Vefsíðan Norðurvígi.is, sem Íslandsdeild nýnasistahópsins „Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar“ heldur úti, er hýst í Thor Data Center, gagnaveri Advania á Íslandi. Huldufélagið OrangeWebsite er hýsingaraðili síðunnar, en félagið hýsir fjölda alþjóðlegra klám- og vændissíðna og er skráð til húsa á Klapparstíg, þótt þar sé enga skrifstofu að finna. Þar til í september 2017 hýsti félagið eina umsvifamestu nýnasistasíðu heims, The Daily Stormer, en íslenskt lén síðunnar var tekið niður af ISNIC í samráði við lögreglu.
IceNetworks Ltd. er eigandi OrangeWebsite og er skráð í Mið-Ameríkuríkinu Belís, einu af fjölmörgum skattaskjólum heimsins. Á vefsíðu OrangeWebsite er Advania sagður einn af samstarfsaðilum þess „sem deilir vinnusiðferði og gildum með okkur“. Þar kemur einnig fram að félagið hafi verið stofnað af tveimur skandinavískum internet-áhugamönnum, það sé staðsett á Íslandi og hafi það að markmiði að „bjóða öllum í heiminum jöfn tækifæri til að birta orð sín með frjálsum hætti án þess að verða fyrir áreiti …
Athugasemdir