Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Einungis hluta kvenna í störfum hjá Kópavogsbæ heimilt að taka kvennafrí

Til­mæli send til stofn­ana bæj­ar­ins um að tryggja þurfi lág­marks­þjón­ustu áð­ur en kon­um verði heim­ilt að ganga út úr vinnu. Ræn­ir stór­an hluta starfs­kvenna Kópa­vogs­bæj­ar tæki­færi til að taka þátt í kvenn­bar­átt­unni.

Einungis hluta kvenna í störfum hjá Kópavogsbæ heimilt að taka kvennafrí
Óánægðar með Kópavogsbæ Konur í störfum hjá Kópavogsbæ lýsa óánægju sinni með framgöngu bæjaryfirvalda í tengslum við kvennafrí. Mynd: Kristinn Magnússon

Hópur kvenna sem starfar hjá Kópavogsbæ hefur sent frá sér eftirfarandi bréf, sökum óánægju með viðbrögð bæjaryfirvalda við kröfu þeirra um að fá að taka þátt í kvennafríi í dag:

Allt frá því fyrir helgi höfum við ýtt á eftir upplýsingum varðandi kvennafríið 24. október og ynnt eftir svörum við því hvort að konur starfandi hjá bænum hefðu það almennt í hyggju að sýna samstöðu og ganga út kl. 14:55. Skýr svör fengust ekki fyrr en seinnipartinn í gær þegar sérstök tilmæli bárust frá bænum til stjórnenda stofnana Kópavogsbæjar. Tilmælin voru á þá leið að hagræða skuli vinnudeginum þannig að þær konur sem óska þess að komast á baráttufundinn á Arnarhóli kl. 15:30 fái tækifæri til þess svo framarlega sem lágmarksþjónusta sé tryggð. Þeim stofnunum sem um ræðir verður því ekki lokað í dag kl. 14:55. Það gefur auga leið að tilmæli sem þessi eru í besta falli vanhugsuð fyrir þær stofnanir bæjarins þar sem starfsfólk er að mestu eða öllu leyti konur.

Um það leyti sem tilmælin bárust frá Kópavogsbæ bárust fregnir af því að bæjarstjóri og bæjarritari væru ósamþykkir kvennafríinu og að ekki verði stutt við þær konur sem hafa í hyggju að taka þátt í baráttufundinum á Arnarhóli. Því hafi þessi ákvörðun verið tekin, að hleypa þeim örfáu konum sem bærinn má missa og eru fyrstar til að lýsa yfir áhuga á að ganga út. Restinni er þó skipað að sitja sem fastast til að halda starfseminni gangandi, sem rennir stoðum undir mikilvægi þess að berjast fyrir launajafnrétti, mikilvægi kvenna í samfélaginu og þar með mikilvæginu sem felst í slíkum baráttufundi.

Það skal að auki tekið fram að núverandi bæjarstjóri hrinti úr vör jafnréttis- og mannréttindastefnu Kópavogsbæjar árið 2015 þar sem bærinn „hefur einsett sér að vera í fararbroddi í mannréttindamálum með sérstakri áherslu á jafna stöðu kynjanna.“

Með bréfi þessu lýsum við yfir ósætti við stöðu mála og vonum að ákvörðunin verði endurskoðuð að ári.

Með vinsemd og virðingu,

Starfskonur í Kópavogi

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár