Kvennafrídaginn, 24. október, er hvergi að finna í Almanaki Háskóla Íslands fyrir árið 2019. Þar er heldur ekki 8. mars, sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, né heldur 19. júní, sem er hátíðis- og baráttudagur íslenskra kvenna. Þann dag árið 1915 hlutu konur kosningarétt á Íslandi.

Á meðal þeirra daga sem fletta má upp í Almanaki Háskóla Íslands eru bóndadagur og konudagur, Valentínusardagurinn, bolludagur, sprengidagur og öskudagur og Biblíudagurinn. Einnig eru þar minna þekktir dagar í nútímasamfélagi, svo sem vinnuhjúaskildagur. Þá eru þar tilteknar allar mögulegar messur, Brígidarmessa, Gregoriumessa, Ambrósíusmessa, svo aðeins fáeinar séu nefndar, og föstur, eins og níuviknafasta og jólafasta. Aðrar dagsetningar sem tengjast kristni eru áberandi. Þannig má meðal annars finna geisladag í almanakinu, sem ber upp …
Athugasemdir