákvörðun um að gefa barn sitt til ættleiðingar við fæðingu, en þær hafa hingað til ekki notið sérstakrar aðstoðar af hálfu hins opinbera.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
3
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár