Hvernig bregstu við þegar þú kemst að því að maðurinn sem þú varst með í sambúð í um þrjú ár hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að hafa brotið kynferðislega á unglingsstrákum? Vilborg Helgadóttir stóð frammi fyrir þessum veruleika í síðasta mánuði þegar fyrrverandi sambýlismaður hennar, Þorsteinn Halldórsson, var nafngreindur í fjölmiðlum sem maðurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi grunaður um gróf kynferðisbrot gegn 18 ára pilti. Þess má geta að sambandi þeirra lauk árið 2013.
Brotin munu hafa byrjað þegar pilturinn var einungis 15 ára gamall og var ákæra gegn Þorsteini þingfest í október síðastliðnum. Í janúar mun pilturinn síðan hafa sent móður sinni skilaboð í gegnum samskiptaforritið Snapchat þar sem hann bað hana að koma og bjarga sér frá Þorsteini, en pilturinn hafði þá opnað fyrir möguleika í símanum sínum til að sýna staðsetningu sína. Þegar lögregla kom á vettvang kom pilturinn grátandi út af gistiheimili með …
Athugasemdir