Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Félag Engeyinga rifti samningi við sveitarfélög og var úrskurðað gjaldþrota rétt fyrir þingfestingu skaðabótamáls

Elsta rútu­fyr­ir­tæki lands­ins, sem Kynn­is­ferð­ir keyptu ár­ið 2010, var tek­ið til gjald­þrota­skipta skömmu áð­ur en þing­fest­ing fór fram í skaða­bóta­máli sveit­ar­fé­laga gegn því. „Það eru mjög tak­mark­að­ar eign­ir í fé­lag­inu,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Kynn­is­ferða.

Félag Engeyinga rifti samningi við sveitarfélög og var úrskurðað gjaldþrota rétt fyrir þingfestingu skaðabótamáls
Frændurnir Jón Benediktsson og Einar Sveinsson eru í hópi stærstu hluthafa Alfa hf sem eiga Kynnisferðir. Jón er stjórnarformaður Kynnisferða og í stjórn ABK, dótturfélags sem nýlega fór í þrot. Mynd: Ómar Óskarsson

Elsta hópferðafyrirtæki landsins, sem keypt var af fjárfestahópi sem samanstendur af nánum ættingjum Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og viðskiptafélögum þeirra, var úrskurðað gjaldþrota á dögunum, rétt fyrir þingfestingu skaðabótamáls sem sveitarfélög höfðuðu gegn félaginu vegna riftunar þess á samningi um akstur milli höfuðborgarinnar og Suðurnesja.

ABK ehf., sem áður hét SBK ehf. en skipti um nafn í fyrra, er í eigu Hópbifreiða Kynnisferða. SBK var stofnað árið 1930 en Kynnisferðir eignuðust allt hlutafé þess árið 2010. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þann 29. ágúst síðastliðinn og lýkur þar með 88 ára sögu félagsins.

Fyrirtækið var talsvert í fréttum á haustmánuðum 2017 þegar það rifti einhliða þjónustusamningi við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) um akstur milli höfuðborgarinnar og Suðurnesja. 

Stjórn SSS ákvað að höfða mál gegn SBK og átti þingfesting að fara fram í síðustu viku. Skömmu áður bárust sambandinu fregnir af breyttum aðstæðum. 

„Við fengum símtal frá skiptastjóra á mánudegi sem sagði okkur að félagið hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta og það lýst yfir eignaleysi,“ segir Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri SSS, í samtali við Stundina. 

„Við fengum símtal frá skiptastjóra á mánudegi sem sagði okkur að félagið hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta og það lýst yfir eignaleysi“

„Nú munum við bara lýsa kröfu í búið og í framhaldinu treystum við því að farið verði vel þessi mál. Þegar við fórum af stað voru skráðar eignir á fyrirtækið.“ 

SBK skuldar móðurfélaginu

Rekstur strætóleiðar 55 var boðinn út haustið 2014. SBK, nú ABK, átti lægsta tilboðið og undirritaði samning við SSS, en í lok september í fyrra tilkynnti fyrirtækið að það hyggðist rifta samningnum frá og með áramótum.

Haft var eftir Birni Ragnarssyni, framkvæmdastjóra Kynnisferða, í fyrra að ef fyrirtækið hefði ekki gengið út úr samningnum við SSS hefði reksturinn stefnt í þrot.

Nú, um ári síðar, hefur félagið verið úrskurðað gjaldþrota. Í Lögbirtingarblaðinu er skorað á kröfuhafa að lýsa kröfum sínum fyrir skiptastjóra. Skiptafundur fer fram 28. nóvember næstkomandi.

„Félagið var búið að vera rekið með tapi í þó nokkurn tíma og meðal annars vegna mikils taps á samningi SBK við SSS,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. „Hvort sem að krafan frá SSS hefði komið eða ekki lá fyrir að félagið þyrfti að fara í þrot.“ 

„Það eru mjög takmarkaðar eignir í
félaginu og eiga Kynnisferðir töluverðar
kröfur á félagið ásamt öðrum“

Hann segir að í raun hafi SSS „hagnast töluvert á því að hafa þennan hagstæða samning við SBK í 2 ár“ og bætir við: „Það eru mjög takmarkaðar eignir í félaginu og eiga Kynnisferðir töluverðar kröfur á félagið ásamt öðrum.  Það verður í höndum skiptastjóra að taka til meðferðar kröfu SSS um bætur vegna riftunar á samningi en við höfum ekki samþykkt þá kröfu.“

Félagið með neikvæða eiginfjárstöðu

ABK ehf., áður SBK ehf., er alfarið í eigu Hópbifreiða Kynnisferða ehf., dótturfélags Kynnisferða ehf. sem er að stærstum hluta í eigu Alfa hf. 

Jón Benediktsson, stjórnarformaður Kynnisferða, er eini skráði stjórnarmaðurinn í ABK ehf. samkvæmt ársreikningi 2017. Tap ABK ehf. nam rúmum 19 milljónum í fyrra.

Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins 99 milljónum en bókfært eigið fé í árslok 2017 var neikvætt um 24,4 milljónir.

Fram kemur í ársreikningnum að félagið hafi veðsett bifreiðar til tryggingar á skuldum við lánastofnanir. Bókfært verð veðsettra eigna nemi 83,7 milljónum króna og eftirstöðvar áhvílandi lána nemi 90,6 milljónum.

„Sem betur fer sjaldgæft“

Berglind Kristinsdóttirframkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum

„Það er auðvitað óeðlilegt þegar fyrirtæki lýsir því yfir að það ætli ekki að standa við samning sem það hefur gert að undangengnu útboði. Ég held að það sé sem betur fer sjaldgæft að slíkt gerist á Íslandi,“ segir Berglind Kristinsdóttir í samtali við Stundina. 

Hún bendir á að SBK sé gamalgróið fyrirtæki sem eigi sér margra áratuga sögu að baki.

„Það breytir því ekki að niðurstaðan er þessi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Askur Hrafn Hannesson
8
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár