Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Aftur skipt um framkvæmdastjóra hjá Orku náttúrunnar

Fjór­um dög­um eft­ir að for­stöðu­mað­ur tækni­þró­un­ar var sett­ur sem tíma­bund­inn fram­kvæmda­stjóri Orku nátt­úr­unn­ar, hef­ur ver­ið ákveð­ið að ann­ar starfs­mað­ur taki stöð­una hans í stað.

Aftur skipt um framkvæmdastjóra hjá Orku náttúrunnar
Berglind Rán Ólafsdóttir Nýr tímabundinn framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.

Orka náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, er komin með þriðja framkvæmdastjórann á fjórum dögum. 

Síðasta föstudag var tilkynnt um uppsögn Bjarna Más Júlíussonar, framkvæmdastjóra ON, vegna óviðeigandi hegðunar í garð undirmanna. Síðar hefur fyrrverandi forstöðukona einstaklingsþjónustu, sem sagt var upp fyrir viku, greint frá fleiri tilfellum og gagnrýnt forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur fyrir að gera lítið úr hegðun framkvæmdastjórans og bregðast ekki við henni.

Við uppsögn Bjarna Más var tilkynnt formlega að Þórður Ásmundsson hefði verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar tímabundið í stað Bjarna Más, en hann hefur gegnt stöðu forsöðumanns tækniþróunar.

Tilkynnt var með fréttatilkynningu rétt í þessu að Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðukona fyrirtækjamarkaða Orku náttúrunnar, hefði verið ráðin sem tímabundinn framkvæmdastjóri í stað Þórðar. Ekki er útskýrt hvers vegna skipt var um framkvæmdastjóra í þriðja sinn. „Ákveðið hefur verið að forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON, Berglind Rán Ólafsdóttir, taki tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON en ekki forstöðumaður tækniþróunar, eins og áður var tilkynnt,“ segir í fréttatilkynningunni.

Upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur hefur ekki svarað fyrirspurn um ástæðu þess að skipt er aftur um framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar.

Forstjóri Orkuveitunnar þagnar

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, sem er móðurfyrirtæki Orku náttúrunnar, sendi einnig frá sér yfirlýsingu í dag. Hún snýr að gagnrýni Áslaugar Thelmu Einarsdóttur á viðbrögð hans og opinbera yfirlýsingu vegna hegðunar framkvæmdastjórans.

„Í tilefni af opinberri umræðu um starfslok starfsfólks hjá Orku náttúrunnar hef ég ákveðið að ræða þau ekki frekar opinberlega að svo stöddu. Mér bar skylda til að skýra frá ástæðu starfsloka framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Um opinberar umræður um málefni annars starfsfólks en æðsta stjórnanda gildir öðru máli. Óski starfsmaður að fara betur yfir skýringar á ástæðum starfsloka, stendur slíkt að sjálfsögðu til boða,“ segir í yfirlýsingu forstjóra Orkuveitunnar.

Áslaug Thelma, sem sagt var upp á mánudaginn í síðustu viku, greindi frá því í morgun að Bjarni Bjarnason hafi ekki tekið umkvartanir hennar um hegðun Bjarna Más alvarlega. Hún rekur uppsögn sína til umkvartananna, en meðal annars kemur fram í lýsingum hennar að Bjarni Már hafi sagt við kvenkyns starfsmann að hún væri „ekki nógu gröð“ og lýst því yfir að hann skyldi „lækna hana af því meini að vera einhleypa“.

Segir forstjóra OR hafa vitað af hegðuninni

„Um þessa atburði og aðdraganda skrifuðum við maðurinn minn bréf sem við sendum forstjóra OR og starfsmannastjóra OR á þriðjudagsmorgun. Í framhaldi boðaði forstjóri OR okkur á fundi hjá lögfræðingi félagsins þangað sem við mættum klukkan 10:00 á miðvikudaginn. Á fundinum sagði starfsmannastjórinn að hún hefði tekið öll samtölin okkar „alla leið“ eins og hún orðaði það. Þetta er gríðarlega mikilvæg staðfesting sem sýnir að yfirlýsingar forstjóra OR standast enga skoðun þegar hann heldur því fram að hann hafi ekkert vitað um framkomu framkvæmdastjórans og að honum hefði verið „illa brugðið“ við bréfið frá mér. Þá sögðust þau bæði hafa vitað af þessum „galla“ framkvæmdastjórans eins og þau kölluðu það, en ráðið hann engu að síður og með fyrirvara um að hann inni í þessum „göllum“ og héldu því fram að þau hefðu veitt honum „aðstoð“ til að vinna með þetta „vandamál“. Allt undirstrikar þetta enn frekar að forstjóri OR vissi allt sem máli skipti um framkvæmdastjóra ON og hans framgöngu. Samt fer hann fram í fjölmiðlum og segir ranglega málið tengjast einum tölvupósti. Það er fráleit staðhæfing, enda ætti maður sem verður uppvís af því að senda einn óviðeigandi tölvupóst sannarlega skilið annað ferli en þann tafarlausa brottrekstur sem stjórn ON ákvað.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár