Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hagfræðinganefnd vill að verðbólgumarkmið Seðlabankans undanskilji húsnæðisverð

Nefnd um pen­inga­mála­stefnu vill auka völd Seðla­bank­ans og taka hús­næð­is­l­ið út úr verð­bólgu­mark­miði. Að­stoð­ar­seðla­banka­stjór­ar verði tveir í stað eins.

Hagfræðinganefnd vill að verðbólgumarkmið Seðlabankans undanskilji húsnæðisverð
Ásgeir Jónsson Í nefndinni áttu sæti dr. Ásgeir Jónsson, formaður, Ásdís Kristjánsdóttir og Illugi Gunnarsson. Mynd: Af vef Háskóla Íslands

Fjármálastöðugleiki skal hafa forgang umfram verðstöðugleika ef ógn skapast gagnvart hinu fyrrnefnda að mati nefndar um ramma peningastefnu. Nefndin leggur til aukin völd Seðlabankans og að húsnæðisliður verði tekinn út úr verðbólgumarkmiði. Þá hafnar nefndin hugmyndum um að koma á fót svonefndu myntráði. Skýrsla nefndarinnar var gerð opinber í dag.

„Á Íslandi er málum svo háttað að ríflega fjórðung vísitölu neysluverðs má rekja til húsnæðisverðs,“ segir í skýrslunni. „Þetta getur valdið óheppilegri skörun á milli markmiða um verðstöðugleika annars vegar og fjármálastöðugleika hins vegar. Ekki aðeins fyrir þær sakir að Seðlabankinn þurfi að beita stýrivöxtum til þess að hafa hemil á húsnæðisverði sem hefur 25% í verðbólgumarkmiði bankans heldur hafa vextir bankans mjög takmörkuð áhrif á húsnæðisverð sökum þess að vaxtaleiðni hérlendis frá stýrivöxtum yfir til lengri verðtryggðra vaxta er afar veik og tölfræðilega ómarktæk.“

Starfshópurinn segir að húsnæðisverð eigi því ekki heima í verðbólgumarkmiðinu og að ekki eigi að reyna beita stýrivöxtum gegn fasteignaverði þegar vaxtamiðlunin er eins veik og raunin er. „Til þess eru nokkrar leiðir færar, Seðlabankinn gæti miðað við aðrar vísitölur, svo sem vísitölu neysluverðs án húsnæðis eða samræmda vísitölu neysluverðs,“ segir í skýrslunni.

Seðlabankinn fær aukna ábyrgð

Nefndin var skipuð þremur hagfræðingum, dr. Ásgeiri Jónssyni, formanni nefndarinnar, Ásdísi Kristjánsdóttur sem starfar hjá Samtökum atvinnulífsins og Illuga Gunnarssyni, fyrrverandi ráðherra. Nefndin fékk fjóra erlenda sérfræðinga til að veita stjórnvöldum ráðgjöf um peninga- og gengisstefnu til framtíðar.

Samkvæmt tillögum nefndarinnar verður ábyrgð Seðlabanka Íslands aukin. Bankinn skal einn bera ábyrgð á þjóðhagsvarúð og eindavarúð í stað þess að ábyrgðin skiptist á milli Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Þá leggur nefndin til að aðstoðarseðlabankastjórar verði tveir, einn með áherslu á fjármálastöðugleika og annar með áherslu á hefðbundna peningastefnu.

Leggjast gegn myntráði

Nefndin segir Ísland aðeins hafa tvo kosti verði krónan áfram gjaldmiðill landsins. Kostirnir eru að halda áfram með núverandi fyrirkomulag sjálfstæðrar peningastefnu með verðbólgumarkmiði eða festa gengi krónunnar með myntráði. Leggst nefndin gegn upptöku myntráðs og segir það fela í sér áhættu fyrir fjármálastöðugleika. 

„Á síðustu fjórum til fimm árum hefur náðst mikill árangur við að framfylgja verðbólgumarkmiðum hérlendis. Það hefur skilað íslenskum almenningi gríðarlegum ábata með mikilli aukningu kaupmáttar, samhliða því að almennt vaxtastig hefur lækkað. Það er mjög mikilvægt að þessum árangri sé fylgt eftir,“ segir í skýrslu nefndarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu