Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Níðstöngin sem Óttari var reist var mögulega vindgapi

Níð­stöng ekki níð­stöng nema á henni sé hross­höf­uð. Mögu­lega um vind­gapa að ræða. Vind­gapar voru til þess ætl­að­ir að særa fram storma og sökkva skip­um.

Níðstöngin sem Óttari var reist var mögulega vindgapi
Ekki níðstöng Mögulega var það vindgapi sem reistur var Óttari Yngvasyni til háðungar á Bíldudal.

Níðstöngin sem reist var Óttari Yngvasyni á Bíldudal í dag er ekki níðstöng heldur einna líkust vindgapa. Samkvæmt fornri trú telst aðeins um níðstöng að ræða sé hún prýdd hrosshaus eða líkani af hrosshaus. Sé hins vegar lönguhaus á stönginni er hún ekki níðstöng heldur svokallaður vindgapi sem notaður er til að særa fram storma og sökkva skipum. Stundin hefur ekki fengið staðfestingu á því hvort um löngu eða aðra fisktegund var að ræða á Bíldudal.

Í september 1990 efndi Bandalag háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna (BHMR) til mótmælaaðgerða við stjórnarráðið til að mótmæla því að bráðabirgðalög hefðu verið sett á verkfall þeirra. Á flötinni fyrir framan stjórnarráðið var ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar reist það sem talið var að væri níðstöng. Þá stöng prýddi hins vegar þorskhaus og var því um ekki um eiginlegan vindgapa að ræða. Því hafðist lögregla ekki að, ólíkt því sem gerst hafði skömmu áður þegar Samtök herstöðvaandstæðinga reistu fastaflota NATO níðstöng, með hrosshaus. Þá níðstöng gerði lögreglan upptæka ólíkt stöng BHMR.

Þrátt fyrir að níðstöng þeirra BHMR-manna hafi ekki verið eiginleg níðstöng dró aðgerðin dilk á eftir sér. Þannig sendi Prestafélag Íslands, sem var aðili að BHMR, ályktun frá sér þar sem sá hluti aðgerðanna, að reisa umrædda stöng, var harmaður. Þótti aðgerðin ógeðfelld og vildi stjórna Prestafélagsins firra sig allri ábyrgð á athæfinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár