Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vestfirðingar fylkja sér að baki Arnarlaxi

„Fyr­ir ári síð­an keypt­um við okk­ur ein­býl­is­hús í Tálkna­firði og er­um kom­in til að vera. Ég er stolt­ur af því að vera í #team­arn­ar­lax.“ Vest­firð­ing­ar hafa sýnt lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu Arn­ar­laxi stuðn­ing með færsl­um á sam­fé­lags­miðl­um und­ir myllu­merk­inu #team­arn­ar­lax.

Vestfirðingar fylkja sér að baki Arnarlaxi
Vestfirðingar styðja Arnarlax Íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum, og fleiri, hafa undanfarna daga fylkt sér að baki laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi. Mynd: #teamarnarlax

Bílddælingar, Tálknfirðingar og fleiri hafa síðustu daga fylkt sér að baki laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi. Það hafa þeir gert með færslum á Facebook undir myllumerkinu #teamarnarlax. Í umræddum færslum hefur fólk lýst því hversu mikilvægt það telur fyrirtækið vera fyrir atvinnulíf á sunnanverðum Vestfjörðum, bæði með beinum hætti og afleiddum störfum.

Færslurnar hafa flestar verið birtar inni á Facebook-síðunni Styðjum við uppbyggingu laxeldis á Íslandi til framtíðar. Í upplýsingum um síðuna kemur fram að hún sé „ekki fréttamiðill heldur samfélagssíða áhugafólks um uppbygginginu á fiskeldi. Tilgangurinn er að birta fleiri hliðar á fiskeldi en þá einhliða og oft á tíðum villandi umræðu sem hefur einokað flesta miðla. Einnig að sýna andlitin á fólkinu sem við þetta starfar.“ Þá er tiltekið að umrædd síða sé ekki á vegum fyrirtækja heldur sjái sjálfboðaliðar um ritstjórn.

Meðal þeirra sem lýsa yfir stuðningi við Arnarlax er …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár