Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

ESA stefnir norskum stjórnvöldum vegna brota á réttindum feðra

Rétt­indi mæðra til töku laun­aðs fæð­ing­ar­or­lofs um­tals­vert meiri en feðra. Rétt­indi feðra ráð­ast af at­vinnu­þátt­töku barn­s­mæðra þeirra. Norska rík­ið neit­ar að um brot á til­skip­un­um sé að ræða.

ESA stefnir norskum stjórnvöldum vegna brota á réttindum feðra
ESA stefnir Noregi Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur stefnt Noregi fyrir að brjóta gegn jöfnum rétti karla og kvenna til töku fæðingarorlofs. Mynd: Shutterstock

Eftilitsstofnun EFTA, ESA, hyggst stefna norska ríkinu fyrir EFTA-dómstólinn vegna brota á jafnræði norskra foreldra þegar kemur að töku fæðingarorlofs. Í Noregi eru í gildi ákveðnar hömlur á því að feður geti tekið launað fæðingarorlof, sem byggja á því að feður eiga aðeins heimtingu á slíku orlofi séu barnsmæður þeirra með atvinnu eða í námi. Engar slíkar hömlur eru hins vegar á fæðingarorlofstöku mæðra. Þetta telur ESA að feli í sér mismunum milli kynja, sem sé brot á EES-samningnum, og hyggst því fara með málið fyrir dómstóla.

Norskir foreldrar eiga rétt á 10 vikna launuðu fæðingarorlofi, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þá eiga foreldrar einnig rétt á 26 vikna launuðu fæðingarorlofi sem þeim er heimilt að skipta á milli sín eftir eigin óskum. Fæðingarorlofskerfið norska er þannig ekki ósvipað því íslenska utan þess að nema að því leyti að fæðingarorlofið þar er nokkru lengra en tíðkast hér heima. Hér á landi á hvort foreldri fyrir sig rétt á 3 mánaða orlofi og geta síðan skipt á milli sína 3 mánuðum þar á ofan.

Hömlur á réttindi feðra

Norsku reglurnar um fæðingarorlof segja hins vegar að feður eigi einungis rétt á að taka launað fæðingarorlof séu barnsmæður þeirra annað hvort með atvinnu eða í námi. Engar slíkar hömlur eru á rétti mæðranna. Auk þess eru greiðslur til feðra, þegar kemur að sameiginlega hluta orlofsins, reiknaðar út frá atvinnuþátttöku mæðranna en það á hins vegar ekki við þegar dæminu er snúið við. Norskar mæður hafa því umtalsvert meiri réttindi þegar kemur að töku launaðs fæðingarorlofs.

ESA hefur lýst þeirri afstöðu sinni við norsk stjórnvöld að þessi háttur sem hafður er á brjóti gegn EES-samningnum enda sé hér um að ræða beina mismunum á grunni kynferðis. Norska ríkisstjórnin hefur hins vegar hafnað afstöðu ESA og haldið því fram að tilskipun Evrópusambandsins jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sem ESA leggur til grundvallar afstöðu sinni, eigi ekki við um norskar reglur um fæðingarorlof. Norsk stjórnvöld slá einnig þann varnagla að ef tilskipunin hafi þrátt fyrir allt gildi þegar kemur að norskum ákvæðum um fæðingarorlof, þá hljóti norska leiðin að teljast „jákvæð aðgerð“ í ljósi þess að hún hvetji til atvinnuþátttöku kvenna. Þessu hafnar ESA.

Málið hófst fyrst í október 2015 þegar ESA hóf frumkvæðisathugun á því hvort hinar norsku reglur brytu gegn EES-samningnum. ESA vakti athygli norskra stjórnvalda á málinu í júlí 2016 en sem fyrr segir hafnar norska ríkisstjórnin því að um brot sé að ræða. ESA hefur því tekið ákvörðun um það í dag að fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
4
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár