Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ofbeldi á ekki að vera skilyrði

Dóm­stól­ar eru of treg­ir við að dæma fólk í nálg­un­ar­bann að mati lög­manns Kvenna­at­hvarfs­ins. Lög­in séu skýr með að rösk­un á friði séu nóg til að rétt­læta það. Kæru eða hót­un um of­beldi ætti ekki að þurfa til.

Ofbeldi á ekki að vera skilyrði
Lögin eru skýr Elva Dögg Ásu- og Kristinsdóttir segir lög um nálgunarbann og brottvísun af heimili skýr. Samkvæmt þeim megi ekki raska ró fólks og það eitt og sér ætti að duga til að dæma manneskju í nálgunarbann. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sá maður sem misgert er við, brotaþoli, fjölskylda hans eða annar honum nákominn, getur borið fram beiðni til lögreglu um að maður, sakborningur, sem brotið hefur gegn honum eða raskað friði hans á annan hátt, sæti nálgunarbanni og/eða brottvísun af heimili.

Þannig hljómar þriðja grein laga um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Af greininni mætti ætla að  ofbeldi sé ekki nauðsynlegt til að beita megi úrræðinu, heldur geti verið nóg að raska friði einstaklingsins sem í hlut á. Á þetta bendir Elva Dögg Ásu- og Kristinsdóttir, lögmaður Kvennaathvarfsins. „Það er skýrt í lögunum að það ætti að vera nóg að raska friði fólks til að óska eftir nálgunarbanni. Refsivert athæfi þarf ekki að hafa komið til. En þrátt fyrir að þetta sé skýrt í lögum er eins og það þurfi alltaf að liggja fyrir kæra hjá lögreglu og jafnvel mörg dæmi um brot, til þess að hún geri …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár