Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fæðingarlæknir lýsir áhyggjum vegna kjaradeilu ljósmæðra

Að­eins fá­ein­ar vik­ur tek­ur að brjóta nið­ur þann mikla og góða ár­ang­ur sem náðst hef­ur varð­andi heil­brigð­is­þjón­ustu við nýbura og mæð­ur, seg­ir Brynja Ragn­ars­dótt­ir fæð­ing­ar­lækn­ir.

Fæðingarlæknir lýsir áhyggjum vegna kjaradeilu ljósmæðra
Hætta á ferðum Kjaradeila ljósmæðra við ríkið stefnir þjónustu við mæður og nýbura í hættu og bregðast verður skjótt við áður en það verður um seinan skrifar fæðingarlæknir. Mynd: Shutterstock

Ísland er einn besti staður í heimi hvað varðar fæðingar sé horft er til heilsu nýbura og mæðra. Í þeim efnum gegna ljósmæður lykilhlutverki. „Það tekur langan tíma að byggja upp svona góða þjónustu og árangur eins og við búum við á Íslandi en aðeins fáar vikur að brjóta niður. Því þarf að bregðast skjótt við áður en það er um seinan.“

Þetta segir Brynja Ragnarsdóttir fæðingarlæknir á Landspítala Íslands í færslu á Facebook. Brynja segir þar að hún sé vanalega stolt af því að vinna sem fæðingarlæknir hér á landi, „en nú hef ég áhyggjur“. Brynja bendir á að Ísland sé einn besti staður í heiminum þegar kemur að fæðingum, bæði hvað snýr að nýburum og mæðrum. Það sé hvorki tilviljun né tölfræði tengd höfðatölu sem þar ráði.

„Því er að þakka góðu aðgengi verðandi foreldra að meðgönguvernd og fæðingarþjónustu sem hefur hingað til verið vel mönnuð af hæfu fagfólki. Ljósmæður gegna þar lykilhlutverki og eiga stóran þátt í hversu vel gengur,“ skrifar Brynja.

Vítin að varast frá Bretlandi

Þá rekur Brynja að flestar konur fari í gegnum meðgöngu, fæðingu og sængurlegu án þess að þurfa á læknisaðstoð að halda, enda sé þeim vel sinnt af ljósmæðrum sem sjái einnig um langflestar ómskoðanir og skimi fyrir og greini hugsanleg vandamál sem upp geti komið. „Rannsóknir sýna að þar sem meðgöngu- og fæðingarþjónusta er byggð á ljósmæðrum (með góðu aðgengi að læknisþjónustu þegar við á) fækkar óþarfa inngripum í annars eðlilegt ferli og útkoman er betri. Þegar bregður útaf er góð samvinna ljósmæðra og fæðingarlækna nauðsynleg til að tryggja að allt fari á bestan veg.“

Í Bretlandi, skrifar Brynja, er einnig greiður aðgangur að ókeypis meðgöngu- og fæðingarþjónustu. Þar hafi árangurinn hins vegar verið mun síðri. Viðvarandi skortur sé á ljósmæðrum víða þar ytra sem hafi komið niður á þjónustu við konur á meðgöngu og í fæðingu. Þar sé nú í gangi átak til að reyna að snúa við þeirri þróun með því að fjölga ljósmæðrum verulega. „Það tekur langan tíma að byggja upp svona góða þjónustu og árangur eins og við búum við á Íslandi en aðeins fáar vikur að brjóta niður. Því þarf að bregðast skjótt við áður en það er um seinan.“

Ljósmæður felldu kjarasamningi snemma í síðasta mánuði kjarasamninga sem samninganefnd þeirra og samninganefnd ríkisins höfðu undirritað með miklum meirihluta. Kjaradeila ljósmæðra hefur staðið mánuðum saman og áður höfðu sjálfstætt starfandi ljósmæður sem sinna heimaþjónustu einnig staðið í deilum við ríkisvaldið. Þær lögðu niður störf seint í aprílmánuði en samningar tókust skömmu síðar. Nú er staðan sú að tólf ljósmæður sem sagt höfðu upp á Landspítala hættu störfum um síðustu mánaðarmót og í heildina hafa þrjátíu ljósmæður sagt upp á Landspítala. Þá tekur yfirvinnubann ljósmæðra gildi um miðjan mánuðinn, hafi ekki samist fyrir þann tíma.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár