Bílddælingar, Tálknfirðingar og fleiri hafa síðustu daga fylkt sér að baki laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi. Það hafa þeir gert með færslum á Facebook undir myllumerkinu #teamarnarlax. Í umræddum færslum hefur fólk lýst því hversu mikilvægt það telur fyrirtækið vera fyrir atvinnulíf á sunnanverðum Vestfjörðum, bæði með beinum hætti og afleiddum störfum.
Færslurnar hafa flestar verið birtar inni á Facebook-síðunni Styðjum við uppbyggingu laxeldis á Íslandi til framtíðar. Í upplýsingum um síðuna kemur fram að hún sé „ekki fréttamiðill heldur samfélagssíða áhugafólks um uppbygginginu á fiskeldi. Tilgangurinn er að birta fleiri hliðar á fiskeldi en þá einhliða og oft á tíðum villandi umræðu sem hefur einokað flesta miðla. Einnig að sýna andlitin á fólkinu sem við þetta starfar.“ Þá er tiltekið að umrædd síða sé ekki á vegum fyrirtækja heldur sjái sjálfboðaliðar um ritstjórn.
Meðal þeirra sem lýsa yfir stuðningi við Arnarlax er …
Athugasemdir