Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram 138 fyrirspurnir frá því að hann tók fyrst sæti á þingi. Megnið af þeim, eða 101 fyrirspurn, kom á þingi síðasta vetrar. Sitt sýnist hverjum um fyrirspurnirnar og hafa ráðherrar og stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar gagnrýnt fjölda þeirra og umfang. Ljóst er þó að mikið af upplýsingum hafa komið fram í dagsljósið sem farið hefðu leynt ef ekki hefði verið fyrir fyrirspurnir Björns Levís á þingi.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.
Það sem við vitum vegna Björns Levís
Þingmaður Pírata hefur hlotið bæði gagnrýni og lof fyrir þann mikla fjölda fyrirspurna sem hann hefur lagt fram á Alþingi. Töluvert af upplýsingum hefur komið fram í dagsljósið sem áður voru á huldu. Fjármálaráðherra sagði fyrirspurnirnar komnar út í tóma þvælu.

Athugasemdir