Sagt að mæta á skrifstofutíma
Eva Riley Stonestreet þurfti að kljást við eltihrelli í nokkur ár. Í fréttum Vísis í september 2017 greindi hún frá því að hún hefði kært manninn til lögreglu fyrir áreitið, en verið talin trú um að hann hefði verið settur á viðeigandi stofnun. Hún dró kæruna til baka, en hann hóf ofsóknirnar strax aftur daginn sem hann kom út af deildinni.
Hún fékk nálgunarbann á eltihrellinn í lok árs 2017. Henni var ráðlagt að hringja í lögreglu ef hann myndi reyna að hafa samband við hana og hann yrði handtekinn strax. Eva greindi frá því í myndbandi sem hún birti á Facebook-síðu sinni að hann hafði tvisvar samband við hana eftir að nálgunarbannið var staðfest. Í hvorugt skiptið gat lögreglan hjálpað henni, heldur var henni bent á að koma á skrifstofu lögreglu á skrifstofutíma með gögn til þess að viðhalda málinu.
„Ef stofnanir og fagfólk …
Athugasemdir