Misnotkun ungs fólks á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur aukist á undanförnum árum og vísbendingar eru uppi um að andlát vegna ofneyslu lyfja hafi aukist það sem af er ári. Ópíumfaraldurinn dregur tugi þúsunda til dauða í Bandaríkjunum á hverju ári og heyja fjölskyldur og vinir ungmenna baráttu gegn uppgangi hans á Íslandi með myllumerkinu #egabaraeittlif.
„Það er skelfileg staðreynd að ungir krakkar séu að taka inn einhverjar töflur og lyf án þess að hafa hugmynd um afleiðingarnar,“ segir Salome Tynes, sem missti son sinn, Bjarna Þór, í mars. Fjölskylda hans og vinir söfnuðu yfir hálfri milljón króna með áheitasöfnun í Reykjavíkurmaraþoninu, til styrktar Minningarsjóði Einars Darra ætluðum ungmennum í fíknivanda. Á síðu móður hans segir að það þurfi vitundarvakningu hjá ungu fólki um skaðsemi fíkniefna, það að fikta við lyf sé eins og rússnesk rúlletta.
Salome setti færslu á Facebook um söfnunina og fékk góð viðbrögð, en hún hafði ekki áður …
Athugasemdir