Fyrir tveimur árum ætluðu þeir Bergur Þór Ingólfsson og Guðmundur Brynjólfsson að setja upp gamanleikrit með leikhópi sínum, Gral, byggt á Íslendingasögunum. Þeir hafa þekkst lengi og voru meðal annars í framboði á lista Öfgasinnaðra jafnaðarmanna árið 1991, en það var nokkurs konar mótmælaframboð sem lofaði meðal annars vatnsrennibraut yfir Faxaflóa til flutnings á fiski og fólki. Þeir hafa oft unnið saman sem handritshöfundur og leikstjóri, meðal annars að sýningunum Endalok alheimsins, 21 manns saknað, og Horn á höfði.
Á sínum tíma átti leikhópurinn erfitt með að útfæra þetta leikrit, að finna einhvern snertiflöt á þessum sögum og því hafi þau saltað hugmyndina. Hún var hins vegar endurvakin í fyrrasumar þegar Bergur og eiginkona hans, Eva Vala Guðjónsdóttir, drógust inn í farsakennda atburðarás tengda uppreist æru á barnaníðingi sem braut meðal annars gegn dóttur Bergs. Fjölskyldan varð að opinberum persónum þegar hún barðist fyrir opnum tjöldum gegn óútskýrðum mótþróa kerfisins, …
Athugasemdir