Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki ódýra leikskóla

Hild­ur Björns­dótt­ir fram­bjóð­andi flokks­ins í Reykja­vík seg­ir mark­mið­ið vera að bjóða upp á áreið­an­lega leik­skóla. „Ódýr þjón­usta er gjarn­an slæm þjón­usta“

Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki ódýra leikskóla
Segir ódýra þjónustu gjarnan slæma Hildur Björnsdóttir, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, segir Sjálfstæðisflokkinn ekki leggja áherslu á ódýra leikskóla heldur áreiðanlega. Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn

Sjálfstæðisflokkurinn leggur ekki áherslu á að leikskólavist í Reykjavík sé ódýr. Þetta kemur fram í aðsendri grein Hildar Björnsdóttur, sem skipar 2. sæti á lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, í Fréttablaðinu. „Ódýr þjónusta er gjarnan slæm þjónusta,“ skrifar Hildur og segir að þess í stað vilji Sjálfstæðisflokkurinn bjóða upp á áreiðanlega leikskóla, bestu leikskólana.

Í greininni fjallar Hildur vítt og breitt um dagvistunarúrræði, launamun kynjanna og kynjajafnrétti. Hún bendir á að launamunur kynjanna, körlum í hag, sé ein ástæða þess að körlum sem nýta rétt sinn til fæðingarorlofs fari fækkandi. Þá bíði hundruð barna eftir því að fá leikskólavist í Reykjavík og mæður þeirra taki á sig ábyrgðina við að sinna þeim í meira mæli en karlar, sökum þess að launum mæðranna sem sé fremur fórnandi en feðranna.

„Sjálfstæðisflokkurinn leggur ekki áherslu á ódýrari leikskóla“

Nauðsynlegt sé, skrifar Hildur, að tryggja örugga daggæslu strax að loknu fæðingarorlofi, sem væri æskilegt að lengja. Því hyggist Sjálfstæðisflokkurinn styðja betur við bæði dagforelda og leikskóla í borginni. „Sjálfstæðisflokkurinn leggur ekki áherslu á ódýrari leikskóla. Okkar markmið er að bjóða áreiðanlega leikskóla,“ skrifar Hildur og nefnir að núverandi meirihluti í borginni vilji bjóða ódýrustu leikskólana. Ódýr þjónusta sé hins vegar gjarnan slæm þjónusta og það hafi nýlegar þjónustukannanir sýnt.

Hildur er þar væntanlega að vísa til þjónustukönnunar Gallup, en greint var frá því í janúar síðastliðnum að Reykjavíkurborg mældist neðst í könnuninni í samanburði við önnur sveitarfélög þegar kæmi að þjónustu leikskóla. Mest ánægja var með þjónustuna í Garðabæ. Íbúar Reykjavíkur greiða hins vegar lægstu leikskólagjöldin, um 146 þúsund krónum minna á ársgrundvelli heldur en íbúar Garðabæjar.

Mikill munur á afstöðu eftir könnunum

Reykjavíkborg tekur ekki þátt í þjónustukönnuninni en íbúar borgarinnar eru hins vegar hafði með í úrtaki Gallup til viðmiðunar við önnur sveitarfélög. Ástæðan fyrir því að Reykjavík tekur ekki þátt er sú að það er mat stjórnenda innan borgarkerfisins að könnunin endurspegli viðhorf íbúa til sveitarfélagsins en gefi ekki mynd af gæðum þjónustunnar.

Borgin hefur hins vegar framkvæmt viðhorfskönnun eingöngu meðal foreldra barna á öllum leikskólum borgarinnar undanfarin ár. Niðurstöður könnunar sem framvkæmd var á síðasta ári og birt í maí 2017 var sú að 96 prósent foreldra sögðust ánægðir með leikskóla barna sinna. Sambærileg tala árið 2015 var 95 prósent, en þá var könnunin aðeins lögð fyrir foreldra á um helmingi leikskóla borgarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
5
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.
Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
6
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár