Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Plakötum af Hauki dreift í Aþenu

Enn er ekki vit­að um af­drif Hauks Hilm­ars­son­ar, sjö mán­uð­um eft­ir meint and­lát hans í sprengju­árás tyrk­neska hers­ins.

Plakötum af Hauki dreift í Aþenu

Plakötum með mynd af Hauki Hilmarssyni, sem talinn er hafa fallið þegar Tyrkir réðust inn í Afrin-hérað í Sýrlandi fyrr á þessu ári, hefur verið dreift í Aþenu, höfuðborg Grikklands. Er Haukur kallaður píslarvottur Afrin og plakötin merkt helstu aðilum sem berjast gegn innrás tyrkneska hersins í héraðið. Myndum af plakötunum hefur verið dreift á Twitter.

Enn er ekkert vitað um afdrif Hauks rúmum sjö mánuðum eftir að fregnir bárust um meint andlát hans í sprengjuárás tyrkneska hersins. Haukur var sagður hafa farið til Sýrlands í gegnum tengsl við grískan anarkistahóp til að berjast með Kúrdum gegn ISIS. Íslensk yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir linkind og meðvirkni gagnvart Tyrklandsstjórn, en Tyrkland er bandalagsríki Íslands innan NATO auk þess sem Réttlætis- og framfaraflokkur Recep Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins í Evrópusamtökum íhalds- og umbótasinna.

Plakat með mynd af HaukiHaukur er sagður píslarvottur í Afrin á plakati í höfuðborg Grikklands.

Fjöldi þjóðþekktra Íslendinga sendi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra opið bréf þann 23. apríl síðastliðinn, kallaði eftir metnaðarfyllri aðgerðum og gerði athugasemdir við að svo virtist sem rannsókn utanríkisráðuneytisins á hvarfi Hauks hefði verið framkvæmd „með sem minnstri fyrirhöfn og með það fyrir augum að styggja ekki tyrknesk yfirvöld – þau sömu og talin eru hafa sært, handsamað eða jafnvel myrt Hauk“. Katrín hefur því svarað að málið sé í algjörum forgangi hjá utanríkisþjónustunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu