Umfjöllun um gríðarlega framúrkeyrslu hjá Reykjavíkurborg við endurbyggingu bragga í Nauthólsvík hefur ekki haft áhrif á veitingarekstur sem nú er í bragganum, að sögn Daða Agnarssonar, rekstrarstjóra Braggans. Þó hefur umfjöllunin valdið því að afhending á hluta bygginganna, sem veitingahúsið átti að fá til sinna nota, hefur tafist og mun væntanlega tefjast enn.
„Ég leigi þessa aðstöðu af Háskólanum í Reykjavík sem aftur leigir byggingarnar af borginni. Ég hef því í raun ekkert haft um það að segja hvernig þessar framkvæmdir hafa farið fram. Ég fékk að hafa puttana eilítið í innréttingum inni í bragganum en það var það eina. Borgin skilaði húsnæðinu í raun bara hvítu af sér þannig að háskólinn tekur á sig allan kostnað við innréttingar og standsetningu. Það er því fyrir utan þær tölur sem hafa verið í umræðunni. „Þetta „náðhús“, sem er viðbyggt, það er hugsað sem partur af þessum veitingarekstri og er hugsað …
Athugasemdir