Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hagfræðinganefnd vill að verðbólgumarkmið Seðlabankans undanskilji húsnæðisverð

Nefnd um pen­inga­mála­stefnu vill auka völd Seðla­bank­ans og taka hús­næð­is­l­ið út úr verð­bólgu­mark­miði. Að­stoð­ar­seðla­banka­stjór­ar verði tveir í stað eins.

Hagfræðinganefnd vill að verðbólgumarkmið Seðlabankans undanskilji húsnæðisverð
Ásgeir Jónsson Í nefndinni áttu sæti dr. Ásgeir Jónsson, formaður, Ásdís Kristjánsdóttir og Illugi Gunnarsson. Mynd: Af vef Háskóla Íslands

Fjármálastöðugleiki skal hafa forgang umfram verðstöðugleika ef ógn skapast gagnvart hinu fyrrnefnda að mati nefndar um ramma peningastefnu. Nefndin leggur til aukin völd Seðlabankans og að húsnæðisliður verði tekinn út úr verðbólgumarkmiði. Þá hafnar nefndin hugmyndum um að koma á fót svonefndu myntráði. Skýrsla nefndarinnar var gerð opinber í dag.

„Á Íslandi er málum svo háttað að ríflega fjórðung vísitölu neysluverðs má rekja til húsnæðisverðs,“ segir í skýrslunni. „Þetta getur valdið óheppilegri skörun á milli markmiða um verðstöðugleika annars vegar og fjármálastöðugleika hins vegar. Ekki aðeins fyrir þær sakir að Seðlabankinn þurfi að beita stýrivöxtum til þess að hafa hemil á húsnæðisverði sem hefur 25% í verðbólgumarkmiði bankans heldur hafa vextir bankans mjög takmörkuð áhrif á húsnæðisverð sökum þess að vaxtaleiðni hérlendis frá stýrivöxtum yfir til lengri verðtryggðra vaxta er afar veik og tölfræðilega ómarktæk.“

Starfshópurinn segir að húsnæðisverð eigi því ekki heima í verðbólgumarkmiðinu og að ekki eigi að reyna beita stýrivöxtum gegn fasteignaverði þegar vaxtamiðlunin er eins veik og raunin er. „Til þess eru nokkrar leiðir færar, Seðlabankinn gæti miðað við aðrar vísitölur, svo sem vísitölu neysluverðs án húsnæðis eða samræmda vísitölu neysluverðs,“ segir í skýrslunni.

Seðlabankinn fær aukna ábyrgð

Nefndin var skipuð þremur hagfræðingum, dr. Ásgeiri Jónssyni, formanni nefndarinnar, Ásdísi Kristjánsdóttur sem starfar hjá Samtökum atvinnulífsins og Illuga Gunnarssyni, fyrrverandi ráðherra. Nefndin fékk fjóra erlenda sérfræðinga til að veita stjórnvöldum ráðgjöf um peninga- og gengisstefnu til framtíðar.

Samkvæmt tillögum nefndarinnar verður ábyrgð Seðlabanka Íslands aukin. Bankinn skal einn bera ábyrgð á þjóðhagsvarúð og eindavarúð í stað þess að ábyrgðin skiptist á milli Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Þá leggur nefndin til að aðstoðarseðlabankastjórar verði tveir, einn með áherslu á fjármálastöðugleika og annar með áherslu á hefðbundna peningastefnu.

Leggjast gegn myntráði

Nefndin segir Ísland aðeins hafa tvo kosti verði krónan áfram gjaldmiðill landsins. Kostirnir eru að halda áfram með núverandi fyrirkomulag sjálfstæðrar peningastefnu með verðbólgumarkmiði eða festa gengi krónunnar með myntráði. Leggst nefndin gegn upptöku myntráðs og segir það fela í sér áhættu fyrir fjármálastöðugleika. 

„Á síðustu fjórum til fimm árum hefur náðst mikill árangur við að framfylgja verðbólgumarkmiðum hérlendis. Það hefur skilað íslenskum almenningi gríðarlegum ábata með mikilli aukningu kaupmáttar, samhliða því að almennt vaxtastig hefur lækkað. Það er mjög mikilvægt að þessum árangri sé fylgt eftir,“ segir í skýrslu nefndarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
3
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.
Women in Power: “The Barriers are Breaking Down”
6
ÚttektKonur til valda

Women in Power: “The Barriers are Break­ing Down”

The Presi­dent, Prime Mini­ster, For­eign Mini­ster, Mini­ster of Justice, Mini­ster of Social Affairs and Hous­ing, Mini­ster of Indus­try, Mini­ster of Health, Spea­ker of Al­þingi, Parlia­ment­ary Ombudsm­an, Mayor of Reykja­vík, Bis­hop, Rector, Attorney Gener­al, Director of Pu­blic Prosecuti­ons, Nati­onal Comm­issi­oner of the Icelandic Police, Police Comm­issi­oner in the Capital Reg­i­on, Director of Health and Ombudsm­an for Children: In the Ye­ar of Women 2025, it became historic news that all these positi­ons are held by women.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár