Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

Vík­inga­flokk­ur­inn er ann­ar flokk­ur Ax­els á tveim­ur ár­um. For­mennska Ax­els er bund­in í lög flokks­ins og formað­ur­inn með alls­herj­ar neit­un­ar­vald.

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga
Axel Pétur Axelsson Tilgangur flokksins er að „Vikingar taki aftur stöðu sína sem sjálfsvalda menn á Íslandi og losni undan hremmingstaki erlendra afla.“ Mynd: skjáskot af Youtube

Axel Pétur Axelsson, umsjónarmaður Frelsis TV hefur stofnað stjórnmálaflokk. Stofnfundurinn var haldinn 18. september þar sem meðal annars var ákveðið að flokkurinn héti Víkingaflokkurinn. Axel Pétur sjálfur er stjórnarformaður flokksins og varaformaður er Bjarni Axelsson. 

Samkvæmt vefsíðu flokksins er tilgangur hans að „Vikingar taki aftur stöðu sína sem sjálfsvalda menn á Íslandi og losni undan hremmingstaki erlendra afla.“ Þessu hyggst flokkurinn ná með því að bjóða fram til Alþingis og/eða sveitastjórnakosninga í öllum kjördæmum. 

Lög flokksins voru samþykkt á stofnfundinum, þar sem formennska Axels Péturs er bundin í lögin. Formaðurinn hefur einnig neitunarvald um öll mál þrátt fyrir að tekið sé fram að einfaldur meirihluti mættra félagsmanna á aðalfundum ráði úrslitum mála.

Axel Pétur hefur áður stofnað stjórnmálaflokk, en Stundin greindi frá því fyrir rúmum tveim árum síðan. Sá fékk nafnið Sjálfsveldisflokkurinn. Þar voru markmiðin enn háleitari en nú og boðað að valdstjórnin yrði lögð niður og valdið fært aftur til Íslendinga. Flokkurinn átti að bjóða fram til Alþingiskosninga hið sama ár en ekkert varð úr því.

Hér má sjá nýjasta myndband Axels Péturs þar sem hann greinir stöðuna í þjóðmálunum.
Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu