Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hagfræðinganefnd vill að verðbólgumarkmið Seðlabankans undanskilji húsnæðisverð

Nefnd um pen­inga­mála­stefnu vill auka völd Seðla­bank­ans og taka hús­næð­is­l­ið út úr verð­bólgu­mark­miði. Að­stoð­ar­seðla­banka­stjór­ar verði tveir í stað eins.

Hagfræðinganefnd vill að verðbólgumarkmið Seðlabankans undanskilji húsnæðisverð
Ásgeir Jónsson Í nefndinni áttu sæti dr. Ásgeir Jónsson, formaður, Ásdís Kristjánsdóttir og Illugi Gunnarsson. Mynd: Af vef Háskóla Íslands

Fjármálastöðugleiki skal hafa forgang umfram verðstöðugleika ef ógn skapast gagnvart hinu fyrrnefnda að mati nefndar um ramma peningastefnu. Nefndin leggur til aukin völd Seðlabankans og að húsnæðisliður verði tekinn út úr verðbólgumarkmiði. Þá hafnar nefndin hugmyndum um að koma á fót svonefndu myntráði. Skýrsla nefndarinnar var gerð opinber í dag.

„Á Íslandi er málum svo háttað að ríflega fjórðung vísitölu neysluverðs má rekja til húsnæðisverðs,“ segir í skýrslunni. „Þetta getur valdið óheppilegri skörun á milli markmiða um verðstöðugleika annars vegar og fjármálastöðugleika hins vegar. Ekki aðeins fyrir þær sakir að Seðlabankinn þurfi að beita stýrivöxtum til þess að hafa hemil á húsnæðisverði sem hefur 25% í verðbólgumarkmiði bankans heldur hafa vextir bankans mjög takmörkuð áhrif á húsnæðisverð sökum þess að vaxtaleiðni hérlendis frá stýrivöxtum yfir til lengri verðtryggðra vaxta er afar veik og tölfræðilega ómarktæk.“

Starfshópurinn segir að húsnæðisverð eigi því ekki heima í verðbólgumarkmiðinu og að ekki eigi að reyna beita stýrivöxtum gegn fasteignaverði þegar vaxtamiðlunin er eins veik og raunin er. „Til þess eru nokkrar leiðir færar, Seðlabankinn gæti miðað við aðrar vísitölur, svo sem vísitölu neysluverðs án húsnæðis eða samræmda vísitölu neysluverðs,“ segir í skýrslunni.

Seðlabankinn fær aukna ábyrgð

Nefndin var skipuð þremur hagfræðingum, dr. Ásgeiri Jónssyni, formanni nefndarinnar, Ásdísi Kristjánsdóttur sem starfar hjá Samtökum atvinnulífsins og Illuga Gunnarssyni, fyrrverandi ráðherra. Nefndin fékk fjóra erlenda sérfræðinga til að veita stjórnvöldum ráðgjöf um peninga- og gengisstefnu til framtíðar.

Samkvæmt tillögum nefndarinnar verður ábyrgð Seðlabanka Íslands aukin. Bankinn skal einn bera ábyrgð á þjóðhagsvarúð og eindavarúð í stað þess að ábyrgðin skiptist á milli Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Þá leggur nefndin til að aðstoðarseðlabankastjórar verði tveir, einn með áherslu á fjármálastöðugleika og annar með áherslu á hefðbundna peningastefnu.

Leggjast gegn myntráði

Nefndin segir Ísland aðeins hafa tvo kosti verði krónan áfram gjaldmiðill landsins. Kostirnir eru að halda áfram með núverandi fyrirkomulag sjálfstæðrar peningastefnu með verðbólgumarkmiði eða festa gengi krónunnar með myntráði. Leggst nefndin gegn upptöku myntráðs og segir það fela í sér áhættu fyrir fjármálastöðugleika. 

„Á síðustu fjórum til fimm árum hefur náðst mikill árangur við að framfylgja verðbólgumarkmiðum hérlendis. Það hefur skilað íslenskum almenningi gríðarlegum ábata með mikilli aukningu kaupmáttar, samhliða því að almennt vaxtastig hefur lækkað. Það er mjög mikilvægt að þessum árangri sé fylgt eftir,“ segir í skýrslu nefndarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár