Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Má ekki heita Pírati

Álf­heið­ur Eym­ars­dótt­ir má ekki taka heit­ið Pírati upp sem milli­nafn. Manna­nafna­nefnd bend­ir á að orð­ið er ekki dreg­ið af ís­lensk­um orð­stofni og hef­ur nefni­fallsend­ingu. Því full­yrði það ekki skil­yrð­um laga um manna­nöfn.

Má ekki heita Pírati

Álfheiður Eymarsdóttir stjórnmálafræðingur má ekki heita Pírati. Þetta er niðurstaða mannanafnanefndar sem nýlega hafnaði beiðni hennar um að fá að taka Pírati upp sem millinafn. „Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga um mannanöfn skal millinafn dregið af íslenskum orðstofnum en má þó ekki hafa nefnifallsendingu,“ segir í úrskurði mannanafnanefnar. „Millinafnið Pírati er ekki dregið af íslenskum orðstofni og hefur nefnifallsendingu og fullnægir þess vegna ekki skilyrðum laga um mannanöfn.“ 

Álfheiður er ósátt með niðurstöðuna. „Ég sótti fyrst um að fá að heita Pírati að eftirnafni, en því var hafnað á þeim forsendum að Pírati væri ekki viðurkennt ættarnafn á Íslandi. Í kjölfarið sendi ég inn beiðni um að fá að taka þetta upp sem millinafn en því var líka hafnað,“ segir hún. „Orðið Pírati fallbeygist auðvitað þótt þetta sé ekki alíslenskt orð. Það getur verið með og án greinis, í eintölu eða fleirtölu og lagast fullkomlega að málinu.“ Álfheiður segist hafa átt von á því að mannanafnanefnd hafnaði beiðninni á þeim forsendum að um væri að ræða karlmannsnafn. „Ég var tilbúin með svar við því og ætlaði að benda á að ég upplifi mig að hluta sem karlmann og eðlilegt væri að taka tillit til slíkra sjónarmiða. En það kom ekki til þess.“ 

Hún segist ekki hafa ákveðið hver næstu skref verða. Samkvæmt lögum um mannanöfn verður úrskurðum mannanafnanefndar ekki skotið til æðra stjórnvalds. Þó eru fordæmi fyrir því að dómstólar viðurkenni rétt fólks til að heita tilteknum nöfnum. Í máli Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fjallað var um kvenmannsnafnið Blæ árið 2013 komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að „réttur stefnanda til að bera nafnið Blær [væri] ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna kröfunni.“  

Mannanafnanefnd hefur kveðið upp 10 úrskurði nú í mars. Nefndin hafnaði beiðni um millinafnið Lóni en samþykkti Lóna sem karlkyns eiginnafn. Þá voru eiginnöfnin Tóti, Ýlfa, Bambus, Nancy, Líus, Alparós og Levý samþykkt en millinafninu Strömfjörð hafnað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mannanöfn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár