Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Einungis hluta kvenna í störfum hjá Kópavogsbæ heimilt að taka kvennafrí

Til­mæli send til stofn­ana bæj­ar­ins um að tryggja þurfi lág­marks­þjón­ustu áð­ur en kon­um verði heim­ilt að ganga út úr vinnu. Ræn­ir stór­an hluta starfs­kvenna Kópa­vogs­bæj­ar tæki­færi til að taka þátt í kvenn­bar­átt­unni.

Einungis hluta kvenna í störfum hjá Kópavogsbæ heimilt að taka kvennafrí
Óánægðar með Kópavogsbæ Konur í störfum hjá Kópavogsbæ lýsa óánægju sinni með framgöngu bæjaryfirvalda í tengslum við kvennafrí. Mynd: Kristinn Magnússon

Hópur kvenna sem starfar hjá Kópavogsbæ hefur sent frá sér eftirfarandi bréf, sökum óánægju með viðbrögð bæjaryfirvalda við kröfu þeirra um að fá að taka þátt í kvennafríi í dag:

Allt frá því fyrir helgi höfum við ýtt á eftir upplýsingum varðandi kvennafríið 24. október og ynnt eftir svörum við því hvort að konur starfandi hjá bænum hefðu það almennt í hyggju að sýna samstöðu og ganga út kl. 14:55. Skýr svör fengust ekki fyrr en seinnipartinn í gær þegar sérstök tilmæli bárust frá bænum til stjórnenda stofnana Kópavogsbæjar. Tilmælin voru á þá leið að hagræða skuli vinnudeginum þannig að þær konur sem óska þess að komast á baráttufundinn á Arnarhóli kl. 15:30 fái tækifæri til þess svo framarlega sem lágmarksþjónusta sé tryggð. Þeim stofnunum sem um ræðir verður því ekki lokað í dag kl. 14:55. Það gefur auga leið að tilmæli sem þessi eru í besta falli vanhugsuð fyrir þær stofnanir bæjarins þar sem starfsfólk er að mestu eða öllu leyti konur.

Um það leyti sem tilmælin bárust frá Kópavogsbæ bárust fregnir af því að bæjarstjóri og bæjarritari væru ósamþykkir kvennafríinu og að ekki verði stutt við þær konur sem hafa í hyggju að taka þátt í baráttufundinum á Arnarhóli. Því hafi þessi ákvörðun verið tekin, að hleypa þeim örfáu konum sem bærinn má missa og eru fyrstar til að lýsa yfir áhuga á að ganga út. Restinni er þó skipað að sitja sem fastast til að halda starfseminni gangandi, sem rennir stoðum undir mikilvægi þess að berjast fyrir launajafnrétti, mikilvægi kvenna í samfélaginu og þar með mikilvæginu sem felst í slíkum baráttufundi.

Það skal að auki tekið fram að núverandi bæjarstjóri hrinti úr vör jafnréttis- og mannréttindastefnu Kópavogsbæjar árið 2015 þar sem bærinn „hefur einsett sér að vera í fararbroddi í mannréttindamálum með sérstakri áherslu á jafna stöðu kynjanna.“

Með bréfi þessu lýsum við yfir ósætti við stöðu mála og vonum að ákvörðunin verði endurskoðuð að ári.

Með vinsemd og virðingu,

Starfskonur í Kópavogi

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár