Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingmenn vilja borga mæðrum fyrir að gefa börn sín við fæðingu

Níu karl­ar og ein kona standa að nýju frum­varpi um breyt­ing­ar á lög­um um fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lof, sem ger­ir ráð fyr­ir að kona sem gef­ur barn sitt til ætt­leið­ing­ar við fæð­ingu þess fái greidd­an fæð­ing­ar­styrk að upp­hæð 135.525 þús­und krón­ur á mán­uði í sex mán­uði.

Þingmenn vilja borga mæðrum fyrir að gefa börn sín við fæðingu
Móðir og barn Nýju frumvarpi er ætlað að styðja við konur sem kjósa að gefa barn sitt við fæðingu í stað þess að fara í fóstureyðingu. Mynd: Shutterstock

Móðir sem gefur barn sitt til ættleiðingar við fæðingu getur fengið fæðingarstyrk í 6 mánuði frá fæðingu barnsins, nái nýtt frumvarp fram að ganga. Fæðingarstyrkurinn á að vera 135.525 krónur á mánuði í sex mánuði og standa móður til boða sem á lögheimili hér á landi við fæðingu barns og hefur átt lögheimili hér síðustu 12 mánuði fyrir þann tíma.

Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu segir að ættleiðingar barna sem fædd eru á Íslandi séu fáar og þeim fari fjölgandi sem bíði ættleiðingar. Þá er sérstaklega tiltekið að fóstureyðing sé erfið og í mörgum tilfellum þungbær ákvörðun fyrir konur. Á síðasta ári hafi farið fram 1.007 fóstureyðingar af félagslegum ástæðum og þeim fari fjölgandi. Einn af þeim kostum sem konum standi til boða sé að ganga með barn og gefa það við fæðingu til ættleiðingar. Tilgangur frumvarpsins sé að styðja þær konur sem taki ákvörðun um að gefa barn sitt til ættleiðingar við fæðingu.

Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins. Meðflutningsmenn þess eru flestir þingmenn Miðflokksins, þau Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Páll Jónsson, Þorgrímur Sigmundsson og Þorsteinn Sæmundsson. Þá eru þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, þingmenn Flokks fólksins, og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, jafnframt flutningsmenn þess.

Greinargerðin í heild er svohljóðandi:  

Ættleiðingar barna sem fædd eru á Íslandi eru mjög fáar, að meðaltali eitt barn á ári. Samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri ættleiðingu bíða nú um 50 pör eftir því að fá að ættleiða barn og fer þeim fjölgandi ár frá ári. Ættleiðingar erlendis frá fela í sér langt, kostnaðarsamt og erfitt ferli. Á síðasta ári voru einungis sex börn ættleidd erlendis frá og hefur alþjóðlegum ættleiðingum fækkað. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að konur sem gefa barn sitt til ættleiðingar, strax við fæðingu, eigi rétt á fæðingarstyrk í sex mánuði, að upphæð 135.525 kr. á mánuði.

Fóstureyðing er erfið og í mörgum tilfellum þungbær ákvörðun fyrir konur. Öllum konum sem íhuga fóstureyðingu stendur til boða að fara í viðtal til félagsráðgjafa. Á síðasta ári voru framkvæmdar hér á landi 1.007 fóstureyðingar af félagslegum ástæðum og fer þeim fjölgandi. Aðstæður kvenna, sem eru í þessum sporum, eru mjög misjafnar. Félagsráðgjafi fer yfir aðstæður og valmöguleika sem eru í boði fyrir þungaðar konur. Einn af þeim kostum sem konum stendur til boða er að ganga með barnið og gefa það við fæðingu til ættleiðingar. Tilgangur þessa frumvarps er að styðja konur sem taka ákvörðun um að gefa barn sitt til ættleiðingar við fæðingu, en þær hafa hingað til ekki notið sérstakrar aðstoðar af hálfu hins opinbera.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár