Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Salome missti son sinn vegna lyfjamisnotkunar

Mis­notk­un sterkra verkjalyfja hef­ur auk­ist hjá ungu fólki og dauðs­föll vegna of­neyslu lyf­seð­ils­skyldra lyfja, en ró­andi lyf eru einnig hluti af neyslu ung­menna. Fjöldi dauðs­falla eru til rann­sókn­ar. Móð­ir sem missti son sinn í mars seg­ir það skelfi­lega stað­reynd að ungt fólk noti lyf án þess að þekkja af­leið­ing­arn­ar.

Salome missti son sinn vegna lyfjamisnotkunar
Minnast Bjarna Þórs Fjölskylda og vinir söfnuðu yfir hálfri milljón króna í Reykjavíkurmaraþoninu til minningar um Bjarna Þór sem lést í mars. Mynd: Salome Tynes

Misnotkun ungs fólks á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur aukist á undanförnum árum og vísbendingar eru uppi um að andlát vegna ofneyslu lyfja hafi aukist það sem af er ári. Ópíumfaraldurinn dregur tugi þúsunda til dauða í Bandaríkjunum á hverju ári og heyja fjölskyldur og vinir ungmenna baráttu gegn uppgangi hans á Íslandi með myllumerkinu #egabaraeittlif.

„Það er skelfileg staðreynd að ungir krakkar séu að taka inn einhverjar töflur og lyf án þess að hafa hugmynd um afleiðingarnar,“ segir Salome Tynes, sem missti son sinn, Bjarna Þór, í mars. Fjölskylda hans og vinir söfnuðu yfir hálfri milljón króna með áheitasöfnun í Reykjavíkurmaraþoninu, til styrktar Minningarsjóði Einars Darra ætluðum ungmennum í fíknivanda. Á síðu móður hans segir að það þurfi vitundarvakningu hjá ungu fólki um skaðsemi fíkniefna, það að fikta við lyf sé eins og rússnesk rúlletta. 

Salome setti færslu á Facebook um söfnunina og fékk góð viðbrögð, en hún hafði ekki áður …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár