Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Veikt evrukerfi spilar upp í hendurnar á stóru ríkjunum

Bald­ur Þór­halls­son stjórn­mála­fræði­pró­fess­or seg­ir að ut­an­rík­is­stefna Ís­lands á ár­un­um eft­ir hrun hafi ein­kennst af við­leitni til að tryggja Ís­landi efna­hags­legt skjól. Hann tel­ur við­brögð ESB við skulda­vanda Grikkja hafa af­hjúp­að galla á evru­kerf­inu þar sem veik­ur stofn­an­arammi gerði Þýskalandi kleift að stjórna ferð­inni út frá eig­in hags­mun­um.

Veikt evrukerfi spilar upp í hendurnar á stóru ríkjunum
Eilíf leit að skjóli Baldur Þórhallsson segir að utanríkisstefna Íslands hafi í raun alla tíð gengið út á að tryggja Íslendingum efnahagslegt skjól og leita verndar sterks bakhjarls sem geti varið okkur fyrir áföllum. Mynd: Kristinn Ingvarsson

Utanríkisstefna Íslands á árunum eftir hrun hefur einkennst af viðleitni til að tryggja Íslandi efnahagslegt skjól. Þetta segir Baldur Þórhallsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem nýlega gaf út bókina Small States and Shelter Theory: Iceland’s External Affairs.

„Stjórnmálamenn forðast að segja það upphátt, að viðurkenna að íslensk stjórnvöld leiti stöðugt eftir vernd erlendra aðila, því okkar heimatilbúna pólitíska orðræða leyfir þeim það ekki,“ segir Baldur. „Við fræðimennirnir getum hins vegar leyft okkur að segja það, að utanríkisstefna Íslands hefur í raun alla tíð gengið út á að leita skjóls. Við sjáum þetta eftir hrun, þegar vinstristjórnin sótti um aðild að Evrópusambandinu. Árið 2013 varð Ísland fyrsta Evrópuríkið sem gerði fríverslunarsamning við Kína og nú árið 2018 líta sumir ráðamanna svo á að besti kostur okkar sé að fylgja Bretum eftir í heiminum og gera fríverslunarsamninga, að þannig megi tryggja okkur efnahagslegt skjól – því það hefur enn ekki tekist. Okkur vantar ennþá sterkan bakhjarl til að koma okkur til aðstoðar þegar efnahagsleg áföll dynja yfir.“

Hagfræðiprófessor sagði skjólið dýrkeypt

Í síðasta tölublaði Stundarinnar birtist ítarlegt viðtal við Hilmar Þór Hilmarsson, hagfræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, sem nýlega gaf út bókina The Economic Crisis and its Aftermath in the Nordic and Baltic Countries: Do As We Say and Not As We Do. Þar fjallar Hilmar meðal annars um efnahagslegan fórnarkostnað af evruupptöku Eystrasaltsríkjanna og rekur hvernig áhrifamikil ríki innan Evrópusambandsins beittu sér fyrir því að Eystrasaltsríkin héldu í fastgengisstefnu og skæru rækilega niður í ríkisbúskapnum eftir að alþjóðlega fjármálakreppan skall á haustið 2008. Með þessu hafi norrænum bönkum, sem Eystrasaltsþjóðirnar stóðu í skuld við, verið bjargað á kostnað lífskjara almennings í þessum fátækari nýmarkaðsríkjum.

Í viðtalinu við Hilmar var vikið að skjólskenningum í samhengi við Evrópusambandið og haft eftir honum að skjól sambandsins væri stundum dýru verði keypt. „Smáþjóðir geta orðið illa úti í átökum við ESB og stærri aðildarríki þess. Þetta höfum við séð greinilega í til dæmis Grikklandi sem hefur gengið í gegnum miklar hörmungar í samskiptum við ESB og sum stærri aðildarríki ESB. Aðstoð ESB við Lettland leiddi líka til mikilla hörmunga þar,“ segir hann. „Gæfa Íslands í hruninu 2008 var meðal annars sú að við höfðum frjálsari hendur. Gengið féll og við þurftum ekki að fylgja neinni formúlu frá Brussel á sviði ríkisfjármála. Við þurftum heldur ekki að hlýða stærri ríkjum, Bretlandi og Hollandi, sem leituðust við að vernda sína hagsmuni og fengu þar stuðning ESB gagnvart Íslandi. Mér finnst skjólskenningar frekar vafasamar þegar maður skoðar reynslu smáríkja. Ég álít að farsælla sé fyrir Ísland að leggja áherslu á góð samskipti við aðrar þjóðir, þar á meðal stórveldin, og taka svo sjálfstæðar ákvarðanir út frá eigin hagsmunum eins og reyndist farsælt í hruninu 2008. Það er engin stór mamma úti í heimi sem mun alltaf vernda okkur.“

Skjólskenningin dragi upp raunsærri mynd

Ísland og skjólskenningNýlega gaf Baldur Þórhallsson út bókina Small States and Shelter Theory: Iceland’s External Affairs þar sem fjallað er um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna út frá kenningunni um skjól.

Baldur segir að honum finnist Hilmar afgreiða smáríkjakenningar með sérkennilegum hætti. „Hann segir að sér finnist skjólskenningar vafasamar, en kenningin um skjól byggir á viðteknum kenningum í alþjóðastjórnmálum um að smáríki þurfi á bandamönnum að halda til að styrkja varnir og efnahag sinn. Með kenningunni um skjól er reynt að draga upp raunsærri mynd af samskiptum lítilla og stórra ríkja heldur en oft er gert, bæði í fræðunum og almennri umræðu,“ segir Baldur.

„Smáríki geta vissulega búið yfir ýmsum styrkleikum en nær undantekningarlaust er litið svo á að vegna takmarkaðrar varnargetu og lítils heimamarkaðar, sem sveiflast meira en stór heimamarkaður, þurfi þau á bandamönnum að halda, stærri ríkjum og alþjóðastofnunum. Smáríki verða vissulega að hafa góða stjórn á hlutunum heima fyrir en skjólskenningin kveður á um mikilvægi þess að smáríki tryggi sér skjól til að reyna að fyrirbyggja að þau verði fyrir áfalli, að þau fái aðstoð þegar í stað ef að þau verði fyrir áfalli og njóti aðstoðar við uppbyggingu eftir áfallið. Fagrar yfirlýsingar vinaþjóna á tyllidögum þýða oft lítið þegar á reynir eins og dæmi sanna. Smáríki verða að tryggja sér skjól með skriflegum samningum við stærri ríki eða með aðild að alþjóðastofnunum til að auka líkur á því að þau fái aðstoð þegar þau verða fyrir áföllum.“

Hann segir að skjólskenningin taki einnig til mikilvægis félagslega og menningarlegra samskipta, til dæmis hve brýnt er að smáríki nái að soga til sín nýjustu strauma og stefnur í vísindum og menningu og nýsköpun. 

Aðgangur að innri markaðnum engan veginn sjálfgefinn

„Lítil samfélög hafa takmarkaðri mannauð en stór samfélög sem gerir það til dæmis nauðsynlegt fyrir þau að hafa aðgang að erlendum menntastofnunum. Að öðrum kosti eiga þau á hættu að staðna. Það að Íslendingar hafi aðgang að menntastofnunum og rannsókna- og nýsköpunarsjóðum í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og Norðurlandasamvinnuna lítum við á sem skjól. Þessi aðgangur er engan veginn sjálfgefinn og smærri ríki á EES-svæðinu, og þá sérstaklega Ísland, fá mun meira úr úr þessari samvinnu heldur en stóru ríkin. Með þessu erum við að reyna að benda á mikilvægi félagslegra samskipta í samskiptum ríkja og útvíkka kenningar í alþjóðasamskiptum. Kenningin um skjól kveður þannig á um mikilvægi þess að smáríki hafi pólitískt, efnahagslegt og félagslegt skjól stærri ríkja og alþjóðastofnana.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Evrópumál

Varoufakis: Íslendingar heppnir að standa utan Evrópusambandsins
ViðtalEvrópumál

Varoufa­k­is: Ís­lend­ing­ar heppn­ir að standa ut­an Evr­ópu­sam­bands­ins

Yan­is Varoufa­k­is kynnt­ist skugga­hlið­um Evr­ópu­sam­starfs­ins sem fjár­mála­ráð­herra Grikk­lands en nú berst hann fyr­ir rót­tæk­um breyt­ing­um á um­gjörð ESB. Stund­in spurði Varoufa­k­is um fram­tíð um­bóta­stjórn­mála í Evr­ópu, upp­gang nú­tímafas­isma og efna­hags­vand­ann á evru­svæð­inu. Hann tel­ur að Evr­ópa hefði far­ið bet­ur út úr al­þjóð­legu fjár­málakrepp­unni ef for­dæmi Ís­lands hefði ver­ið fylgt í aukn­um mæli og byrð­um velt yf­ir á kröfu­hafa frem­ur en skatt­greið­end­ur.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
4
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þöggunarmálsóknir gegn fjölmiðlum mæta andstöðu Evrópuráðs
8
Erlent

Þögg­un­ar­mál­s­ókn­ir gegn fjöl­miðl­um mæta and­stöðu Evr­ópu­ráðs

Ráð­herr­a­ráð Evr­ópu­ráðs hef­ur birt til­mæli til allra að­ild­ar­ríkja, þar með tal­ið Ís­lands, um að vinna eigi gegn SLAPP-mál­sókn­um, sem séu skað­leg­ar lýð­ræð­inu og al­manna­hag. Slík­um mál­sókn­um hef­ur ver­ið beitt gegn al­menn­ingi og fjöl­miðl­um til að þagga nið­ur eða refsa fyr­ir óþægi­lega um­fjöll­un. Tölu­vert er um SLAPP-mál­sókn­ir á Ís­landi, en ekk­ert ból­ar á inn­leið­ingu slíkra til­mæla af rík­is­stjórn, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
8
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
10
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu