Níðstöngin sem Óttari var reist var mögulega vindgapi

Níð­stöng ekki níð­stöng nema á henni sé hross­höf­uð. Mögu­lega um vind­gapa að ræða. Vind­gapar voru til þess ætl­að­ir að særa fram storma og sökkva skip­um.

Níðstöngin sem Óttari var reist var mögulega vindgapi
Ekki níðstöng Mögulega var það vindgapi sem reistur var Óttari Yngvasyni til háðungar á Bíldudal.

Níðstöngin sem reist var Óttari Yngvasyni á Bíldudal í dag er ekki níðstöng heldur einna líkust vindgapa. Samkvæmt fornri trú telst aðeins um níðstöng að ræða sé hún prýdd hrosshaus eða líkani af hrosshaus. Sé hins vegar lönguhaus á stönginni er hún ekki níðstöng heldur svokallaður vindgapi sem notaður er til að særa fram storma og sökkva skipum. Stundin hefur ekki fengið staðfestingu á því hvort um löngu eða aðra fisktegund var að ræða á Bíldudal.

Í september 1990 efndi Bandalag háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna (BHMR) til mótmælaaðgerða við stjórnarráðið til að mótmæla því að bráðabirgðalög hefðu verið sett á verkfall þeirra. Á flötinni fyrir framan stjórnarráðið var ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar reist það sem talið var að væri níðstöng. Þá stöng prýddi hins vegar þorskhaus og var því um ekki um eiginlegan vindgapa að ræða. Því hafðist lögregla ekki að, ólíkt því sem gerst hafði skömmu áður þegar Samtök herstöðvaandstæðinga reistu fastaflota NATO níðstöng, með hrosshaus. Þá níðstöng gerði lögreglan upptæka ólíkt stöng BHMR.

Þrátt fyrir að níðstöng þeirra BHMR-manna hafi ekki verið eiginleg níðstöng dró aðgerðin dilk á eftir sér. Þannig sendi Prestafélag Íslands, sem var aðili að BHMR, ályktun frá sér þar sem sá hluti aðgerðanna, að reisa umrædda stöng, var harmaður. Þótti aðgerðin ógeðfelld og vildi stjórna Prestafélagsins firra sig allri ábyrgð á athæfinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár