Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki ódýra leikskóla

Hild­ur Björns­dótt­ir fram­bjóð­andi flokks­ins í Reykja­vík seg­ir mark­mið­ið vera að bjóða upp á áreið­an­lega leik­skóla. „Ódýr þjón­usta er gjarn­an slæm þjón­usta“

Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki ódýra leikskóla
Segir ódýra þjónustu gjarnan slæma Hildur Björnsdóttir, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, segir Sjálfstæðisflokkinn ekki leggja áherslu á ódýra leikskóla heldur áreiðanlega. Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn

Sjálfstæðisflokkurinn leggur ekki áherslu á að leikskólavist í Reykjavík sé ódýr. Þetta kemur fram í aðsendri grein Hildar Björnsdóttur, sem skipar 2. sæti á lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, í Fréttablaðinu. „Ódýr þjónusta er gjarnan slæm þjónusta,“ skrifar Hildur og segir að þess í stað vilji Sjálfstæðisflokkurinn bjóða upp á áreiðanlega leikskóla, bestu leikskólana.

Í greininni fjallar Hildur vítt og breitt um dagvistunarúrræði, launamun kynjanna og kynjajafnrétti. Hún bendir á að launamunur kynjanna, körlum í hag, sé ein ástæða þess að körlum sem nýta rétt sinn til fæðingarorlofs fari fækkandi. Þá bíði hundruð barna eftir því að fá leikskólavist í Reykjavík og mæður þeirra taki á sig ábyrgðina við að sinna þeim í meira mæli en karlar, sökum þess að launum mæðranna sem sé fremur fórnandi en feðranna.

„Sjálfstæðisflokkurinn leggur ekki áherslu á ódýrari leikskóla“

Nauðsynlegt sé, skrifar Hildur, að tryggja örugga daggæslu strax að loknu fæðingarorlofi, sem væri æskilegt að lengja. Því hyggist Sjálfstæðisflokkurinn styðja betur við bæði dagforelda og leikskóla í borginni. „Sjálfstæðisflokkurinn leggur ekki áherslu á ódýrari leikskóla. Okkar markmið er að bjóða áreiðanlega leikskóla,“ skrifar Hildur og nefnir að núverandi meirihluti í borginni vilji bjóða ódýrustu leikskólana. Ódýr þjónusta sé hins vegar gjarnan slæm þjónusta og það hafi nýlegar þjónustukannanir sýnt.

Hildur er þar væntanlega að vísa til þjónustukönnunar Gallup, en greint var frá því í janúar síðastliðnum að Reykjavíkurborg mældist neðst í könnuninni í samanburði við önnur sveitarfélög þegar kæmi að þjónustu leikskóla. Mest ánægja var með þjónustuna í Garðabæ. Íbúar Reykjavíkur greiða hins vegar lægstu leikskólagjöldin, um 146 þúsund krónum minna á ársgrundvelli heldur en íbúar Garðabæjar.

Mikill munur á afstöðu eftir könnunum

Reykjavíkborg tekur ekki þátt í þjónustukönnuninni en íbúar borgarinnar eru hins vegar hafði með í úrtaki Gallup til viðmiðunar við önnur sveitarfélög. Ástæðan fyrir því að Reykjavík tekur ekki þátt er sú að það er mat stjórnenda innan borgarkerfisins að könnunin endurspegli viðhorf íbúa til sveitarfélagsins en gefi ekki mynd af gæðum þjónustunnar.

Borgin hefur hins vegar framkvæmt viðhorfskönnun eingöngu meðal foreldra barna á öllum leikskólum borgarinnar undanfarin ár. Niðurstöður könnunar sem framvkæmd var á síðasta ári og birt í maí 2017 var sú að 96 prósent foreldra sögðust ánægðir með leikskóla barna sinna. Sambærileg tala árið 2015 var 95 prósent, en þá var könnunin aðeins lögð fyrir foreldra á um helmingi leikskóla borgarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár