Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vefsíða kvenhatara notar íslenskt lén

Vef­síð­an incels.me er hýst í Þýskalandi en er tíma­bund­ið birt á .is léni. Um­rædd­ur hóp­ur er kynd­ir und­ir hatri gegn kon­um og tel­ur að þær valdi skír­lífi þeirra, gegn þeirra vilja.

Vefsíða kvenhatara notar íslenskt lén
Umræðuvettvangur incels Síðan er ein af þeim síðustu sinnar tegundar. Breytingin á léninu skýrist af aðgerðum gegn þeim sem enda á lokunum síðna þeirra. Mynd: Shutterstock

Umræðuvefsíða hóps karlmanna sem kalla sig „incels“ er tímabundið hýst á íslensku léni. Incels eru hópur karlmanna sem hatast á við konur og tala sumir hverjir fyrir ofbeldi gegn þeim. Slóðin sem hefur í tæpt ár verið incels.me er nú óvirk, en þess í stað er hægt að nálgast síðuna á slóðinni incels.is. Við komu á síðuna birtist auglýsing þar sem notendur eru hvattir til að nota incels.is í stað incels.me þangað til annað kemur fram.

Hópurinn sem á íslensku er hægt að kalla „skírlífir gegn eigin vilja“  stundar grimmilega hatursorðræðu í garð kvenna á netinu. Mennirnir telja að skírlífi þeirra sé sök kvenna sem sækja frekar í aðlaðandi karlmenn, í stað þess að sækja í menn sem eru góðhjartaðir en ekki eins aðlaðandi.

Umrædd síða er ein af síðustu spjallsvæðum incels-liða sem hýst er á netinu í dag, en vegna stöðugra ábendinga aðgerðasinna til hýsingaraðila hefur umræðuvefsíðum þeirra verið lokað. Þetta útskýrir breytinguna á vefhýsingunni, hópurinn hefur að öllum líkindum breytt um lén til að forðast lokun. Vefsíðan er hýst í Þýskalandi en breytingin átti sér stað í lok september. Lén með endingunni .is kostar 5.980 krónur á ári. 

Undir högg að sækja

Hópurinn hefur verið mjög virkur frá eiginlegri stofnun sinni árið 2012. Þeir héldu sig aðallega á samfélagsmiðlinum Reddit þangað til samfélagi þeirra þar var lokað vegna hatursorðræðu í nóvember 2017. 

Í dag má finna incels-hópinn í öllum kimum internetsins, þar á meðal á djúpa vefnum sem ekki er öllum aðgengilegur. Síður þeirra eiga undir högg að sækja vegna aðgerðasinna sem berjast gegn hatursorðræðu þeirra. Þannig var öðru spjallsvæði þeirra sem hýst var á léninu .life lokað vegna ábendinga aðgerðasinna til hýsingaraðilans. Þetta gerðist í febrúar síðastliðnum, en þá var kynferðisafbrotamaðurinn Larry Nassar fyrir dómsólum vegna brota hans gegn stúlkum undir lögaldri. Á vefsíðunni var hann talinn hetja. Samningnum um hýsingu var rift eftir ábendingarnar. 

Incels-liðar hafa framið í það minnsta tvö fjöldamorð

Árið 2014 myrti Elliot Rodger sjö manns í Kaliforníu, áður en hann framdi sjálfsvíg, undir sókn lögreglu. Rodger var incel og nokkuð virkur á spjallsvæðum þeirra. Hann hélt einnig úti YouTube síðu þar sem hann talaði um reiði sína í garð kvenna vegna óvilja þeirra til að vera með honum.

Í maí 2018 keyrði Alek Minassian sendiferðabíl í hóp fólks í Torontó, með þeim afleiðingum að tíu manns létu lífið. Við handtöku reyndi Minassian að ögra lögreglumönnum til að skjóta sig til bana. Hann var handtekinn og bíður dóms.

Markmið hans var að gera eins og Elliot Rodger og er það vinsæl umræða á spjallsvæðum incels að láta sig dreyma um að „gera eins og ER“ eða „gera eins og Elliot Rodger“. Rodger er í guðatölu í hugum incels vegna hugrekkis síns. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
3
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
4
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu