Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kvennahreyfingin afþakkar boð á framboðsfund vegna Ragnars Þórs

Mæta ekki á fund Kenn­ara­fé­lags Reykja­vík­ur sem Ragn­ar Þór Pét­urs­son, formað­ur Kenn­ara­sam­bands­ins ávarp­ar. Hann var sak­að­ur um blygð­un­ar­brot. Kvenna­hreyf­ing­in seg­ist ekki geta tek­ið þátt í „áfram­hald­andi huns­un og þögg­un þo­lenda“.

Kvennahreyfingin afþakkar boð á framboðsfund vegna Ragnars Þórs
Kvennahreyfingin mætir ekki Kvennahreyfingin hyggst ekki senda fulltrúa á framboðsfund Kennarafélags Reykjavíkur vegna þess að Ragnar Þór Pétursson ávarpar fundinn.

Kvennahreyfingin, sem býður fram til komandi borgarstjórnarkosninga, hyggst ekki taka þátt í fundi Kennarafélags Reykjavíkur með frambjóðendum sem fram fer í kvöld. Ástæðan er sú að fundurinn hefst á opnunarerindi nýs formanns Kennarasambandsins, Ragnars Þórs Péturssonar. Settar hafa verið fram ásakanir á hendur Ragnari um blygðunarbrot og telur Kvennahreyfingin sér ekki stætt á að taka þátt fundinum þess vegna.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Kvennahreyfingin hefur sent frá sér. Þar segir að hreyfingin sé femínískt afl sem vilji uppræta ofbeldi, hlusta á raddir þolenda og taka þær alvarlega. Á sama tíma vilji hreyfingin standa með kennurum sem séu vanmetin lykilstétt í samfélaginu.

„Eftir ítarlega yfirferð á málinu höfum við þó ákveðið að þiggja ekki boð um þátttöku í fundinum. Við getum ekki látið sem ekkert sé eftir allt sem á undan er gengið. Við getum ekki tekið þátt í áframhaldandi hunsun og þöggun þolenda með því að hlýða á opnunarerindi manns sem ekki var tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo. Okkur þykir það miður, því þannig verðum við af dýrmætu samtali við stétt sem okkur þykir vænt um og metum mikils,“ segir í yfirlýsingu frá Kvennaframboðinu. Undir hana ritar oddviti flokksins í Reykjavík, Ólöf Magnúsdóttir. 

Yfirlýsinguna í má lesa í heild sinni hér að neðan: 

„Í kvöld mun Kennarafélag Reykjavíkur standa fyrir fundi með frambjóðendum til borgarstjórnar. Fundurinn mun hefjast á opnunarerindi nýs formanns Kennarasambandsins, Ragnars Þórs Péturssonar.

Á landsþingi KÍ var skorað á Ragnar Þór að taka ekki við formennsku sambandsins nema að undangegninni nýrri kosningu, enda höfðu alvarlegar ásakanir um blygðunarbrot litið dagsins ljós eftir að kosning í embættið fór fram. Tillögunni var vísað frá af naumum meirihluta þingfulltrúa og Ragnar Þór varð ekki við áskoruninni. Ákvörðun um að þiggja boð Kennarafélagsins eða ekki reyndist okkur því mjög erfið.

Kvennahreyfingin er femínískt afl. Hún vill uppræta ofbeldi, hlusta á raddir þolenda og taka þær alvarlega á sama tíma og hún vill standa með kennurum sem eru vanmetin lykilstétt í samfélaginu. Kvennahreyfingin telur skólakerfið gegna mikilvægu hlutverki í jafnréttismálum og telur brýnt að ræða þær leiðir sem færar eru til að tryggja að börnin okkar geti þroskast og elfst án skaðlegra áhrifa staðalmynda kynjanna og hvernig skólakerfið getur tekið þátt í að byggja öruggara umhverfi fyrir okkur öll.

Sú klemma sem við upplifum með fundarboðinu er gott dæmi um dagleg viðfangsefni fólksins í borginni okkar. Öll þekkjum við gerendur og þolendur, meinta eða ekki. Við þurfum stöðugt að velta fyrir okkur áhrifum þess sem við gerum og segjum og hvernig við getum staðið með þolendum, jafnvel þó það kosti fórnir, erfiðar rökræður, útskýringar og jafnvel úthrópanir.

Eftir ítarlega yfirferð á málinu höfum við þó ákveðið að þiggja ekki boð um þátttöku í fundinum. Við getum ekki látið sem ekkert sé eftir allt sem á undan er gengið. Við getum ekki tekið þátt í áframahaldandi hunsun og þöggun þolenda með því að hlýða á opnunarerindi manns sem ekki var tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo. Okkur þykir það miður, því þannig verðum við af dýrmætu samtali við stétt sem okkur þykir vænt um og metum mikils.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár