Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga fær greiddar rúmar 235 þúsund krónur á mánuði fyrir formennskuna. Þar að auki fær formaðurinn greidda allt að 40 yfirvinnutíma á mánuði fyrir viðbótarvinnu sem hann sinnir, og snýr ekki beint að stjórnarfundum Sambandsins. Sé greitt fyrir alla 40 yfirvinnutímana nemur sú upphæð allt að 245 þúsund krónum. Samtals gæti formaðurinn því fengið greiddar 480 þúsund krónur á mánuði.
Tveir líklegir
Halldór Halldórsson, fyrrverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun láta af embætti formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga eftir tólf ára samfellda setu, en hann hefur látið af afskiptum af sveitarstjórnarmálum. Tveir bæjarstjórar hafa fengið sérstakar áskoranir um að gefa kost á sér í embætti formanns, þau Aldís Hafsteinsdóttir í Hveragerði og Gunnar Einarsson í Garðabæ.
Gæti hækkað í 2,7 milljónir
Yrði Gunnar kjörinn myndu greiðslur til hans fyrir setu á stól formanns bætast ofan á laun hans sem bæjarfulltrúa og sem bæjastjóra í Garðabæ. Gunnar hafði lýst …
Athugasemdir