Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

Vík­inga­flokk­ur­inn er ann­ar flokk­ur Ax­els á tveim­ur ár­um. For­mennska Ax­els er bund­in í lög flokks­ins og formað­ur­inn með alls­herj­ar neit­un­ar­vald.

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga
Axel Pétur Axelsson Tilgangur flokksins er að „Vikingar taki aftur stöðu sína sem sjálfsvalda menn á Íslandi og losni undan hremmingstaki erlendra afla.“ Mynd: skjáskot af Youtube

Axel Pétur Axelsson, umsjónarmaður Frelsis TV hefur stofnað stjórnmálaflokk. Stofnfundurinn var haldinn 18. september þar sem meðal annars var ákveðið að flokkurinn héti Víkingaflokkurinn. Axel Pétur sjálfur er stjórnarformaður flokksins og varaformaður er Bjarni Axelsson. 

Samkvæmt vefsíðu flokksins er tilgangur hans að „Vikingar taki aftur stöðu sína sem sjálfsvalda menn á Íslandi og losni undan hremmingstaki erlendra afla.“ Þessu hyggst flokkurinn ná með því að bjóða fram til Alþingis og/eða sveitastjórnakosninga í öllum kjördæmum. 

Lög flokksins voru samþykkt á stofnfundinum, þar sem formennska Axels Péturs er bundin í lögin. Formaðurinn hefur einnig neitunarvald um öll mál þrátt fyrir að tekið sé fram að einfaldur meirihluti mættra félagsmanna á aðalfundum ráði úrslitum mála.

Axel Pétur hefur áður stofnað stjórnmálaflokk, en Stundin greindi frá því fyrir rúmum tveim árum síðan. Sá fékk nafnið Sjálfsveldisflokkurinn. Þar voru markmiðin enn háleitari en nú og boðað að valdstjórnin yrði lögð niður og valdið fært aftur til Íslendinga. Flokkurinn átti að bjóða fram til Alþingiskosninga hið sama ár en ekkert varð úr því.

Hér má sjá nýjasta myndband Axels Péturs þar sem hann greinir stöðuna í þjóðmálunum.
Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu