Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

ESA stefnir norskum stjórnvöldum vegna brota á réttindum feðra

Rétt­indi mæðra til töku laun­aðs fæð­ing­ar­or­lofs um­tals­vert meiri en feðra. Rétt­indi feðra ráð­ast af at­vinnu­þátt­töku barn­s­mæðra þeirra. Norska rík­ið neit­ar að um brot á til­skip­un­um sé að ræða.

ESA stefnir norskum stjórnvöldum vegna brota á réttindum feðra
ESA stefnir Noregi Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur stefnt Noregi fyrir að brjóta gegn jöfnum rétti karla og kvenna til töku fæðingarorlofs. Mynd: Shutterstock

Eftilitsstofnun EFTA, ESA, hyggst stefna norska ríkinu fyrir EFTA-dómstólinn vegna brota á jafnræði norskra foreldra þegar kemur að töku fæðingarorlofs. Í Noregi eru í gildi ákveðnar hömlur á því að feður geti tekið launað fæðingarorlof, sem byggja á því að feður eiga aðeins heimtingu á slíku orlofi séu barnsmæður þeirra með atvinnu eða í námi. Engar slíkar hömlur eru hins vegar á fæðingarorlofstöku mæðra. Þetta telur ESA að feli í sér mismunum milli kynja, sem sé brot á EES-samningnum, og hyggst því fara með málið fyrir dómstóla.

Norskir foreldrar eiga rétt á 10 vikna launuðu fæðingarorlofi, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þá eiga foreldrar einnig rétt á 26 vikna launuðu fæðingarorlofi sem þeim er heimilt að skipta á milli sín eftir eigin óskum. Fæðingarorlofskerfið norska er þannig ekki ósvipað því íslenska utan þess að nema að því leyti að fæðingarorlofið þar er nokkru lengra en tíðkast hér heima. Hér á landi á hvort foreldri fyrir sig rétt á 3 mánaða orlofi og geta síðan skipt á milli sína 3 mánuðum þar á ofan.

Hömlur á réttindi feðra

Norsku reglurnar um fæðingarorlof segja hins vegar að feður eigi einungis rétt á að taka launað fæðingarorlof séu barnsmæður þeirra annað hvort með atvinnu eða í námi. Engar slíkar hömlur eru á rétti mæðranna. Auk þess eru greiðslur til feðra, þegar kemur að sameiginlega hluta orlofsins, reiknaðar út frá atvinnuþátttöku mæðranna en það á hins vegar ekki við þegar dæminu er snúið við. Norskar mæður hafa því umtalsvert meiri réttindi þegar kemur að töku launaðs fæðingarorlofs.

ESA hefur lýst þeirri afstöðu sinni við norsk stjórnvöld að þessi háttur sem hafður er á brjóti gegn EES-samningnum enda sé hér um að ræða beina mismunum á grunni kynferðis. Norska ríkisstjórnin hefur hins vegar hafnað afstöðu ESA og haldið því fram að tilskipun Evrópusambandsins jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sem ESA leggur til grundvallar afstöðu sinni, eigi ekki við um norskar reglur um fæðingarorlof. Norsk stjórnvöld slá einnig þann varnagla að ef tilskipunin hafi þrátt fyrir allt gildi þegar kemur að norskum ákvæðum um fæðingarorlof, þá hljóti norska leiðin að teljast „jákvæð aðgerð“ í ljósi þess að hún hvetji til atvinnuþátttöku kvenna. Þessu hafnar ESA.

Málið hófst fyrst í október 2015 þegar ESA hóf frumkvæðisathugun á því hvort hinar norsku reglur brytu gegn EES-samningnum. ESA vakti athygli norskra stjórnvalda á málinu í júlí 2016 en sem fyrr segir hafnar norska ríkisstjórnin því að um brot sé að ræða. ESA hefur því tekið ákvörðun um það í dag að fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
5
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár