Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Starfsmaður rekinn af Gló á þeim forsendum að hann sé ekki vegan

„Veit­inga­stað­ur­inn á Lauga­vegi verð­ur veg­anstað­ur og er þess kraf­ist að all­ir starfs­menn í eld­húsi séu sjálf­ir veg­an,“ seg­ir í upp­sagn­ar­bréf­inu. Fram­setn­ing­in mis­tök seg­ir Solla á Gló.

Starfsmaður rekinn af Gló á þeim forsendum að hann sé ekki vegan

Starfsmanni á veitingastaðnum Gló á Laugavegi var sagt upp á þeim forsendum að héðan í frá yrði þess krafist að allir starfsmenn í eldhúsi væru vegan. 

Stundin hefur undir höndum uppsagnarbréfið þar sem er tilgreint sérstaklega að uppsögnin tengist fyrirhuguðum breytingum á matseðli. „Veitingastaðurinn á Laugavegi verður veganstaður og er þess krafist að allir starfsmenn í eldhúsi séu sjálfir vegan,“ segir þar.

Sólveig Eiríksdóttir, Solla í Gló, segir að mistök hafi verið gerð þegar uppsagnarbréfið var orðað með þessum hætti. Þá hafi engum öðrum starfsmönnum verið sagt upp á þessum forsendum.

„Við ætlum að gera staðinn vegan, það hefur staðið til lengi. Einu kröfurnar eru að fólk sem vinnur hjá okkur hafi áhuga á þessari matargerð,“ segir Solla í samtali við Stundina.

Hún telur ekki viðeigandi að tjá sig um málefni einstakra starfsmanna en staðfestir að engin skilyrði séu sett um mataræði þeirra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Veganismi

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár