Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

ESA stefnir norskum stjórnvöldum vegna brota á réttindum feðra

Rétt­indi mæðra til töku laun­aðs fæð­ing­ar­or­lofs um­tals­vert meiri en feðra. Rétt­indi feðra ráð­ast af at­vinnu­þátt­töku barn­s­mæðra þeirra. Norska rík­ið neit­ar að um brot á til­skip­un­um sé að ræða.

ESA stefnir norskum stjórnvöldum vegna brota á réttindum feðra
ESA stefnir Noregi Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur stefnt Noregi fyrir að brjóta gegn jöfnum rétti karla og kvenna til töku fæðingarorlofs. Mynd: Shutterstock

Eftilitsstofnun EFTA, ESA, hyggst stefna norska ríkinu fyrir EFTA-dómstólinn vegna brota á jafnræði norskra foreldra þegar kemur að töku fæðingarorlofs. Í Noregi eru í gildi ákveðnar hömlur á því að feður geti tekið launað fæðingarorlof, sem byggja á því að feður eiga aðeins heimtingu á slíku orlofi séu barnsmæður þeirra með atvinnu eða í námi. Engar slíkar hömlur eru hins vegar á fæðingarorlofstöku mæðra. Þetta telur ESA að feli í sér mismunum milli kynja, sem sé brot á EES-samningnum, og hyggst því fara með málið fyrir dómstóla.

Norskir foreldrar eiga rétt á 10 vikna launuðu fæðingarorlofi, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þá eiga foreldrar einnig rétt á 26 vikna launuðu fæðingarorlofi sem þeim er heimilt að skipta á milli sín eftir eigin óskum. Fæðingarorlofskerfið norska er þannig ekki ósvipað því íslenska utan þess að nema að því leyti að fæðingarorlofið þar er nokkru lengra en tíðkast hér heima. Hér á landi á hvort foreldri fyrir sig rétt á 3 mánaða orlofi og geta síðan skipt á milli sína 3 mánuðum þar á ofan.

Hömlur á réttindi feðra

Norsku reglurnar um fæðingarorlof segja hins vegar að feður eigi einungis rétt á að taka launað fæðingarorlof séu barnsmæður þeirra annað hvort með atvinnu eða í námi. Engar slíkar hömlur eru á rétti mæðranna. Auk þess eru greiðslur til feðra, þegar kemur að sameiginlega hluta orlofsins, reiknaðar út frá atvinnuþátttöku mæðranna en það á hins vegar ekki við þegar dæminu er snúið við. Norskar mæður hafa því umtalsvert meiri réttindi þegar kemur að töku launaðs fæðingarorlofs.

ESA hefur lýst þeirri afstöðu sinni við norsk stjórnvöld að þessi háttur sem hafður er á brjóti gegn EES-samningnum enda sé hér um að ræða beina mismunum á grunni kynferðis. Norska ríkisstjórnin hefur hins vegar hafnað afstöðu ESA og haldið því fram að tilskipun Evrópusambandsins jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sem ESA leggur til grundvallar afstöðu sinni, eigi ekki við um norskar reglur um fæðingarorlof. Norsk stjórnvöld slá einnig þann varnagla að ef tilskipunin hafi þrátt fyrir allt gildi þegar kemur að norskum ákvæðum um fæðingarorlof, þá hljóti norska leiðin að teljast „jákvæð aðgerð“ í ljósi þess að hún hvetji til atvinnuþátttöku kvenna. Þessu hafnar ESA.

Málið hófst fyrst í október 2015 þegar ESA hóf frumkvæðisathugun á því hvort hinar norsku reglur brytu gegn EES-samningnum. ESA vakti athygli norskra stjórnvalda á málinu í júlí 2016 en sem fyrr segir hafnar norska ríkisstjórnin því að um brot sé að ræða. ESA hefur því tekið ákvörðun um það í dag að fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
3
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
5
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.
Women in Power: “The Barriers are Breaking Down”
6
ÚttektKonur til valda

Women in Power: “The Barriers are Break­ing Down”

The Presi­dent, Prime Mini­ster, For­eign Mini­ster, Mini­ster of Justice, Mini­ster of Social Affairs and Hous­ing, Mini­ster of Indus­try, Mini­ster of Health, Spea­ker of Al­þingi, Parlia­ment­ary Ombudsm­an, Mayor of Reykja­vík, Bis­hop, Rector, Attorney Gener­al, Director of Pu­blic Prosecuti­ons, Nati­onal Comm­issi­oner of the Icelandic Police, Police Comm­issi­oner in the Capital Reg­i­on, Director of Health and Ombudsm­an for Children: In the Ye­ar of Women 2025, it became historic news that all these positi­ons are held by women.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár