Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Plakötum af Hauki dreift í Aþenu

Enn er ekki vit­að um af­drif Hauks Hilm­ars­son­ar, sjö mán­uð­um eft­ir meint and­lát hans í sprengju­árás tyrk­neska hers­ins.

Plakötum af Hauki dreift í Aþenu

Plakötum með mynd af Hauki Hilmarssyni, sem talinn er hafa fallið þegar Tyrkir réðust inn í Afrin-hérað í Sýrlandi fyrr á þessu ári, hefur verið dreift í Aþenu, höfuðborg Grikklands. Er Haukur kallaður píslarvottur Afrin og plakötin merkt helstu aðilum sem berjast gegn innrás tyrkneska hersins í héraðið. Myndum af plakötunum hefur verið dreift á Twitter.

Enn er ekkert vitað um afdrif Hauks rúmum sjö mánuðum eftir að fregnir bárust um meint andlát hans í sprengjuárás tyrkneska hersins. Haukur var sagður hafa farið til Sýrlands í gegnum tengsl við grískan anarkistahóp til að berjast með Kúrdum gegn ISIS. Íslensk yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir linkind og meðvirkni gagnvart Tyrklandsstjórn, en Tyrkland er bandalagsríki Íslands innan NATO auk þess sem Réttlætis- og framfaraflokkur Recep Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins í Evrópusamtökum íhalds- og umbótasinna.

Plakat með mynd af HaukiHaukur er sagður píslarvottur í Afrin á plakati í höfuðborg Grikklands.

Fjöldi þjóðþekktra Íslendinga sendi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra opið bréf þann 23. apríl síðastliðinn, kallaði eftir metnaðarfyllri aðgerðum og gerði athugasemdir við að svo virtist sem rannsókn utanríkisráðuneytisins á hvarfi Hauks hefði verið framkvæmd „með sem minnstri fyrirhöfn og með það fyrir augum að styggja ekki tyrknesk yfirvöld – þau sömu og talin eru hafa sært, handsamað eða jafnvel myrt Hauk“. Katrín hefur því svarað að málið sé í algjörum forgangi hjá utanríkisþjónustunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár