Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

FM Belfast hafa enn ekki fengið greitt fyrir Airwaves

Hljóm­sveit­in FM Belfast hef­ur ekki feng­ið greitt fyr­ir tón­leika á Ice­land Airwaves eft­ir að skipt var um kenni­tölu. Ný­ir rekstr­ar­að­il­ar saka FM Belfast um að hafa gleymt að senda reikn­ing.

FM Belfast hafa enn ekki fengið greitt fyrir Airwaves
Hljómsveitin FM Belfast FM Belfast er ein af vinsælustu hljómsveitum landsins.

Hljómsveitin FM Belfast hefur enn ekki fengið greitt fyrir tónleika sína á Iceland Airwaves síðasta haust. Nýir rekstraraðilar hafa tekið við hátíðinni á nýrri kennitölu, en þeir saka FM Belfast opinberlega um að hafa gleymt að senda gamla félaginu reikning. Forsprakki hljómsveitarinnar segir að þau hafi verið beðin um að bíða með að senda reikning.

Deilurnar fóru fram á Twitter í vikunni eftir að síða Iceland Airwaves auglýsti á miðvikudag eftir sjálfboðaliðum á næstu hátíð. Tónlistarmaðurinn Kristján Hrannar svaraði fyrirspurninni þannig að Airwaves ættu að biðja FM Belfast um að vera sjálfboðaliðar, þar sem hljómsveitin hefði þegar unnið sjálfboðaliðastarf á síðustu hátíð. Á hann þar við að hljómsveitin hafi ekki fengið greitt vegna kennitöluskiptanna.

Airwaves svöruðu degi síðar og sögðu alla reikninga gjaldþrota félagsins frá tónlistarmönnum hafa verið greidda, nema þá sem bárust eftir að skiptastjóri tók við félaginu. „Eina ástæðan fyrir því að FM Belfast fékk ekki greitt að fullu eins og aðrir tónlistarmenn á þeim tíma er einfaldlega að þau gleymdu að senda okkur reikning,“ skrifa Iceland Airwaves. „Svo í febrúar, ca. 4 mánuðum eftir síðustu hátíð, þegar skiptastjóri tók við, voru engar upplýsingar um þessa skuld neins staðar.“

Airwaves segja nauðasamninga hafa náðst sem feli í sér að aðrir aðilar fái 30% sinna krafna greiddar og FM Belfast sé á meðal þeirra.„Núverandi eigendur Airwaves skulda engum pening og hafa aldrei látið einasta reikning ógreiddan,“ skrifa Iceland Airwaves. „Við munum með glöðu geði ræða þetta mál frekar við FM Belfast.“

„Við unnum vinnuna okkar, það voru nokkur vitni“

„Hér má sjá Iceland Airwaves reyna að kenna okkur um að hafa ekki fengið greitt vegna þess að við hefðum ekki sent reikning tímanlega,“ skrifar Árni Rúnar Hlöðversson, meðlimur FM Belfast, á Twitter. „Staðreynd málsins er að við vorum beðin um að senda reikning í mars. Svo er það staðreynd að við unnum vinnuna okkar, það voru nokkur vitni.“

Sena live keypti í febrúar hátíðina af fyrrverandi rekstraraðila IA tónlistarhátíð ehf., en hátíðin hafði verið rekin með tapi í tvö ár. Grímur Atlason, sem stýrði hátíðinni í átta ár, lét af störfum á sama tíma. Sena live keypti einnig vörumerki hátíðarinnar og lén af Icelandair, en Icelandair verður áfram helsti styrktaraðili hátíðarinnar og vinnur að markaðssetningu hennar innanlands og utan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kaup á Iceland Airwaves

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár