Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Menningin gerir árás á sjálfsmynd stúlkna

Það ætti að inn­leiða kynja­fræði á öll stig skóla­kerf­is­ins og byrja að tala mark­visst við börn um klám í skóla­stof­unni þeg­ar þau eru 11 ára. Það er mat Hönnu Bjarg­ar Vil­hjálms­dótt­ur sem seg­ir að kynja­fræð­in sé skjöld­ur sem stelp­ur og kon­ur geti var­ið sig með í sam­fé­lagi sem er þeim fjand­sam­legt.

Menningin gerir árás á sjálfsmynd stúlkna
Tekur orðið Hanna Björg lítur á það sem skyldu sína að grípa míkrafóninn og tjá sig um jafnréttismál í hvert sinn sem færi gefst. Mynd: Heiða Helgadóttir

Merki kvenna er tattúverað á hálsinn á Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur, kynjafræðikennara við Borgarholtsskóla til 21 árs. Það er kannski skýrasta merkið um það að hún skilur ekki vinnuna sína eftir að vinnudegi loknum, heldur tekur hana með sér hvert sem hún fer. Hún er alltaf með hugann við jafnréttismálin.

Síðan Hanna Björg fór að kenna kynjafræði hefur hún þurft að berjast fyrir því að virðing sé borin fyrir hennar fræðum. Enn er langt í land hvað virðinguna varðar en Hanna Björg lætur það ekki hafa nokkur áhrif á sig. Hún þreytist ekki á því að halda uppi vörnum fyrir femínismann og er reyndar með skilaboð til þeirra sem segjast vera orðnir dálítið þreyttir á þessu jafnréttistali, finnst að nú megi aðeins fara að slaka á og huga að einhverju öðru. „Svona talar hópurinn sem nýtur forréttinda og þeir – og þær – sem eru meðvirk. Forréttindi eru ósýnileg þeim sem …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár