Tíu ár eru í dag frá því að Geir H. Haarde, þá forsætisráðherra, bað guð að blessa Ísland í sjónvarpsávarpi til íslensku þjóðarinnar. Tilefnið var setning neyðarlaga sem veittu íslenska ríkinu víðtækar heimildir til inngripa á fjármálamörkuðum til að „gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar í hvívetna, koma í veg fyrir að þjóðin verði á skuldaklafa næstu áratugina og bjarga því sem bjargað verður miðað við núverandi aðstæður,“ eins og Geir sagði 6. október 2008. Skömmu áður, 29. september, hafði íslenska ríkið tekið Glitni banka yfir og daginn eftir, 7. október, tók Fjármálaeftirlitið rekstur Landsbankans yfir. Fjármálaeftirlitið gerði slíkt hið sama við Kaupþing 9. október. Þessir dagar eru það sem í daglegu tali er kallað bankahrunið eða hrunið.
Áratugur er liðinn og eftirmál hrunsins eru hvergi nærri komin fram. Fjöldi fólks missti eignir sínar, fyrirtæki urðu gjaldþrota, þjóðarbúið fékk verulegt högg og næstu ár fóru í að vinna sig út úr kreppunni …
Athugasemdir