Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bankasýslan hótaði lögbanni á Arion til að koma í veg fyrir arðgreiðslur

Til um­ræðu kom að bank­inn greiddi út arð í formi hluta­bréfa sinna í Valitor. Banka­sýsla rík­is­ins taldi að bank­inn gæti far­ið á mis við millj­arða króna virði eign­ar­hluta síns með arð­greiðsl­unni.

Bankasýslan hótaði lögbanni á Arion til að koma í veg fyrir arðgreiðslur
Vildu nota hlutabréf sem arðgreiðslur Hefðu hlutabréf Arion banka í Valitor verið greidd út sem arður hefði bankinn farið á mis við milljarða króna virði hlutar síns í fyrirtækinu að mati Bankasýslu ríkisins.

Bankasýsla ríkisins hótaði því að fara fram á lögbann á arðgreiðslur til hluthafa Arion banka í upphafi þessa árs þar eð þær brytu gegn samningi íslenska ríkisins við bankann og Kaupskil, dótturfélag Kaupþings. Umræddar arðgreiðslur áttu að vera í formi hlutabréfa Kaupþings í dótturfélagi þess, greiðslukortafyrirtækinu Valitor Holding. Að mati Bankasýslunnar hefði það getað valdið því að Arion banki væri á mis við 20 til 40 prósent af virði eignarhlutar síns í greiðslukortafélaginu ef arður hefði verið greiddur út með hlutabréfum þess. Þar með hefði bankinn getað orðið af milljörðum króna. Íslenska ríkið átti þar til í febrúar á þessu ári 13 prósenta hlut í bankanum.

Fréttablaðið greinir frá þessu og byggir á minnisblaði Bankasýslunnar til fjármála- og efnahagsráðherra frá 13. janúar. Þar kemur fram að það var mat Bankasýslunnar að fjárfestahópurinn sem keypti um 30 prósenta hlut í Arion banka í mars í fyrra, sem samanstóð af fjárfestingarbankanum Goldman Sachs og þremur vogunarsjóðum, hefði ásætlst Valitor sérstaklega og hafi verið áfram um að bankinn greiddi arð út með þessum hætti, með hlutabréfum í Valitor.

Það var mat Bankasýslunnar að yrði hlutur Arion banka í Valitor greiddur út sem arður myndi bankinn fara á mis við um 20 til 40 prósent af virði eignarréttar síns á móts við það sem gerast myndi ef kortafélagið væri selt í heild og í opnu ferli. Var í því samhengi bent á nýlegar sölur á fyrirtækjum í svipuðum rekstri og að þær hefðu farið þannig fram að félögin hafi verið seld í heilu lagi. Þá var jafnframt bent á mjög umdeilda sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun árið 2014 sem fordæmi sem ekki ætti að fylgja.

Bankasýslan greindi jafnframt Arion banka frá því að fulltrúi hennar í stjórn bankans myndi greiða atkvæði gegn sölunni. Taldi Bankasýslan sig jafnframt hafa neitunarrétt við umræddri tillögu um arðgreiðslur. Fór svo að fallið var frá umræddum arðgreiðslum enda taldi stjórn bankans ekki heppilegt að fara fram í andstöðu við vilja íslenskra stjórnvalda í þeim efnum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
5
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár