Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Aftur skipt um framkvæmdastjóra hjá Orku náttúrunnar

Fjór­um dög­um eft­ir að for­stöðu­mað­ur tækni­þró­un­ar var sett­ur sem tíma­bund­inn fram­kvæmda­stjóri Orku nátt­úr­unn­ar, hef­ur ver­ið ákveð­ið að ann­ar starfs­mað­ur taki stöð­una hans í stað.

Aftur skipt um framkvæmdastjóra hjá Orku náttúrunnar
Berglind Rán Ólafsdóttir Nýr tímabundinn framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.

Orka náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, er komin með þriðja framkvæmdastjórann á fjórum dögum. 

Síðasta föstudag var tilkynnt um uppsögn Bjarna Más Júlíussonar, framkvæmdastjóra ON, vegna óviðeigandi hegðunar í garð undirmanna. Síðar hefur fyrrverandi forstöðukona einstaklingsþjónustu, sem sagt var upp fyrir viku, greint frá fleiri tilfellum og gagnrýnt forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur fyrir að gera lítið úr hegðun framkvæmdastjórans og bregðast ekki við henni.

Við uppsögn Bjarna Más var tilkynnt formlega að Þórður Ásmundsson hefði verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar tímabundið í stað Bjarna Más, en hann hefur gegnt stöðu forsöðumanns tækniþróunar.

Tilkynnt var með fréttatilkynningu rétt í þessu að Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðukona fyrirtækjamarkaða Orku náttúrunnar, hefði verið ráðin sem tímabundinn framkvæmdastjóri í stað Þórðar. Ekki er útskýrt hvers vegna skipt var um framkvæmdastjóra í þriðja sinn. „Ákveðið hefur verið að forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON, Berglind Rán Ólafsdóttir, taki tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON en ekki forstöðumaður tækniþróunar, eins og áður var tilkynnt,“ segir í fréttatilkynningunni.

Upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur hefur ekki svarað fyrirspurn um ástæðu þess að skipt er aftur um framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar.

Forstjóri Orkuveitunnar þagnar

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, sem er móðurfyrirtæki Orku náttúrunnar, sendi einnig frá sér yfirlýsingu í dag. Hún snýr að gagnrýni Áslaugar Thelmu Einarsdóttur á viðbrögð hans og opinbera yfirlýsingu vegna hegðunar framkvæmdastjórans.

„Í tilefni af opinberri umræðu um starfslok starfsfólks hjá Orku náttúrunnar hef ég ákveðið að ræða þau ekki frekar opinberlega að svo stöddu. Mér bar skylda til að skýra frá ástæðu starfsloka framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Um opinberar umræður um málefni annars starfsfólks en æðsta stjórnanda gildir öðru máli. Óski starfsmaður að fara betur yfir skýringar á ástæðum starfsloka, stendur slíkt að sjálfsögðu til boða,“ segir í yfirlýsingu forstjóra Orkuveitunnar.

Áslaug Thelma, sem sagt var upp á mánudaginn í síðustu viku, greindi frá því í morgun að Bjarni Bjarnason hafi ekki tekið umkvartanir hennar um hegðun Bjarna Más alvarlega. Hún rekur uppsögn sína til umkvartananna, en meðal annars kemur fram í lýsingum hennar að Bjarni Már hafi sagt við kvenkyns starfsmann að hún væri „ekki nógu gröð“ og lýst því yfir að hann skyldi „lækna hana af því meini að vera einhleypa“.

Segir forstjóra OR hafa vitað af hegðuninni

„Um þessa atburði og aðdraganda skrifuðum við maðurinn minn bréf sem við sendum forstjóra OR og starfsmannastjóra OR á þriðjudagsmorgun. Í framhaldi boðaði forstjóri OR okkur á fundi hjá lögfræðingi félagsins þangað sem við mættum klukkan 10:00 á miðvikudaginn. Á fundinum sagði starfsmannastjórinn að hún hefði tekið öll samtölin okkar „alla leið“ eins og hún orðaði það. Þetta er gríðarlega mikilvæg staðfesting sem sýnir að yfirlýsingar forstjóra OR standast enga skoðun þegar hann heldur því fram að hann hafi ekkert vitað um framkomu framkvæmdastjórans og að honum hefði verið „illa brugðið“ við bréfið frá mér. Þá sögðust þau bæði hafa vitað af þessum „galla“ framkvæmdastjórans eins og þau kölluðu það, en ráðið hann engu að síður og með fyrirvara um að hann inni í þessum „göllum“ og héldu því fram að þau hefðu veitt honum „aðstoð“ til að vinna með þetta „vandamál“. Allt undirstrikar þetta enn frekar að forstjóri OR vissi allt sem máli skipti um framkvæmdastjóra ON og hans framgöngu. Samt fer hann fram í fjölmiðlum og segir ranglega málið tengjast einum tölvupósti. Það er fráleit staðhæfing, enda ætti maður sem verður uppvís af því að senda einn óviðeigandi tölvupóst sannarlega skilið annað ferli en þann tafarlausa brottrekstur sem stjórn ON ákvað.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.
Ósnortin víðerni: „Sorglegt að við getum ekki hugsað lengra fram í tímann“
6
SkýringFerðamannalandið Ísland

Ósnort­in víð­erni: „Sorg­legt að við get­um ekki hugs­að lengra fram í tím­ann“

„Þetta er nátt­úr­lega bara fyr­ir ákveð­inn hóp og skemm­ir í leið­inni upp­lif­un hinna sem vildu njóta nátt­úr­unn­ar,“ seg­ir Svan­hvít Helga Jó­hanns­dótt­ir um fyr­ir­hug­að­ar fram­kvæmd­ir við Hof­fell­slón. Breyt­ing­ar við lón­ið, Skafta­fell og Von­ar­skarð hafa vak­ið upp sterk við­brögð og spurn­ing­ar um nátt­úru­vernd í og við UNESCO-svæði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
3
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár