Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fæðingarlæknir lýsir áhyggjum vegna kjaradeilu ljósmæðra

Að­eins fá­ein­ar vik­ur tek­ur að brjóta nið­ur þann mikla og góða ár­ang­ur sem náðst hef­ur varð­andi heil­brigð­is­þjón­ustu við nýbura og mæð­ur, seg­ir Brynja Ragn­ars­dótt­ir fæð­ing­ar­lækn­ir.

Fæðingarlæknir lýsir áhyggjum vegna kjaradeilu ljósmæðra
Hætta á ferðum Kjaradeila ljósmæðra við ríkið stefnir þjónustu við mæður og nýbura í hættu og bregðast verður skjótt við áður en það verður um seinan skrifar fæðingarlæknir. Mynd: Shutterstock

Ísland er einn besti staður í heimi hvað varðar fæðingar sé horft er til heilsu nýbura og mæðra. Í þeim efnum gegna ljósmæður lykilhlutverki. „Það tekur langan tíma að byggja upp svona góða þjónustu og árangur eins og við búum við á Íslandi en aðeins fáar vikur að brjóta niður. Því þarf að bregðast skjótt við áður en það er um seinan.“

Þetta segir Brynja Ragnarsdóttir fæðingarlæknir á Landspítala Íslands í færslu á Facebook. Brynja segir þar að hún sé vanalega stolt af því að vinna sem fæðingarlæknir hér á landi, „en nú hef ég áhyggjur“. Brynja bendir á að Ísland sé einn besti staður í heiminum þegar kemur að fæðingum, bæði hvað snýr að nýburum og mæðrum. Það sé hvorki tilviljun né tölfræði tengd höfðatölu sem þar ráði.

„Því er að þakka góðu aðgengi verðandi foreldra að meðgönguvernd og fæðingarþjónustu sem hefur hingað til verið vel mönnuð af hæfu fagfólki. Ljósmæður gegna þar lykilhlutverki og eiga stóran þátt í hversu vel gengur,“ skrifar Brynja.

Vítin að varast frá Bretlandi

Þá rekur Brynja að flestar konur fari í gegnum meðgöngu, fæðingu og sængurlegu án þess að þurfa á læknisaðstoð að halda, enda sé þeim vel sinnt af ljósmæðrum sem sjái einnig um langflestar ómskoðanir og skimi fyrir og greini hugsanleg vandamál sem upp geti komið. „Rannsóknir sýna að þar sem meðgöngu- og fæðingarþjónusta er byggð á ljósmæðrum (með góðu aðgengi að læknisþjónustu þegar við á) fækkar óþarfa inngripum í annars eðlilegt ferli og útkoman er betri. Þegar bregður útaf er góð samvinna ljósmæðra og fæðingarlækna nauðsynleg til að tryggja að allt fari á bestan veg.“

Í Bretlandi, skrifar Brynja, er einnig greiður aðgangur að ókeypis meðgöngu- og fæðingarþjónustu. Þar hafi árangurinn hins vegar verið mun síðri. Viðvarandi skortur sé á ljósmæðrum víða þar ytra sem hafi komið niður á þjónustu við konur á meðgöngu og í fæðingu. Þar sé nú í gangi átak til að reyna að snúa við þeirri þróun með því að fjölga ljósmæðrum verulega. „Það tekur langan tíma að byggja upp svona góða þjónustu og árangur eins og við búum við á Íslandi en aðeins fáar vikur að brjóta niður. Því þarf að bregðast skjótt við áður en það er um seinan.“

Ljósmæður felldu kjarasamningi snemma í síðasta mánuði kjarasamninga sem samninganefnd þeirra og samninganefnd ríkisins höfðu undirritað með miklum meirihluta. Kjaradeila ljósmæðra hefur staðið mánuðum saman og áður höfðu sjálfstætt starfandi ljósmæður sem sinna heimaþjónustu einnig staðið í deilum við ríkisvaldið. Þær lögðu niður störf seint í aprílmánuði en samningar tókust skömmu síðar. Nú er staðan sú að tólf ljósmæður sem sagt höfðu upp á Landspítala hættu störfum um síðustu mánaðarmót og í heildina hafa þrjátíu ljósmæður sagt upp á Landspítala. Þá tekur yfirvinnubann ljósmæðra gildi um miðjan mánuðinn, hafi ekki samist fyrir þann tíma.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár