Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fæðingarlæknir lýsir áhyggjum vegna kjaradeilu ljósmæðra

Að­eins fá­ein­ar vik­ur tek­ur að brjóta nið­ur þann mikla og góða ár­ang­ur sem náðst hef­ur varð­andi heil­brigð­is­þjón­ustu við nýbura og mæð­ur, seg­ir Brynja Ragn­ars­dótt­ir fæð­ing­ar­lækn­ir.

Fæðingarlæknir lýsir áhyggjum vegna kjaradeilu ljósmæðra
Hætta á ferðum Kjaradeila ljósmæðra við ríkið stefnir þjónustu við mæður og nýbura í hættu og bregðast verður skjótt við áður en það verður um seinan skrifar fæðingarlæknir. Mynd: Shutterstock

Ísland er einn besti staður í heimi hvað varðar fæðingar sé horft er til heilsu nýbura og mæðra. Í þeim efnum gegna ljósmæður lykilhlutverki. „Það tekur langan tíma að byggja upp svona góða þjónustu og árangur eins og við búum við á Íslandi en aðeins fáar vikur að brjóta niður. Því þarf að bregðast skjótt við áður en það er um seinan.“

Þetta segir Brynja Ragnarsdóttir fæðingarlæknir á Landspítala Íslands í færslu á Facebook. Brynja segir þar að hún sé vanalega stolt af því að vinna sem fæðingarlæknir hér á landi, „en nú hef ég áhyggjur“. Brynja bendir á að Ísland sé einn besti staður í heiminum þegar kemur að fæðingum, bæði hvað snýr að nýburum og mæðrum. Það sé hvorki tilviljun né tölfræði tengd höfðatölu sem þar ráði.

„Því er að þakka góðu aðgengi verðandi foreldra að meðgönguvernd og fæðingarþjónustu sem hefur hingað til verið vel mönnuð af hæfu fagfólki. Ljósmæður gegna þar lykilhlutverki og eiga stóran þátt í hversu vel gengur,“ skrifar Brynja.

Vítin að varast frá Bretlandi

Þá rekur Brynja að flestar konur fari í gegnum meðgöngu, fæðingu og sængurlegu án þess að þurfa á læknisaðstoð að halda, enda sé þeim vel sinnt af ljósmæðrum sem sjái einnig um langflestar ómskoðanir og skimi fyrir og greini hugsanleg vandamál sem upp geti komið. „Rannsóknir sýna að þar sem meðgöngu- og fæðingarþjónusta er byggð á ljósmæðrum (með góðu aðgengi að læknisþjónustu þegar við á) fækkar óþarfa inngripum í annars eðlilegt ferli og útkoman er betri. Þegar bregður útaf er góð samvinna ljósmæðra og fæðingarlækna nauðsynleg til að tryggja að allt fari á bestan veg.“

Í Bretlandi, skrifar Brynja, er einnig greiður aðgangur að ókeypis meðgöngu- og fæðingarþjónustu. Þar hafi árangurinn hins vegar verið mun síðri. Viðvarandi skortur sé á ljósmæðrum víða þar ytra sem hafi komið niður á þjónustu við konur á meðgöngu og í fæðingu. Þar sé nú í gangi átak til að reyna að snúa við þeirri þróun með því að fjölga ljósmæðrum verulega. „Það tekur langan tíma að byggja upp svona góða þjónustu og árangur eins og við búum við á Íslandi en aðeins fáar vikur að brjóta niður. Því þarf að bregðast skjótt við áður en það er um seinan.“

Ljósmæður felldu kjarasamningi snemma í síðasta mánuði kjarasamninga sem samninganefnd þeirra og samninganefnd ríkisins höfðu undirritað með miklum meirihluta. Kjaradeila ljósmæðra hefur staðið mánuðum saman og áður höfðu sjálfstætt starfandi ljósmæður sem sinna heimaþjónustu einnig staðið í deilum við ríkisvaldið. Þær lögðu niður störf seint í aprílmánuði en samningar tókust skömmu síðar. Nú er staðan sú að tólf ljósmæður sem sagt höfðu upp á Landspítala hættu störfum um síðustu mánaðarmót og í heildina hafa þrjátíu ljósmæður sagt upp á Landspítala. Þá tekur yfirvinnubann ljósmæðra gildi um miðjan mánuðinn, hafi ekki samist fyrir þann tíma.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár