„Þau horfðu á mig eins og ég væri frá annarri plánetu,“ segir Sævar Finnbogason, doktorsnemi í heimspeki, í færslu á Facebook um reynslu sína af heimsókn á spítala í finnsku borginni Turku.
Stundin fjallaði á dögunum um íslenska heilbrigðiskerfið í samanburði við Norðurlöndin. Þegar kerfið er borið saman við kerfi hinna Norðurlandaþjóðanna kemur í ljós að Íslendingar borga almennt meira fyrir lyf og þjónustu en þekkist þar.
Sævar þurfti að sækja sér læknisþjónustu vegna augnbólgna sem ollu honum miklum óþægindum. „Þetta var skrítinn spítali. Þarna var allt starfsfólk sem ég sá afslappað, stutt í brosið, enginn á hlaupum og enginn uppgefinn.“ Þá var Sævari tilkynnt að heimsóknin á spítalann yrði honum dýr enda væri hann hvorki barn, ellilífeyrisþegi né öryrki. Sennilega yrði hann að borga milli 20 til 30 evrur, það er um 2.500 til 3.700 krónur.
Þegar Sævar spurði lækninn sem sinnti honum hvort posi væri á staðnum segir …
Athugasemdir