Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Má ekki heita Pírati

Álf­heið­ur Eym­ars­dótt­ir má ekki taka heit­ið Pírati upp sem milli­nafn. Manna­nafna­nefnd bend­ir á að orð­ið er ekki dreg­ið af ís­lensk­um orð­stofni og hef­ur nefni­fallsend­ingu. Því full­yrði það ekki skil­yrð­um laga um manna­nöfn.

Má ekki heita Pírati

Álfheiður Eymarsdóttir stjórnmálafræðingur má ekki heita Pírati. Þetta er niðurstaða mannanafnanefndar sem nýlega hafnaði beiðni hennar um að fá að taka Pírati upp sem millinafn. „Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga um mannanöfn skal millinafn dregið af íslenskum orðstofnum en má þó ekki hafa nefnifallsendingu,“ segir í úrskurði mannanafnanefnar. „Millinafnið Pírati er ekki dregið af íslenskum orðstofni og hefur nefnifallsendingu og fullnægir þess vegna ekki skilyrðum laga um mannanöfn.“ 

Álfheiður er ósátt með niðurstöðuna. „Ég sótti fyrst um að fá að heita Pírati að eftirnafni, en því var hafnað á þeim forsendum að Pírati væri ekki viðurkennt ættarnafn á Íslandi. Í kjölfarið sendi ég inn beiðni um að fá að taka þetta upp sem millinafn en því var líka hafnað,“ segir hún. „Orðið Pírati fallbeygist auðvitað þótt þetta sé ekki alíslenskt orð. Það getur verið með og án greinis, í eintölu eða fleirtölu og lagast fullkomlega að málinu.“ Álfheiður segist hafa átt von á því að mannanafnanefnd hafnaði beiðninni á þeim forsendum að um væri að ræða karlmannsnafn. „Ég var tilbúin með svar við því og ætlaði að benda á að ég upplifi mig að hluta sem karlmann og eðlilegt væri að taka tillit til slíkra sjónarmiða. En það kom ekki til þess.“ 

Hún segist ekki hafa ákveðið hver næstu skref verða. Samkvæmt lögum um mannanöfn verður úrskurðum mannanafnanefndar ekki skotið til æðra stjórnvalds. Þó eru fordæmi fyrir því að dómstólar viðurkenni rétt fólks til að heita tilteknum nöfnum. Í máli Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fjallað var um kvenmannsnafnið Blæ árið 2013 komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að „réttur stefnanda til að bera nafnið Blær [væri] ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna kröfunni.“  

Mannanafnanefnd hefur kveðið upp 10 úrskurði nú í mars. Nefndin hafnaði beiðni um millinafnið Lóni en samþykkti Lóna sem karlkyns eiginnafn. Þá voru eiginnöfnin Tóti, Ýlfa, Bambus, Nancy, Líus, Alparós og Levý samþykkt en millinafninu Strömfjörð hafnað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mannanöfn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár