Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nasísk hryðjuverkasamtök sækja sér íslenska meðlimi: „MÚSLIMALAUST ÍSLAND!“

„Ég fann fyr­ir blöndu af hræðslu og reiði,“ seg­ir ung­ur pilt­ur í Kópa­vogi sem fékk send skila­boð á veg­um sam­taka sem berj­ast fyr­ir þjóð­ern­is-fé­lags­hyggju, eða nas­isma, á Ís­landi.

Nasísk hryðjuverkasamtök sækja sér íslenska meðlimi: „MÚSLIMALAUST ÍSLAND!“
Jökull Ingi Þorvaldsson Hefur kvartað til fjarskiptafyrirtækis síns vegna sms-sendinga frá nasískum samtökum þar sem reynt er að afla stuðnings við hatursherferð gegn múslimum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Eftirmiðdegi mánudags 20. ágúst 2018 bárust Jökli Inga Þorvaldssyni, 17 ára framhaldsskólanema í Kópavogi, smáskilaboð sem vöktu honum ugg í brjósti. Þar sagði: „Ísland þarf þjóðernis félagshyggju og Ísland þarf á Norrænu mótstöðuhr-“. Þó skilaboðin væru ekki lengri fylgdi með tengill að heimasíðu Norðurvígis, samtökum sem einnig ganga undir nafninu Norræna mótstöðuhreyfingin og því að öllum líkindum vísað til þeirra. Þá voru Jökli send eftirfarandi orð: „MÚSLIMALAUST ÍSLAND!“ og hann þar næst hvattur til að ganga til liðs við samtökin. 

SkilaboðinÞessi skilaboð voru send Jökli á dögunum.

Norðurvígi er skandinavísk hreyfing sem beitir sér fyrir bættum kjörum innfæddra með áróðri á kostnað fólks af minnihlutahópum, til dæmis þeirra sem eiga ættir að rekja til Mið-Austurlanda. Samtökin kenna sig opinberlega og með stolti við þjóðernis-félagshyggju, en þeirri hugmyndafræði var síðast fylgt eftir í Þriðja ríki Hitlers í Þýskalandi á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar og var hugmyndin sem var drifkrafturinn að helförinni, þar sem milljónir gyðinga og fólk af öðrum minnihlutahópum var líflátið í útrýmingarbúðum. 

Á vefsíðu Norðurvígis er þjóðernis-félagshyggjunni lýst þannig að hún viðurkenni að sameiginlegar erfðir veiti dýpri samkennd en einungis félagslegir þættir. Norðurvígi hafa einnig verið tengd við hryðjuverkaárásir nýnasista á Norðurlöndum, til að mynda hafa meðlimir samtakanna í Svíþjóð staðið fyrir þremur sprengjutilræðum í Gautaborg. Líkt og Stundin greindi frá fyrr í sumar voru þau nefnd í skýrslu ríkislögreglustjóra um hryðjuverkaógn.

Atvikið olli Jökli skelfingu og áframsendi hann skilaboðin um hæl á fjarskiptafyrirtæki sitt, ásamt vangaveltum um hvort slík útbreiðsla áróðurs sé lögleg, þar eð hann hefur ekki skráð sig á neinn lista hjá samtökunum. Jökull er virkur þátttakandi í ýmiss konar ungmennastarfi og hefur meðal annars talað fyrir réttindum flóttafólks.

Skilaboð Jökuls

Aðspurður hvort hann telji sendinguna persónulega beinast að sér segir hann líklegra að Norðurvígi hafi keypt aðgang að númeralista af símaveri og sendi nú áróðurinn á viðkvæma hópa, til dæmis ungmenni og fólk á eldri árum. „Ég var að labba út úr búðinni þegar fyrstu skilaboðin komu og hugsaði bara „fokk“. Ég hafði heyrt af þessum samtökum áður. En þegar hin skilaboðin, „Múslimalaust Ísland“, komu missti ég það. Ég fann fyrir blöndu af hræðslu og reiði. Hversu mörg ungmenni eða fólk almennt fengu þessi skilaboð, kannski börn sem eru fædd inn í blandaða fjölskyldu? Það er ömurlegt að eitthvað svona geti gerst á Íslandi. Ég ætla rétt að vona að sá sem ber ábyrgð á þessu þurfi að standa skil gjörða sinna og að þessi veira nái aldrei setu hér á landi.“

Lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga girða fyrir notkun af þessu tagi. Sömu aðferð var beitt af stjórnmálaflokkum í aðdraganda kosninga í fyrra og komst Póst- og fjarskiptastofnun að þeirri niðurstöðu að tveir stjórnmálaflokkar, sem sendu tugþúsundum smáskilaboð fyrir alþingiskosningar, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins, hefðu brotið fjarskiptalög.

Einnig má færa efni skilaboðanna undir 233. gr. a almennra hegningarlaga, sem fjallar um hatursorðræðu, en boð um land án iðkenda ákveðins trúarbragðs birtust Jökli sem augljós ógnun. Númerið sem skilaboðin komu úr er norskt. Bæði Jökull og greinarhöfundur gerðu tilraun til að hringja í það en símtölin náðu ekki í gegn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár