Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Lögreglumaðurinn sem þrjár stúlkur kærðu fyrir kynferðisbrot vill 1,5 milljónir frá blaðakonu Stundarinnar

Þrjár barn­ung­ar stúlk­ur kærðu Að­al­berg Sveins­son lög­reglu­mann fyr­ir kyn­ferð­is­brot. Lög­regl­an ákvað að hann yrði ekki færð­ur til í starfi. Mál­in voru öll felld nið­ur. Nú hót­ar hann að fara með blaða­konu Stund­ar­inn­ar fyr­ir dóm vegna orða­lags í frétt um mál­ið, fái hann ekki af­sök­un­ar­beiðni og 1,5 millj­ón­ir króna í bæt­ur.

Lögreglumaðurinn sem þrjár stúlkur kærðu fyrir kynferðisbrot vill 1,5 milljónir frá blaðakonu Stundarinnar
Lögreglumaðurinn Aðalbergur Sveinsson var kjörinn formaður Lögreglufélags Reykjavíkur eftir að hann var kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. Málið, og tvö önnur gegn honum fyrir sömu brot, voru felld niður. Mynd: Pressphotos

Aðalbergur Sveinsson, lögreglumaður sem ekki var leystur frá störfum þrátt fyrir að þrjár barnungar stúlkur kærðu hann fyrir kynferðisbrot, krefst þess að fá greiddar 1,5 milljónir króna í miskabætur frá blaðakonu Stundarinnar vegna orðalags í frétt um stöðu hans innan lögreglunnar. Aðalbergur hefur sent aðvörun um málshöfðun vegna málsins og því gæti svo farið að málið fari loksins fyrir dóm, en með hann sem stefnanda frekar en sakborning.

Þrjár ungar konur hafa undanfarið stigið fram og greint frá því að þær hefðu kært Aðalberg fyrir kynferðisbrot, sem þær segja hann hafa framið þegar þær voru á barnsaldri, án þess að það hefði haft áhrif á störf hans hjá lögreglunni. Ein konan, Helga Elín Herleifsdóttir, sagði frá reynslu sinni ásamt móður sinni í viðtali hjá tímaritinu Mannlífi og greindi frá því að Aðalbergur hefði verið sendur í útkall að heimili þeirra fyrr á þessu ári, þrátt fyrir að hún hefði kært hann fyrir að brjóta gegn sér sem barni. Honum var því hvorki vikið frá störfum né var aðkoma hans að meintum þolendum hans takmörkuð í starfi hans sem lögregluþjónn, og var afleiðingin meðal annars að meintur þolandi í málinu treysti ekki löggæslunni.

Naut trausts hjá lögreglunni

Í frétt Stundarinnar þann 22. júní 2018, sem málshöfðunarhótunin snýr að, var greint frá því að Aðalbergur hefði notið trausts hjá lögreglunni, þrátt fyrir kærurnar, og að hann hefði meðal annars verið kjörinn formaður Lögreglufélags Reykjavíkur eftir að hann var kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni.

Tekið skal fram að öll þrjú kærumálin gegn honum voru felld niður og ekki ákært í þeim, meðal annars vegna skorts á sönnunargögnum. Í slíkum málum er ekki sérstaklega horft til þess að fleiri en einn aðili kæri fyrir samsvarandi hegðun.

Stúlkurnar voru skólasystur

Allar stúlkurnar þrjár greindu frá því að Aðalbergur hefði þuklað á kynfærum þeirra og sagði ein þeirra, fyrrverandi stjúpdóttir hans, að hann hefði meðal annars stungið fingri inn í leggöng hennar. Stúlkurnar þrjár voru allar í sama grunnskólanum og í sama árgangi. 

Kiana Sif LimehouseStjúpdóttir lögreglumannsins kærði hann fyrir kynferðisbrot.

Aðalbergur var stjúpfaðir Kiönu Sifjar Limehouse, en önnur stúlknanna kærði kynferðisbrot í sumarbústaðarferð þegar hún var tíu ára gömul og sú þriðja, Lovísa Sól Sveinsdóttir, var besta vinkona Kiönu og oft gestkomandi heima hjá henni, og þar með Aðalbergi. Hún brotnaði niður árið 2013 og greindi föður sínum frá því að stjúpfaðir Kiönu hefði þuklað á henni ítrekað árin 2010 til 2011 og beint til hennar að segja ekki frá. „Ég hef einu sinni séð hann frá því að ég kærði hann, það var í Kringlunni. Ég bara fraus og gat ekki hreyft mig. Loks byrjaði ég bara að gráta og endaði á því að hlaupa út,“ sagði hún í samtali við DV á dögunum, þar sem þær stigu fram í sameiningu og sögðu sögu sína.

Diljá SigurðardóttirBlaðamaður Stundarinnar fékk sent kröfubréf frá lögreglumanni sem krefur hana um 1,5 milljónir króna í bætur vegna orðalags í frétt um þrjár kærur á hendur honum vegna áskana um að brjóta kynferðislega gegn börnum.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sendi Diljá Sigurðardóttur, blaðakonu Stundarinnar, og ritstjórum Stundarinnar, kröfubréf í kjölfar birtingar fréttarinnar um að Aðalbergur hefði notið trausts lögreglunnar þrátt fyrir kærurnar, þar sem gefinn var sólarhringsfrestur til að verða við kröfum um að greiða Aðalbergi 1,5 milljónir króna og birta opinberlega afsökunarbeiðni. „Að þeim tíma liðnum er áskilinn réttur til þess að höfða dómsmál á hendur þér án frekari viðvörunar,“ sagði í bréfinu. Ekki var orðið við kröfunum, en orðalagi í frétt Stundarinnar var breytt úr „nauðgunarkærum“ í „kynferðisbrotakærur“ til að koma til móts við athugasemdir Aðalbergs á meðan málið væri skoðað lögfræðilega.

Málshöfðunarhótunin snýr að skilgreiningu orðsins „nauðgun“

Krafa Vilhjálms fyrir hönd Aðalbergs snýr að því orðalagi fréttar Stundarinnar að vísa til „nauðgunarkæra“. 

Orðið „nauðgun“ er skilgreint í almennum hegningarlögum sem svo að það feli í sér „samræði eða önnur kynferðismök“. Skilgreiningin á því hvað „önnur kynferðismök“ vísar til hefur verið viðfangsefni fræðimanna á sviði lögfræði.

Flokkist athæfið að þukla á kynfærum barna ekki undir „önnur kynferðismök“ er um „kynferðislega áreitni“ að ræða, sem á við um aðra lagagrein og annan refsiramma en nauðgun. Í lögum er greint frá því að kynferðisleg áreitni „felst m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan.“ En það getur einnig flokkast undir „önnur kynferðismök“ að káfa á kynfærum. Í greinargerð með frumvarpi á Alþingi um breytingu á kynferðisbrotaköflum almennra hegningarlaga árið 2007 er munurinn á kynferðislegri áreitni og öðrum kynferðismökum aðgreindur með því hversu lengi þuklið varir og hver tilgangur þess er.

„Undir aðra kynferðislega áreitni mundi falla káf á kynfærum og brjóstum, sem varir stutta stund. Almennt er við það miðað að snerting sem fellur undir kynferðislega áreitni veiti geranda ekki kynferðislega fullnægingu. Sé háttsemin komin á það stig, t.d. áðurnefnt káf, fellur hún undir önnur kynferðismök.“

Í meistararitgerð í lögfræði frá árinu 2013 er fjallað um kynferðislega áreitni og mörk þess. „Mestar líkur verður að telja á því að skilin milli kynferðislegrar áreitni og annarra kynferðismaka verði óljós þegar háttsemi felst í snertingu kynfæra,“ segir þar. Snerting á kynfærum væri „önnur kynferðismök“, þegar „átt væri við kynferðislega misnotkun á líkama annarrar manneskju, er kæmi í stað hefðbundins samræðis eða hefði gildi sem slíkt (surrogat). Væru þetta athafnir sem veittu eða væru almennt til þess fallnar að veita hinum brotlega kynferðislega fullnægju.“

„Ég set þetta í flokk með barnaníði“

Aðalbergur hefur ekki viljað ræða málið við Stundina. 

Halldóra Baldursdóttir, móðir Helgu Elínar, hefur unnið að því að fá úrskurðað um ábyrgð og réttmæti vinnubragða lögreglunnar í málinu, bæði Ríkislögreglustjóra og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún telur að notkunin á orðinu „nauðgun“ falli að upplifun þolenda í málunum.

„Maðurinn hefur verið kærður í þrígang fyrir að brjóta kynferðislega gegn börnum“

„Maðurinn hefur verið kærður í þrígang fyrir að brjóta kynferðislega gegn börnum og að fara að hengja sig í einhvern svona orðhengilshátt... Nauðgun er náttúrlega bara líkamsárás þar sem fórnarlambið er neytt til einhverra athafna. Það er mín skilgreining á orðinu. Ég set þetta í flokk með barnaníði.“

Stundinni hefur ekki borist formleg stefna, en skilyrði hennar hafa nú verið uppfyllt með sendingu formlegrar aðvörunar um málshöfðun.

Fyrirvari um hagsmuni: Stundin er aðili að málinu sem fjallað er um.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
3
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
9
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár