Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lögfræðingur ASÍ segir ummæli forsætisráðherra „röng og villandi“

Magnús Norð­dahl, lög­fræð­ing­ur ASÍ, seg­ir Katrínu Jak­obs­dótt­ur hafa far­ið rangt með mál í Kast­ljósi RÚV í gær varð­andi fryst­ingu launa þeirra sem féllu und­ir Kjara­ráð.

Lögfræðingur ASÍ segir ummæli forsætisráðherra „röng og villandi“

Lögfræðingur ASÍ segir að ummæli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um frystingu launa þeirra sem áður heyrðu undir kjararáð séu „bæði röng og villandi“. Ákvörðun stjórnvalda um frystingu launa í stað „leiðréttingar og lækkunar“ muni kosta ríkissjóð 1,3 milljarða króna til ársloka 2021. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. 

Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, bendir á að minnihluti starfshóps forsætisráðherra sem skipaður hafi verið í ársbyrjun lagði til lækkun launa forseta, ráðherra, þingmenn, ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra með það að markmiði að stuðla að sáttum á vinnumarkaði. Telur hann ljóst að sú leið hefði falið í sér samræmi á borð við það sem Katrín talar um. Leiðin sem varð ofan á leiði hins vegar ekki til slíks samræmis fyrr en árið 2021.

„Í Kastljósi RUV í gær sagði forsætisráðherra að frysting launa þeirra sem áður heyrðu undir Kjararáð kæmi launum þeirra í „ákveðið samræmi“ við almennt launafólk í árslok 2018,“ segir Magnús. „Þessi fullyrðing er bæði röng og villandi.“

Magnús segir illskiljanlegt að Katrín hafi ekki tekið þá ákvörðun að lækka launin. „Ef fallist hefði verið á niðurstöðu minnihlutans hefði það þýtt, að launum æðstu stjórnenda ríkisins yrði strax komið í takt við almennt launafólk og útafkeyrslan hvað þá varðar leiðrétt,“ segir hann. „Laun dómara og lægra settra stjórnenda yrðu hins vegar fryst og það er rétt sem forsætisráðherra sagði í gær að ákveðið samræmi milli þeirra og almenns launafólks næst að meðaltali við lok þessa árs. Það á hins vegar alls ekki við um hana sjálfa, aðra ráðherra, þingmenn, ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra ráðuneytanna.  Það „ákveðna samræmi“ næst ekki fyrr en við lok árs 2021.“

Bendir Magnús á að um talsverðar fjárhæðir séu að ræða hvað varðar muninn á „frystingu“ eða „leiðréttingu og lækkun“ launa þessara aðila. Laun, lífeyrisframlög og annar launakostnaður nemi 1,3 milljörðum króna til ársloka 2021 umfram þá leið sem minnihlutinn lagði til. „Meirihlutinn taldi að þessir hópar hefðu „lögmætar væntingar“ um að fá að njóta þessara greiðslna áfram og það þrátt fyrir þá megin niðurstöðu sína að Kjararáð hafi farið fram úr valdheimildum í úrskurðum sínum árið 2016,“ segir Magnús. „Minnihluti starfshópsins taldi að æðstu stjórnendur ríkisins gætu ekki haft lögmætar væntingar um að ríkið héldi áfram að framkvæma ólögmætar og afturkallanlegar ákvarðanir. Ummæli forsætisráðherra í Kastljósi RUV í gær voru því bæði efnislega röng og afar villandi þegar heildarmyndin er skoðuð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
6
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár