Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Einn öflugasti þjóðfélagsrýnir Íslands er fallinn frá

Jón­as Kristjáns­son rit­stjóri hélt áfram skrif­um inn á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans, þar sem hann lést í gær­morg­un.

Einn öflugasti þjóðfélagsrýnir Íslands er fallinn frá

Jónas Kristjánsson, sem varð fréttastjóri aðeins 21 árs gamall og ritstjóri 26 ára, lést í gærmorgun, eftir að hafa haft mótandi áhrif á íslenska blaðamennsku í hálfa öld. 

Jónas var áratugum saman einn helsti þjóðfélagsrýnir og -gagnrýnandi landsins. Í skrifum sínum varaði hann við spillingu og skrifaði gegn fátækt og rasisma. 

Allt fram á síðasta mánuð lífs síns hélt hann áfram skrifum, sem birtust með tíðu og reglulegu millibili í staðlaðri lengd á Jónas.is. Í síðustu færslu sinni, sem hann birti á þjóðhátíðardeginum 17. júní síðastliðnum, lýsti hann aðstæðum á líknardeild Landspítalans.

„Í annað sinn á síðustu hef ég haft þá ánægju að rúlla sem viðskiptavinur gegnum bráðadeildir og líknardeildir Landspítalans. Þar er þröng á þingi, sjúklingar í ofsetnum herbergjum, á göngum og lagerum. Kringum þá stendur þyrping ættingja og koma þá oft ekki bara sjúkdómar við sögu. Kliðurinn berst til annarra hópa og frá einum hópi til annars. Heimsleikarnir eru fólki ofarlega í huga, brauð og leikir fátæka mannsins. Næst kemur lífsbarátta sumra ættingja. Fólk, sem skrapar á 250 þús kr strípuðum taxtalaunum, atvinnuleysisbótum, örorku, eða ellilaunum, er mánaðarlega í óviðráðanlegum lífskrísum.“

Jónas starfaði í fjölmiðlum í rúmlega hálfa öld, lengst af sem ritstjóri. Margir af starfandi blaða- og fjölmiðlamönnum Íslands hafa unnið með Jónasi Kristjánssyni sem ritstjóra. Jónas hélt meðal annars úti kennsluvef í blaðamennsku. Hann var formaður Blaðamannafélags Íslands og Íslandsnefndar International Press Institute. Jónas skrifaði fjölda bóka, einkum ferðabækur og hestarit.

Foreldrar Jónasar voru Anna Pétursdóttir bókari og Kristján Jónasson læknir. Jónas var fæddur í Reykjavík 5. febrúar 1940. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1959 og var ráðinn fréttastjóri dagblaðsins Tímans strax tveimur árum síðar. Jónas lauk BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1966. 

Jónas missti eiginkonu sína, Kristínu Halldórsdóttur, fyrrverandi alþingismanns, 14. júlí 2016. Börn þeirra eru Kristján jarðfræðingur, Pálmi fréttamaður og sagnfræðingur, Pétur kerfisfræðingur og Halldóra flugmaður.

Halldóra minnist föður síns á Facebook í dag: „Eins og mamma lagði hann sitt að mörkum til að bæta heiminn, 4. valdið var hans leið, fjölmiðlun og skrif. Pabbi var bráðskarpur og beittur penni, frumkvöðull og brautryðjandi í frjálsri fjölmiðlun á Íslandi, stefnufastur, beinskeyttur og hreinskilinn samfélagsgagnrýnir, ég er ákaflega stolt af honum og öllu því sem hann hefur áorkað.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár