Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Nasísk hryðjuverkasamtök sækja sér íslenska meðlimi: „MÚSLIMALAUST ÍSLAND!“

„Ég fann fyr­ir blöndu af hræðslu og reiði,“ seg­ir ung­ur pilt­ur í Kópa­vogi sem fékk send skila­boð á veg­um sam­taka sem berj­ast fyr­ir þjóð­ern­is-fé­lags­hyggju, eða nas­isma, á Ís­landi.

Nasísk hryðjuverkasamtök sækja sér íslenska meðlimi: „MÚSLIMALAUST ÍSLAND!“
Jökull Ingi Þorvaldsson Hefur kvartað til fjarskiptafyrirtækis síns vegna sms-sendinga frá nasískum samtökum þar sem reynt er að afla stuðnings við hatursherferð gegn múslimum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Eftirmiðdegi mánudags 20. ágúst 2018 bárust Jökli Inga Þorvaldssyni, 17 ára framhaldsskólanema í Kópavogi, smáskilaboð sem vöktu honum ugg í brjósti. Þar sagði: „Ísland þarf þjóðernis félagshyggju og Ísland þarf á Norrænu mótstöðuhr-“. Þó skilaboðin væru ekki lengri fylgdi með tengill að heimasíðu Norðurvígis, samtökum sem einnig ganga undir nafninu Norræna mótstöðuhreyfingin og því að öllum líkindum vísað til þeirra. Þá voru Jökli send eftirfarandi orð: „MÚSLIMALAUST ÍSLAND!“ og hann þar næst hvattur til að ganga til liðs við samtökin. 

SkilaboðinÞessi skilaboð voru send Jökli á dögunum.

Norðurvígi er skandinavísk hreyfing sem beitir sér fyrir bættum kjörum innfæddra með áróðri á kostnað fólks af minnihlutahópum, til dæmis þeirra sem eiga ættir að rekja til Mið-Austurlanda. Samtökin kenna sig opinberlega og með stolti við þjóðernis-félagshyggju, en þeirri hugmyndafræði var síðast fylgt eftir í Þriðja ríki Hitlers í Þýskalandi á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar og var hugmyndin sem var drifkrafturinn að helförinni, þar sem milljónir gyðinga og fólk af öðrum minnihlutahópum var líflátið í útrýmingarbúðum. 

Á vefsíðu Norðurvígis er þjóðernis-félagshyggjunni lýst þannig að hún viðurkenni að sameiginlegar erfðir veiti dýpri samkennd en einungis félagslegir þættir. Norðurvígi hafa einnig verið tengd við hryðjuverkaárásir nýnasista á Norðurlöndum, til að mynda hafa meðlimir samtakanna í Svíþjóð staðið fyrir þremur sprengjutilræðum í Gautaborg. Líkt og Stundin greindi frá fyrr í sumar voru þau nefnd í skýrslu ríkislögreglustjóra um hryðjuverkaógn.

Atvikið olli Jökli skelfingu og áframsendi hann skilaboðin um hæl á fjarskiptafyrirtæki sitt, ásamt vangaveltum um hvort slík útbreiðsla áróðurs sé lögleg, þar eð hann hefur ekki skráð sig á neinn lista hjá samtökunum. Jökull er virkur þátttakandi í ýmiss konar ungmennastarfi og hefur meðal annars talað fyrir réttindum flóttafólks.

Skilaboð Jökuls

Aðspurður hvort hann telji sendinguna persónulega beinast að sér segir hann líklegra að Norðurvígi hafi keypt aðgang að númeralista af símaveri og sendi nú áróðurinn á viðkvæma hópa, til dæmis ungmenni og fólk á eldri árum. „Ég var að labba út úr búðinni þegar fyrstu skilaboðin komu og hugsaði bara „fokk“. Ég hafði heyrt af þessum samtökum áður. En þegar hin skilaboðin, „Múslimalaust Ísland“, komu missti ég það. Ég fann fyrir blöndu af hræðslu og reiði. Hversu mörg ungmenni eða fólk almennt fengu þessi skilaboð, kannski börn sem eru fædd inn í blandaða fjölskyldu? Það er ömurlegt að eitthvað svona geti gerst á Íslandi. Ég ætla rétt að vona að sá sem ber ábyrgð á þessu þurfi að standa skil gjörða sinna og að þessi veira nái aldrei setu hér á landi.“

Lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga girða fyrir notkun af þessu tagi. Sömu aðferð var beitt af stjórnmálaflokkum í aðdraganda kosninga í fyrra og komst Póst- og fjarskiptastofnun að þeirri niðurstöðu að tveir stjórnmálaflokkar, sem sendu tugþúsundum smáskilaboð fyrir alþingiskosningar, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins, hefðu brotið fjarskiptalög.

Einnig má færa efni skilaboðanna undir 233. gr. a almennra hegningarlaga, sem fjallar um hatursorðræðu, en boð um land án iðkenda ákveðins trúarbragðs birtust Jökli sem augljós ógnun. Númerið sem skilaboðin komu úr er norskt. Bæði Jökull og greinarhöfundur gerðu tilraun til að hringja í það en símtölin náðu ekki í gegn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár