Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bankasýslan hótaði lögbanni á Arion til að koma í veg fyrir arðgreiðslur

Til um­ræðu kom að bank­inn greiddi út arð í formi hluta­bréfa sinna í Valitor. Banka­sýsla rík­is­ins taldi að bank­inn gæti far­ið á mis við millj­arða króna virði eign­ar­hluta síns með arð­greiðsl­unni.

Bankasýslan hótaði lögbanni á Arion til að koma í veg fyrir arðgreiðslur
Vildu nota hlutabréf sem arðgreiðslur Hefðu hlutabréf Arion banka í Valitor verið greidd út sem arður hefði bankinn farið á mis við milljarða króna virði hlutar síns í fyrirtækinu að mati Bankasýslu ríkisins.

Bankasýsla ríkisins hótaði því að fara fram á lögbann á arðgreiðslur til hluthafa Arion banka í upphafi þessa árs þar eð þær brytu gegn samningi íslenska ríkisins við bankann og Kaupskil, dótturfélag Kaupþings. Umræddar arðgreiðslur áttu að vera í formi hlutabréfa Kaupþings í dótturfélagi þess, greiðslukortafyrirtækinu Valitor Holding. Að mati Bankasýslunnar hefði það getað valdið því að Arion banki væri á mis við 20 til 40 prósent af virði eignarhlutar síns í greiðslukortafélaginu ef arður hefði verið greiddur út með hlutabréfum þess. Þar með hefði bankinn getað orðið af milljörðum króna. Íslenska ríkið átti þar til í febrúar á þessu ári 13 prósenta hlut í bankanum.

Fréttablaðið greinir frá þessu og byggir á minnisblaði Bankasýslunnar til fjármála- og efnahagsráðherra frá 13. janúar. Þar kemur fram að það var mat Bankasýslunnar að fjárfestahópurinn sem keypti um 30 prósenta hlut í Arion banka í mars í fyrra, sem samanstóð af fjárfestingarbankanum Goldman Sachs og þremur vogunarsjóðum, hefði ásætlst Valitor sérstaklega og hafi verið áfram um að bankinn greiddi arð út með þessum hætti, með hlutabréfum í Valitor.

Það var mat Bankasýslunnar að yrði hlutur Arion banka í Valitor greiddur út sem arður myndi bankinn fara á mis við um 20 til 40 prósent af virði eignarréttar síns á móts við það sem gerast myndi ef kortafélagið væri selt í heild og í opnu ferli. Var í því samhengi bent á nýlegar sölur á fyrirtækjum í svipuðum rekstri og að þær hefðu farið þannig fram að félögin hafi verið seld í heilu lagi. Þá var jafnframt bent á mjög umdeilda sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun árið 2014 sem fordæmi sem ekki ætti að fylgja.

Bankasýslan greindi jafnframt Arion banka frá því að fulltrúi hennar í stjórn bankans myndi greiða atkvæði gegn sölunni. Taldi Bankasýslan sig jafnframt hafa neitunarrétt við umræddri tillögu um arðgreiðslur. Fór svo að fallið var frá umræddum arðgreiðslum enda taldi stjórn bankans ekki heppilegt að fara fram í andstöðu við vilja íslenskra stjórnvalda í þeim efnum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár