Fíkniefnamarkaðurinn hér á landi hefur blómstrað síðustu misseri í takt við almennt ágæta stöðu í efnahagsmálum og tekið ýmsum breytingum, sérstaklega hvað varðar aðgengi og dreifingu. Síðan 2014 hefur Hagstofan reynt að mæla áhrif ólöglegrar starfsemi á hagkerfið, hið svokallaða dulda hagkerfi. Var þá áætlað að ólögleg fíkniefnasala ein og sér yki landsframleiðsluna um 0,26%, töluvert meira en smygl (0,13%) og vændi (0,08%). Þetta er hins vegar mjög erfitt að áætla og byggir alltaf á ófullnægjandi gögnum þar sem slík starfsemi er auðvitað refsiverð og fer fram að mestu undir ratsjá yfirvalda. Verð á fíkniefnum hefur hins vegar haldist ótrúlega stöðugt og lækkað í sumum tilfellum. Blaðamaður fór á stúfana og ræddi stöðu mála og þróunina við neytendur og sölumenn þeirra helstu lyfja sem ganga kaupum og sölum á Íslandi í dag.
Kannabis
Kannabismarkaðurinn hefur tekið stakkaskiptum frá hruni. Áratugum saman var nánast ekkert nema hass flutt til landsins, en …
Athugasemdir