Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

ESA stefnir norskum stjórnvöldum vegna brota á réttindum feðra

Rétt­indi mæðra til töku laun­aðs fæð­ing­ar­or­lofs um­tals­vert meiri en feðra. Rétt­indi feðra ráð­ast af at­vinnu­þátt­töku barn­s­mæðra þeirra. Norska rík­ið neit­ar að um brot á til­skip­un­um sé að ræða.

ESA stefnir norskum stjórnvöldum vegna brota á réttindum feðra
ESA stefnir Noregi Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur stefnt Noregi fyrir að brjóta gegn jöfnum rétti karla og kvenna til töku fæðingarorlofs. Mynd: Shutterstock

Eftilitsstofnun EFTA, ESA, hyggst stefna norska ríkinu fyrir EFTA-dómstólinn vegna brota á jafnræði norskra foreldra þegar kemur að töku fæðingarorlofs. Í Noregi eru í gildi ákveðnar hömlur á því að feður geti tekið launað fæðingarorlof, sem byggja á því að feður eiga aðeins heimtingu á slíku orlofi séu barnsmæður þeirra með atvinnu eða í námi. Engar slíkar hömlur eru hins vegar á fæðingarorlofstöku mæðra. Þetta telur ESA að feli í sér mismunum milli kynja, sem sé brot á EES-samningnum, og hyggst því fara með málið fyrir dómstóla.

Norskir foreldrar eiga rétt á 10 vikna launuðu fæðingarorlofi, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þá eiga foreldrar einnig rétt á 26 vikna launuðu fæðingarorlofi sem þeim er heimilt að skipta á milli sín eftir eigin óskum. Fæðingarorlofskerfið norska er þannig ekki ósvipað því íslenska utan þess að nema að því leyti að fæðingarorlofið þar er nokkru lengra en tíðkast hér heima. Hér á landi á hvort foreldri fyrir sig rétt á 3 mánaða orlofi og geta síðan skipt á milli sína 3 mánuðum þar á ofan.

Hömlur á réttindi feðra

Norsku reglurnar um fæðingarorlof segja hins vegar að feður eigi einungis rétt á að taka launað fæðingarorlof séu barnsmæður þeirra annað hvort með atvinnu eða í námi. Engar slíkar hömlur eru á rétti mæðranna. Auk þess eru greiðslur til feðra, þegar kemur að sameiginlega hluta orlofsins, reiknaðar út frá atvinnuþátttöku mæðranna en það á hins vegar ekki við þegar dæminu er snúið við. Norskar mæður hafa því umtalsvert meiri réttindi þegar kemur að töku launaðs fæðingarorlofs.

ESA hefur lýst þeirri afstöðu sinni við norsk stjórnvöld að þessi háttur sem hafður er á brjóti gegn EES-samningnum enda sé hér um að ræða beina mismunum á grunni kynferðis. Norska ríkisstjórnin hefur hins vegar hafnað afstöðu ESA og haldið því fram að tilskipun Evrópusambandsins jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sem ESA leggur til grundvallar afstöðu sinni, eigi ekki við um norskar reglur um fæðingarorlof. Norsk stjórnvöld slá einnig þann varnagla að ef tilskipunin hafi þrátt fyrir allt gildi þegar kemur að norskum ákvæðum um fæðingarorlof, þá hljóti norska leiðin að teljast „jákvæð aðgerð“ í ljósi þess að hún hvetji til atvinnuþátttöku kvenna. Þessu hafnar ESA.

Málið hófst fyrst í október 2015 þegar ESA hóf frumkvæðisathugun á því hvort hinar norsku reglur brytu gegn EES-samningnum. ESA vakti athygli norskra stjórnvalda á málinu í júlí 2016 en sem fyrr segir hafnar norska ríkisstjórnin því að um brot sé að ræða. ESA hefur því tekið ákvörðun um það í dag að fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár