Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Dómsmálaráðherra hitti Jordan Peterson og talaði við hann um mannlegt eðli

„Kurt­eis og skarp­ur mað­ur,“ seg­ir Sig­ríð­ur Á. And­er­sen sem mælti sér mót við sál­fræð­ing­inn ásamt Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, for­manni ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Al­þing­is.

Dómsmálaráðherra hitti Jordan Peterson og talaði við hann um mannlegt eðli

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, mæltu sér mót við kanadíska sálfræðinginn Jordan Peterson um helgina og ræddu við hann um mannlegt eðli. Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherra sem birtir mynd af þeim ásamt Jordan og segir að hann sé „nokkurs konar rokkstjarna í hugum áhugamanna um þjóðmál“. 

Jordan Peterson vakti mikla athygli árið 2016 þegar hann gagnrýndi harðlega lagafrumvarp í Kanada sem snerist um að tryggja trans- og intersex fólki vernd gegn hatursorðræðu og mismunun. Setti Jordan Peterson lagabreytingarnar í samhengi við kröfur í háskólum um notkun kynhlutlausra persónufornafna og taldi að vegna hinna nýju laga yrði hægt að dæma sig í fangelsi fyrir að neita að virða óskir nemenda og starfsfólks um hvernig talað væri til þeirra sem skilgreina sig hvorki sem karlkyns né kvenkyns. Bendlaði hann réttindabaráttu transfólks við fjöldamorð kommúnista og sagði báða hópa drifna áfram af sams konar hugmyndafræði.

Jordan Peterson hefur slegið í gegn á Youtube og í byrjun ársins gaf hann út bókina 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos sem hefur selst í milljónum eintaka um allan heim. Í myndböndum sínum og skrifum blandar Jordan hughreystandi sjálfshjálparboðskap, hvatningu til fólks um að hysja upp um sig buxurnar og taka ábyrgð á eigin lífi, saman við íhaldssamar stjórnmála- og félagsfræðihugmyndir.

Jordan gagnrýnir það sem hann kallar „pólitíska rétthugsun“ og „póstmódernískan nýmarxisma“ sem hann telur allsráðandi í Bandaríkjunum og Kanada. Hann telur að karlmennskan og karlmennskuhugsjónin sé á undanhaldi í hinum vestræna heimi og hefur haldið því fram að það sé „hneykslanleg kenning“ að konur hafi verið kúgaðar í gegnum aldirnar. Þá telur hann hugmyndina um forréttindi hvíta mannsins vera „marxíska lygi“. Jordan hefur verið sakaður um að tala inn í orðræðu hægriöfgamanna og félagslegra darwínista og að notast við fasísk minni, en sálfræðingurinn og aðdáendur hans hafna því alfarið að hann aðhyllist öfgastefnu af neinu tagi. Hefur Jordan Peterson ítrekað kvartað yfir því að fólk misskilji skilaboð sín auk þess sem fjölmiðlafólk taki orð sín úr samhengi.

„Ég þekki marga skemmtilega sálfræðinga sem hafa oft vakið áhuga minn á alls kyns mannlegu eðli. Áhugi á sálarfræði virðist líka vera almennur hér á landi. Sumir sálfræðingar eru þjóðþekktir af umfjöllunum sínum um sálarflækjur hvers konar,“ skrifar Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á Facebook.

„Nú ber svo við að hér á landi er staddur kanadískur sálfræðingur sem virðist vera nokkurs konar rokkstjarna í hugum áhugamanna um þjóðmál. Jordan Peterson fyllir hvern fyrirlestrarsalinn á eftir öðrum í Bandaríkjunum og Kanada. Og nú á Íslandi. Ég kemst ekki á fyrirlestrana hans í Hörpu en ég get ímyndað mér að þeir verði áhugaverðir og skemmtilegir ef marka má áhugann sem ég greini hér á FB og spurningarnar sem eg les um að íslenskir áheyrendur hyggjast leggja fyrir JP.“

Hún segir þær Áslaugu Örnu hafa hitt Jordan Peterson um helgina. „Hann var nýlentur hér eftir 13 klukkutíma ferðalag úr allt öðru tímabelti. Það virtist ekki draga úr áhuga hans á að ræða mannlegt eðli. JP hefur verið lýst sem manni sem menn ýmist elska (sérstaklega ungt fólk) eða elska að hata. Frá mínum bæjardyrum séð er hér í öllu falli kurteis og skarpur maður sem brennur fyrir efninu. Ég hef ekki enn lesið nýjustu bók hans um lífsreglurnar 12 sem hann vill leggja ungu fólki. Ég þykist þó viss um að uppáhaldsreglan mín sé númer 6, sú að menn eigi að taka til í herberginu sínu.“

Jordan Peterson og Sigríður Andersen eiga það sameiginlegt að hafa lýst efasemdum um að munur sé á launum karla og kvenna vegna kynferðis þeirra eða að launamunurinn feli í sér kynbundið misrétti. Þá vakti athygli þegar Jordan Peterson gagnrýndi lög Íslendinga um jafnlaunavottun og spáði hruni slíks fyrirkomulags.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár