Árið 2015 var haldinn sáttafundur á skrifstofu biskups Íslands, Agnesar Sigurðardóttur, þar sem aldraður prestur bað konu fyrirgefningar á því að hafa ítrekað beitt hana kynferðisofbeldi þegar hún var 10 og 11 ára gömul. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Fundurinn var haldinn í votta viðurvist og voru synir konunnar viðstaddir, sem og tveir aðrir ættingjar auk biskups og starfsmanna þjóðkirkjunnar. Presturinn er á níræðisaldri og konan er 10 árum yngri. Þessi meðferð málsins er skýrt brot á starfsreglum þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrotamála og hefur úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýnt Agnesi biskup fyrir slíka aðkomu að kynferðisbrotamálum annars prests.
Málið hefur oftsinnis verið tilkynnt til þjóðkirkjunnar af ýmsum aðilum í gegnum árin, meðal annars í biskupstíð Ólafs Skúlasonar og Karls Sigurbjörnssonar, en kirkjan hefur í gegnum árin aldrei aðhafst neitt í málinu svo vitað sé. Nöfn prestsins og konunnar verða ekki nefnd að sinni þar sem konan vill ekki ræða málið opinberlega.
Maðurinn sem …
Athugasemdir