Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fæðingarlæknir lýsir áhyggjum vegna kjaradeilu ljósmæðra

Að­eins fá­ein­ar vik­ur tek­ur að brjóta nið­ur þann mikla og góða ár­ang­ur sem náðst hef­ur varð­andi heil­brigð­is­þjón­ustu við nýbura og mæð­ur, seg­ir Brynja Ragn­ars­dótt­ir fæð­ing­ar­lækn­ir.

Fæðingarlæknir lýsir áhyggjum vegna kjaradeilu ljósmæðra
Hætta á ferðum Kjaradeila ljósmæðra við ríkið stefnir þjónustu við mæður og nýbura í hættu og bregðast verður skjótt við áður en það verður um seinan skrifar fæðingarlæknir. Mynd: Shutterstock

Ísland er einn besti staður í heimi hvað varðar fæðingar sé horft er til heilsu nýbura og mæðra. Í þeim efnum gegna ljósmæður lykilhlutverki. „Það tekur langan tíma að byggja upp svona góða þjónustu og árangur eins og við búum við á Íslandi en aðeins fáar vikur að brjóta niður. Því þarf að bregðast skjótt við áður en það er um seinan.“

Þetta segir Brynja Ragnarsdóttir fæðingarlæknir á Landspítala Íslands í færslu á Facebook. Brynja segir þar að hún sé vanalega stolt af því að vinna sem fæðingarlæknir hér á landi, „en nú hef ég áhyggjur“. Brynja bendir á að Ísland sé einn besti staður í heiminum þegar kemur að fæðingum, bæði hvað snýr að nýburum og mæðrum. Það sé hvorki tilviljun né tölfræði tengd höfðatölu sem þar ráði.

„Því er að þakka góðu aðgengi verðandi foreldra að meðgönguvernd og fæðingarþjónustu sem hefur hingað til verið vel mönnuð af hæfu fagfólki. Ljósmæður gegna þar lykilhlutverki og eiga stóran þátt í hversu vel gengur,“ skrifar Brynja.

Vítin að varast frá Bretlandi

Þá rekur Brynja að flestar konur fari í gegnum meðgöngu, fæðingu og sængurlegu án þess að þurfa á læknisaðstoð að halda, enda sé þeim vel sinnt af ljósmæðrum sem sjái einnig um langflestar ómskoðanir og skimi fyrir og greini hugsanleg vandamál sem upp geti komið. „Rannsóknir sýna að þar sem meðgöngu- og fæðingarþjónusta er byggð á ljósmæðrum (með góðu aðgengi að læknisþjónustu þegar við á) fækkar óþarfa inngripum í annars eðlilegt ferli og útkoman er betri. Þegar bregður útaf er góð samvinna ljósmæðra og fæðingarlækna nauðsynleg til að tryggja að allt fari á bestan veg.“

Í Bretlandi, skrifar Brynja, er einnig greiður aðgangur að ókeypis meðgöngu- og fæðingarþjónustu. Þar hafi árangurinn hins vegar verið mun síðri. Viðvarandi skortur sé á ljósmæðrum víða þar ytra sem hafi komið niður á þjónustu við konur á meðgöngu og í fæðingu. Þar sé nú í gangi átak til að reyna að snúa við þeirri þróun með því að fjölga ljósmæðrum verulega. „Það tekur langan tíma að byggja upp svona góða þjónustu og árangur eins og við búum við á Íslandi en aðeins fáar vikur að brjóta niður. Því þarf að bregðast skjótt við áður en það er um seinan.“

Ljósmæður felldu kjarasamningi snemma í síðasta mánuði kjarasamninga sem samninganefnd þeirra og samninganefnd ríkisins höfðu undirritað með miklum meirihluta. Kjaradeila ljósmæðra hefur staðið mánuðum saman og áður höfðu sjálfstætt starfandi ljósmæður sem sinna heimaþjónustu einnig staðið í deilum við ríkisvaldið. Þær lögðu niður störf seint í aprílmánuði en samningar tókust skömmu síðar. Nú er staðan sú að tólf ljósmæður sem sagt höfðu upp á Landspítala hættu störfum um síðustu mánaðarmót og í heildina hafa þrjátíu ljósmæður sagt upp á Landspítala. Þá tekur yfirvinnubann ljósmæðra gildi um miðjan mánuðinn, hafi ekki samist fyrir þann tíma.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár