Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lögfræðingur ASÍ segir ummæli forsætisráðherra „röng og villandi“

Magnús Norð­dahl, lög­fræð­ing­ur ASÍ, seg­ir Katrínu Jak­obs­dótt­ur hafa far­ið rangt með mál í Kast­ljósi RÚV í gær varð­andi fryst­ingu launa þeirra sem féllu und­ir Kjara­ráð.

Lögfræðingur ASÍ segir ummæli forsætisráðherra „röng og villandi“

Lögfræðingur ASÍ segir að ummæli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um frystingu launa þeirra sem áður heyrðu undir kjararáð séu „bæði röng og villandi“. Ákvörðun stjórnvalda um frystingu launa í stað „leiðréttingar og lækkunar“ muni kosta ríkissjóð 1,3 milljarða króna til ársloka 2021. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. 

Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, bendir á að minnihluti starfshóps forsætisráðherra sem skipaður hafi verið í ársbyrjun lagði til lækkun launa forseta, ráðherra, þingmenn, ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra með það að markmiði að stuðla að sáttum á vinnumarkaði. Telur hann ljóst að sú leið hefði falið í sér samræmi á borð við það sem Katrín talar um. Leiðin sem varð ofan á leiði hins vegar ekki til slíks samræmis fyrr en árið 2021.

„Í Kastljósi RUV í gær sagði forsætisráðherra að frysting launa þeirra sem áður heyrðu undir Kjararáð kæmi launum þeirra í „ákveðið samræmi“ við almennt launafólk í árslok 2018,“ segir Magnús. „Þessi fullyrðing er bæði röng og villandi.“

Magnús segir illskiljanlegt að Katrín hafi ekki tekið þá ákvörðun að lækka launin. „Ef fallist hefði verið á niðurstöðu minnihlutans hefði það þýtt, að launum æðstu stjórnenda ríkisins yrði strax komið í takt við almennt launafólk og útafkeyrslan hvað þá varðar leiðrétt,“ segir hann. „Laun dómara og lægra settra stjórnenda yrðu hins vegar fryst og það er rétt sem forsætisráðherra sagði í gær að ákveðið samræmi milli þeirra og almenns launafólks næst að meðaltali við lok þessa árs. Það á hins vegar alls ekki við um hana sjálfa, aðra ráðherra, þingmenn, ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra ráðuneytanna.  Það „ákveðna samræmi“ næst ekki fyrr en við lok árs 2021.“

Bendir Magnús á að um talsverðar fjárhæðir séu að ræða hvað varðar muninn á „frystingu“ eða „leiðréttingu og lækkun“ launa þessara aðila. Laun, lífeyrisframlög og annar launakostnaður nemi 1,3 milljörðum króna til ársloka 2021 umfram þá leið sem minnihlutinn lagði til. „Meirihlutinn taldi að þessir hópar hefðu „lögmætar væntingar“ um að fá að njóta þessara greiðslna áfram og það þrátt fyrir þá megin niðurstöðu sína að Kjararáð hafi farið fram úr valdheimildum í úrskurðum sínum árið 2016,“ segir Magnús. „Minnihluti starfshópsins taldi að æðstu stjórnendur ríkisins gætu ekki haft lögmætar væntingar um að ríkið héldi áfram að framkvæma ólögmætar og afturkallanlegar ákvarðanir. Ummæli forsætisráðherra í Kastljósi RUV í gær voru því bæði efnislega röng og afar villandi þegar heildarmyndin er skoðuð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Brotaþolinn tekur skellinn
6
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár