Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, gantaðist með fjölda nauðgana íræðu sem hann hélt í borginni Mandaue í gærkvöldi.
Duterte, sem hefur vakið hörð viðbrögð um allan heim vegna morða á fíkniefnaneytendum og -sölum án dóms og laga, hefur ítrekað sýnt kvenfyrirlitningu á opinberum vettvangi.
„Þeir segja að margar nauðganir hafi átt sér stað í Davao. Svo lengi sem það eru margar fallegar konur eru margar nauðganir. Hver samþykkir hvort sem er að gera það í fyrstu tilraun?“ sagði Duterte meðal annars í ræðu sinni.
Athygli vakti í fyrra þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti hrósaði Duterte í hástert fyrir aðgerðir í fíkniefnamálum í símtali þeirra á milli, sem greint var frá opinberlega eftir að útskrift þess var lekið. „Þú vinnur frábært starf,“ sagði Trump.
Síðar, í nóvember í fyrra, sagði Trump þá eiga vel saman. „Við náum frábærlega saman,“ sagði hann.
Athugasemdir