Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Íslensk nýnasistasíða hýst af hulduaðila á Klapparstíg í gagnaveri Advania

Vef­síða nýnas­ista sem dreifðu áróðri í Hlíða­hverfi er hýst af huldu­fyr­ir­tæk­inu OrangeWebsite sem kaup­ir þjón­ustu frá Advania. Sama fyr­ir­tæki hýs­ir fjölda klám- og vænd­is­s­íðna í ís­lensku gagna­veri. „Ekki hlut­verk in­ter­net­þjón­ustu­að­ila að rit­skoða net­ið,“ seg­ir for­stöðu­mað­ur hjá Advania.

Íslensk nýnasistasíða hýst af hulduaðila á Klapparstíg í gagnaveri Advania
Nýnasistar dreifðu límmiðum Hópur sem segist tengjast samnorrænum nýnasistasamtökum dreifði áróðri í Hlíðahverfi í vikunni.

Vefsíðan Norðurvígi.is, sem Íslandsdeild nýnasistahópsins „Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar“ heldur úti, er hýst í Thor Data Center, gagnaveri Advania á Íslandi. Huldufélagið OrangeWebsite er hýsingaraðili síðunnar, en félagið hýsir fjölda alþjóðlegra klám- og vændissíðna og er skráð til húsa á Klapparstíg, þótt þar sé enga skrifstofu að finna. Þar til í september 2017 hýsti félagið eina umsvifamestu nýnasistasíðu heims, The Daily Stormer, en íslenskt lén síðunnar var tekið niður af ISNIC í samráði við lögreglu.

IceNetworks Ltd. er eigandi OrangeWebsite og er skráð í Mið-Ameríkuríkinu Belís, einu af fjölmörgum skattaskjólum heimsins. Á vefsíðu OrangeWebsite er Advania sagður einn af samstarfsaðilum þess „sem deilir vinnusiðferði og gildum með okkur“. Þar kemur einnig fram að félagið hafi verið stofnað af tveimur skandinavískum internet-áhugamönnum, það sé staðsett á Íslandi og hafi það að markmiði að „bjóða öllum í heiminum jöfn tækifæri til að birta orð sín með frjálsum hætti án þess að verða fyrir áreiti …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár