„Ég fór í messu hjá Hvítasunnukirkjunni í Fíladelfíu, settist þar á kirkjubekk og drakk allt í mig. Þetta var svolítið eins og að fara á rokktónleika, það var verið að tala beint inn í sálina á mér, mér sem var að glíma við svo mikla erfiðleika að ég hélt ég myndi brotna. Það kom þarna einhver predikari sem ávarpaði söfnuðinn og mér fannst hann vera að tala við mig eina. „Ég veit að þér líður ótrúlega illa, ég veit að lífið er erfitt en við getum hjálpað þér. Það er til lausn. Ef þú kemur til okkar ertu umvafin kærleik og það er algóður guð sem elskar þig, alveg sama hvað þú hefur gert áður.“ Ég fór að hágráta á fyrstu mínútunum. Það tók bara nokkrar vikur þar til ég var komin á kaf inn í Hvítasunnusöfnuðinn. Það tók mig hins vegar áratug að komast þaðan aftur út.“
Svona lýsir …
Athugasemdir