Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Lögfræðingur ASÍ segir ummæli forsætisráðherra „röng og villandi“

Magnús Norð­dahl, lög­fræð­ing­ur ASÍ, seg­ir Katrínu Jak­obs­dótt­ur hafa far­ið rangt með mál í Kast­ljósi RÚV í gær varð­andi fryst­ingu launa þeirra sem féllu und­ir Kjara­ráð.

Lögfræðingur ASÍ segir ummæli forsætisráðherra „röng og villandi“

Lögfræðingur ASÍ segir að ummæli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um frystingu launa þeirra sem áður heyrðu undir kjararáð séu „bæði röng og villandi“. Ákvörðun stjórnvalda um frystingu launa í stað „leiðréttingar og lækkunar“ muni kosta ríkissjóð 1,3 milljarða króna til ársloka 2021. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. 

Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, bendir á að minnihluti starfshóps forsætisráðherra sem skipaður hafi verið í ársbyrjun lagði til lækkun launa forseta, ráðherra, þingmenn, ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra með það að markmiði að stuðla að sáttum á vinnumarkaði. Telur hann ljóst að sú leið hefði falið í sér samræmi á borð við það sem Katrín talar um. Leiðin sem varð ofan á leiði hins vegar ekki til slíks samræmis fyrr en árið 2021.

„Í Kastljósi RUV í gær sagði forsætisráðherra að frysting launa þeirra sem áður heyrðu undir Kjararáð kæmi launum þeirra í „ákveðið samræmi“ við almennt launafólk í árslok 2018,“ segir Magnús. „Þessi fullyrðing er bæði röng og villandi.“

Magnús segir illskiljanlegt að Katrín hafi ekki tekið þá ákvörðun að lækka launin. „Ef fallist hefði verið á niðurstöðu minnihlutans hefði það þýtt, að launum æðstu stjórnenda ríkisins yrði strax komið í takt við almennt launafólk og útafkeyrslan hvað þá varðar leiðrétt,“ segir hann. „Laun dómara og lægra settra stjórnenda yrðu hins vegar fryst og það er rétt sem forsætisráðherra sagði í gær að ákveðið samræmi milli þeirra og almenns launafólks næst að meðaltali við lok þessa árs. Það á hins vegar alls ekki við um hana sjálfa, aðra ráðherra, þingmenn, ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra ráðuneytanna.  Það „ákveðna samræmi“ næst ekki fyrr en við lok árs 2021.“

Bendir Magnús á að um talsverðar fjárhæðir séu að ræða hvað varðar muninn á „frystingu“ eða „leiðréttingu og lækkun“ launa þessara aðila. Laun, lífeyrisframlög og annar launakostnaður nemi 1,3 milljörðum króna til ársloka 2021 umfram þá leið sem minnihlutinn lagði til. „Meirihlutinn taldi að þessir hópar hefðu „lögmætar væntingar“ um að fá að njóta þessara greiðslna áfram og það þrátt fyrir þá megin niðurstöðu sína að Kjararáð hafi farið fram úr valdheimildum í úrskurðum sínum árið 2016,“ segir Magnús. „Minnihluti starfshópsins taldi að æðstu stjórnendur ríkisins gætu ekki haft lögmætar væntingar um að ríkið héldi áfram að framkvæma ólögmætar og afturkallanlegar ákvarðanir. Ummæli forsætisráðherra í Kastljósi RUV í gær voru því bæði efnislega röng og afar villandi þegar heildarmyndin er skoðuð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
5
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár