Kona sem taldi sig hafa hlotið lögskilnað komst að því fyrir tilviljun, tíu mánuðum síðar, að svo væri ekki. Þá var henni þvælt á milli stofnana þegar hún leitaði skýringa á málinu. Ástæða þess að embætti sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu afgreiddi ekki erindið er vegna þess að greiðsla fyrir það hafði ekki borist.
Forsaga málsins er sú að í fyrrasumar undirritaði konan lögskilnaðarpappíra ásamt fyrrverandi maka sínum. Pappírunum var skilað af hálfu hennar fyrrverandi til embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu án þess að gjald væri innheimt en samkvæmt lögum um aukatekjur ríkissjóðs ber að greiða 4.700 krónur fyrir leyfi til lögskilnaðar. Tíu mánuðum síðar komst konan að því, við flutning lögheimilisins síns, að hún væri ekki lögskilin. Henni hafði ekki borist neinar ábendingar um tafir málsins eða áskorun um greiðslu frá sýslumannsembættinu.
Hver bendir á annan
Í kjölfar þess að konan komst að því að málið hafði ekki hlotið afgreiðslu hafði hún …
Athugasemdir