„Kári“ er rétt tæplega fertugur íslenskur karlmaður sem hefur misst nána vini úr sjálfsvígum og þekkir til margra fleiri sem hafa farið þessa leið. Hann hefur sjálfur gert eina „alvöru“ tilraun til sjálfsvígs að eigin sögn en oft verið nálægt því þegar eitthvað stoppaði hann af. Hann treystir sér ekki til að koma fram undir eigin nafni.
„Þegar ég les þessar tillögur þá verð ég nánast klökkur að hugsa til þess hvað lífið væri öðruvísi ef það fengist peningur til að gera eitthvað af þessum hlutum,“ segir Kári en hann var fenginn til að lesa yfir skýrslu starfshóps um aðgerðaráætlun sem á að leiða til umbóta í geðheilbrigðisþjónustu og meta út frá eigin reynslu hversu áhrifarík slík úrræði gætu verið.
„Það er þetta með hvatvísina, þó að það sé kannski asnalegt og rangt orð þá veit ég hvað er átt við. Stundum koma bara augnablik þar sem maður treystir sér …
Athugasemdir