Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kvennahreyfingin afþakkar boð á framboðsfund vegna Ragnars Þórs

Mæta ekki á fund Kenn­ara­fé­lags Reykja­vík­ur sem Ragn­ar Þór Pét­urs­son, formað­ur Kenn­ara­sam­bands­ins ávarp­ar. Hann var sak­að­ur um blygð­un­ar­brot. Kvenna­hreyf­ing­in seg­ist ekki geta tek­ið þátt í „áfram­hald­andi huns­un og þögg­un þo­lenda“.

Kvennahreyfingin afþakkar boð á framboðsfund vegna Ragnars Þórs
Kvennahreyfingin mætir ekki Kvennahreyfingin hyggst ekki senda fulltrúa á framboðsfund Kennarafélags Reykjavíkur vegna þess að Ragnar Þór Pétursson ávarpar fundinn.

Kvennahreyfingin, sem býður fram til komandi borgarstjórnarkosninga, hyggst ekki taka þátt í fundi Kennarafélags Reykjavíkur með frambjóðendum sem fram fer í kvöld. Ástæðan er sú að fundurinn hefst á opnunarerindi nýs formanns Kennarasambandsins, Ragnars Þórs Péturssonar. Settar hafa verið fram ásakanir á hendur Ragnari um blygðunarbrot og telur Kvennahreyfingin sér ekki stætt á að taka þátt fundinum þess vegna.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Kvennahreyfingin hefur sent frá sér. Þar segir að hreyfingin sé femínískt afl sem vilji uppræta ofbeldi, hlusta á raddir þolenda og taka þær alvarlega. Á sama tíma vilji hreyfingin standa með kennurum sem séu vanmetin lykilstétt í samfélaginu.

„Eftir ítarlega yfirferð á málinu höfum við þó ákveðið að þiggja ekki boð um þátttöku í fundinum. Við getum ekki látið sem ekkert sé eftir allt sem á undan er gengið. Við getum ekki tekið þátt í áframhaldandi hunsun og þöggun þolenda með því að hlýða á opnunarerindi manns sem ekki var tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo. Okkur þykir það miður, því þannig verðum við af dýrmætu samtali við stétt sem okkur þykir vænt um og metum mikils,“ segir í yfirlýsingu frá Kvennaframboðinu. Undir hana ritar oddviti flokksins í Reykjavík, Ólöf Magnúsdóttir. 

Yfirlýsinguna í má lesa í heild sinni hér að neðan: 

„Í kvöld mun Kennarafélag Reykjavíkur standa fyrir fundi með frambjóðendum til borgarstjórnar. Fundurinn mun hefjast á opnunarerindi nýs formanns Kennarasambandsins, Ragnars Þórs Péturssonar.

Á landsþingi KÍ var skorað á Ragnar Þór að taka ekki við formennsku sambandsins nema að undangegninni nýrri kosningu, enda höfðu alvarlegar ásakanir um blygðunarbrot litið dagsins ljós eftir að kosning í embættið fór fram. Tillögunni var vísað frá af naumum meirihluta þingfulltrúa og Ragnar Þór varð ekki við áskoruninni. Ákvörðun um að þiggja boð Kennarafélagsins eða ekki reyndist okkur því mjög erfið.

Kvennahreyfingin er femínískt afl. Hún vill uppræta ofbeldi, hlusta á raddir þolenda og taka þær alvarlega á sama tíma og hún vill standa með kennurum sem eru vanmetin lykilstétt í samfélaginu. Kvennahreyfingin telur skólakerfið gegna mikilvægu hlutverki í jafnréttismálum og telur brýnt að ræða þær leiðir sem færar eru til að tryggja að börnin okkar geti þroskast og elfst án skaðlegra áhrifa staðalmynda kynjanna og hvernig skólakerfið getur tekið þátt í að byggja öruggara umhverfi fyrir okkur öll.

Sú klemma sem við upplifum með fundarboðinu er gott dæmi um dagleg viðfangsefni fólksins í borginni okkar. Öll þekkjum við gerendur og þolendur, meinta eða ekki. Við þurfum stöðugt að velta fyrir okkur áhrifum þess sem við gerum og segjum og hvernig við getum staðið með þolendum, jafnvel þó það kosti fórnir, erfiðar rökræður, útskýringar og jafnvel úthrópanir.

Eftir ítarlega yfirferð á málinu höfum við þó ákveðið að þiggja ekki boð um þátttöku í fundinum. Við getum ekki látið sem ekkert sé eftir allt sem á undan er gengið. Við getum ekki tekið þátt í áframahaldandi hunsun og þöggun þolenda með því að hlýða á opnunarerindi manns sem ekki var tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo. Okkur þykir það miður, því þannig verðum við af dýrmætu samtali við stétt sem okkur þykir vænt um og metum mikils.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár