Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Rænt á unglingsárum og seld mansali

Log­an Smith var sex­tán ára þeg­ar henni var rænt af kunn­ingja sín­um og seld man­sali. Hún er nú bú­sett hér á landi með ís­lensk­um eig­in­manni sín­um og seg­ir sögu sína til að vekja fólk til vit­und­ar um mis­mun­andi birt­ing­ar­mynd­ir man­sals og mik­il­vægi þess að bregð­ast við.

Rænt á unglingsárum og seld mansali

Logan Smith er 23 ára kona, búsett í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum, Eggerti Sigurðssyni. Hjónin kynntust í Japan þar sem þau felldu hugi saman, en Logan lagði meðal annars stund á rannsóknir á mansali. Hún er sjálf þolandi mansals. Aðeins sextán ára gömul lenti hún í klóm kunningja síns, stráks sem hún kannaðist við úr skólanum og hafði spjallað við á netinu þegar hann bauðst til þess að aðstoða hana við að flýja erfiðar heimilisaðstæður. Hún gleymir aldrei augnablikinu þegar það rann upp fyrir henni að hann hafði logið að henni, og segir að þótt margt í sögu hennar eigi við aðstæður í Bandaríkjunum séu þar engu að síður ákveðin þemu sem hægt er að heimfæra á flest samfélög. Það sem kom fyrir hana gæti alveg eins gerst hér á landi eins og annars staðar. 

Einmana barn 

Logan ólst upp í Indiana fylki í Bandaríkjunum þar sem hún var ættleidd af velviljuðu fólki þegar hún var ungabarn.  Þegar hún var aðeins tveggja ára greindist móðir hennar með krabbamein og næstu tólf árin settu veikindin mark sitt á fjölskylduna. Faðir hennar glímdi einnig við þunglyndi. Þegar hún var að komast á unglingsárin versnuðu veikindi móður hennar verulega, en fram að því hafði móðir hennar verið mikið á spítala eða heima, uppi í rúmi og vildi þá fá að vera í friði frá fólki.  

„Ég ólst upp við þá tilfinningu að ég væri elskuð og að foreldrar mínir bæru hag minn fyrir brjósti,“ segir Logan, sem á minningu af móður sinni mæta í hjólastól á fótboltaleik þar sem Logan var að keppa. „Hún var virkilega að reyna. Vegna aðstæðna var ég samt mikið ein þegar ég var að alast upp. Pabbi var að vinna og mamma lá í rúminu, svo mér leið alltaf eins og ég væri ein í húsinu. Á tveggja tíma fresti fór ég að athuga með mömmu en ég eldaði fyrir mig sjálf, kom mér sjálf á fætur og í skólann og gerði það sem gera þurfti. Ég var mjög einmana.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár