Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fréttin sem ekki var sögð: Benedikt Jóhannesson kemur fyrir í Glitnisskjölunum

Nafn Bene­dikts Jó­hann­es­son­ar, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, kem­ur fyr­ir á lána­skjali frá Glitni vegna lána til fjár­fest­ing­ar í BNT ehf., móð­ur­fé­lagi N1. Þar seg­ir að til hafi stað­ið að lána hon­um 40 millj­ón­ir til hluta­bréfa­kaupa í móð­ur­fé­lagi N1. Bene­dikt seg­ist ekki hafa feng­ið lán­ið en að hann hafi fjár­fest í BNT ehf.

Fréttin sem ekki var sögð: Benedikt Jóhannesson kemur fyrir í Glitnisskjölunum
Nefndur í Glitnisskjölunum Benedikt Jóhannesson svaraði ekki spurningum um aðkomu sína að viðskiptum Engeyjarfjölskyldunnar með Esso, síðar N1, í aðdraganda kosninganna 2017. Mynd: Pressphotos

Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar og fyrrverandi formaður flokksins og fjármálaráðherra, kemur fyrir í Glitnisskjölunum vegna lána sem Íslandsbanki veitti Bjarna Benediktssyni og tengdum aðilum til að fjárfesta í olíufélaginu Esso árið 2006.

Nafn Benedikts er að finna í skjali sem sýnir yfirlit yfir lánveitingar til fjölskyldu Bjarna og tengdra aðila. Fram kemur að til hafi staðið að Benedikt fengi 40 milljóna króna lán til að taka þátt í fjárfestingum félagsins BNT ehf., móðurfélags N1. Samtals fengu Bjarni Benediktsson og tengdir aðilar rúmlega tveggja milljarða króna kúlulán frá Íslandsbanka árið 2006 til þess að fjárfesta í olíufélaginu Esso í gegnum BNT ehf. 

„Ég fjárfesti í BNT en fékk 
ekki lán frá Glitni til þess“ 

Fjárfesti í BNT en ekki með þessu láni

Í samtali við Stundina segir Benedikt að hann hafi á endanum ekki fengið lán frá Glitni til að fjárfesta í BNT ehf. Hann hafi hins vegar fjárfest í félaginu með öðrum hætti.

„Ég veit ekkert um þetta lán og hef aldrei um þetta heyrt.[...] Ég fjárfesti í BNT en fékk ekki lán frá Glitni til þess,“ segir Benedikt. Aðspurður segist hann ekki muna eftir tímasetningum, hvenær hann fjárfesti í BNT ehf.

„Ég get auðvitað ekkert vitað um það hvort ég er á einhverju skjali hjá einhverjum mönnum úti í bæ, það er ekki mitt mál. Ef þú skrifar nafnið mitt á einhvern lista þá get ég ekkert vitað af því. Ég hef aldrei verið í viðskiptum við þennan banka,“ segir Benedikt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Glitnisgögnin

Selur bankann sem fjölskyldan átti
Úttekt

Sel­ur bank­ann sem fjöl­skyld­an átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Rannsókn

At­burða­rás­in í að­drag­anda hruns: Hvað viss­um við og hvað vissu þeir?

Þeg­ar erf­ið­leik­ar komu upp hjá Glitni og stór­um hlut­höf­um, fyrst í fe­brú­ar 2008 og svo í sept­em­ber, skipt­ist Bjarni Bene­dikts­son á upp­lýs­ing­um við stjórn­end­ur Glitn­is og sat fundi um stöðu bank­anna með­an hann sjálf­ur, fað­ir hans og föð­ur­bróð­ir komu gríð­ar­leg­um fjár­mun­um í var. Hér er far­ið yf­ir at­burða­rás­ina í máli og mynd­um.
Hæstiréttur veitir Glitni HoldCo áfrýjunarleyfi til að úrskurða hvort Stundin eigi að afhenda gögn
FréttirGlitnisgögnin

Hæstirétt­ur veit­ir Glitni HoldCo áfrýj­un­ar­leyfi til að úr­skurða hvort Stund­in eigi að af­henda gögn

Lög­bann­ið er fall­ið úr gildi en mál Glitn­is HoldCo gegn Stund­inni held­ur áfram fyr­ir Hæsta­rétti, sam­kvæmt ákvörð­un rétt­ar­ins. Hæstirétt­ur ætl­ar að fjalla um kröf­ur Glitn­is HoldCo þess efn­is að við­ur­kennt verði að Stund­inni sé óheim­ilt að byggja á Glitn­is­skjöl­un­um og beri að af­henda gögn­in.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár