Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Helgi Seljan hættir í Kveik og tekur sér frí

„Ég er ekki fyrsti mað­ur­inn sem fer fram úr sér í vinnu“, seg­ir Helgi. Tek­ur sér árs­frí frá frétt­um. Ætl­ar að hlaða batte­rí­in, sinna fjöl­skyld­unni og kúpla sig nið­ur.

Helgi Seljan hættir í Kveik og tekur sér frí
Tekur sér frí Helgi segist ekki vera fyrsti maðurinn til að fara fram úr sér í vinnu. Mynd: Kveikur

H

elgi Seljan, fréttamaður á RÚV, mun ekki vinna að fréttaskýringaþættinum Kveik í vetur og er farinn í frí frá fréttamennsku. Helgi hefur í rúman áratug unnið í Kastljósi og síðar Kveik, við fréttaskýringar og fréttamennsku en segir að hann sé nú orðinn þreyttur og þurfi að sinna sjálfum sér.

„Ég bara veit það ekki,“ svaraði Helgi þegar hann var spurður hvað hann hyggðist nú fara að gera. „Ég bað um ársfrí í vor frá Kveik og fréttastofunni. Ég var bara orðinn þreyttur á þessu harki eitthvað. Mér fannst það kannski ekkert orðið leiðinlegt en ég var bara orðinn þreyttur, ég veit ekki alveg hvernig best er að lýsa því. Kveikur gerir bara meiri kröfur heldur en að ég geti keypt mér flókainniskó og hugsað málið eitthvað. Svo ég ákvað að fá mér frí.“

Helgi lítur á þetta ársfrí sem tíma til að hlaða batteríin en hann stefnir að því að snúa aftur í fréttamennsku síðar. „Já, stefnan er að gera það. Ég er núna að taka stutt frí sem ég á inni og svo getur vel verið að ég komi inn í afleysingar á RÚV í einhverju öðru bara, einhverri dagskrárgerð eða slíku. Það er bara ekki alveg komið í ljós. Annars sé ég bara til. Ég er búinn að vera á sjónum aðeins í haust en ástandið þar er nú svo sem þannig að það eru engin stórkostleg uppgrip þar. Það væri samt fínt að komast aðeins meira á sjóinn, ég hefði gott af því.“

Ætlar ekki að leika neinn jaxl

Helgi segir að álagið í fréttamennskunni hafi verið mikið og oft hafi það verið erfitt, vinnutími ófjölskylduvænn og hann hafi bara fundið að nú væri nóg komið, í bili. „Þetta var bara búið að vera mikið álag í langan tíma og ég ætla ekki að fara leika neinn jaxl, þetta er bara oft erfitt. Ég er ekki fyrsti maðurinn sem fer fram úr sér í vinnu. Ég held að það sé sanngjarnt að segja að ég hafi gert það, eins og svo margir aðrir hafa gert. Þá er bara best að kúpla sig niður, kúpla sig aðeins út. Það er líka bara kominn tími til að ég taki til í geymslunni heima og eyði tíma með fjölskyldunni minni. Við getum þá kannski farið að borða kvöldmat saman, sem við höfum varla gert síðan stelpurnar mínar fæddust.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár