Merki kvenna er tattúverað á hálsinn á Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur, kynjafræðikennara við Borgarholtsskóla til 21 árs. Það er kannski skýrasta merkið um það að hún skilur ekki vinnuna sína eftir að vinnudegi loknum, heldur tekur hana með sér hvert sem hún fer. Hún er alltaf með hugann við jafnréttismálin.
Síðan Hanna Björg fór að kenna kynjafræði hefur hún þurft að berjast fyrir því að virðing sé borin fyrir hennar fræðum. Enn er langt í land hvað virðinguna varðar en Hanna Björg lætur það ekki hafa nokkur áhrif á sig. Hún þreytist ekki á því að halda uppi vörnum fyrir femínismann og er reyndar með skilaboð til þeirra sem segjast vera orðnir dálítið þreyttir á þessu jafnréttistali, finnst að nú megi aðeins fara að slaka á og huga að einhverju öðru. „Svona talar hópurinn sem nýtur forréttinda og þeir – og þær – sem eru meðvirk. Forréttindi eru ósýnileg þeim sem …
Athugasemdir