Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fyrrverandi sambýlismaður minn er grunaður um að nauðga piltum

Vil­borg Helga­dótt­ir, fyrr­ver­andi sam­býl­is­kona Þor­steins Hall­dórs­son­ar, sem sit­ur í gæslu­varð­haldi grun­að­ur um gróf kyn­ferð­is­brot gegn ung­um pilt­um, er enn­þá að glíma við af­leið­ing­ar af sam­bandi við hann. Hún lán­aði hon­um með­al ann­ars há­ar fjár­hæð­ir.

Hvernig bregstu við þegar þú kemst að því að maðurinn sem þú varst með í sambúð í um þrjú ár hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að hafa brotið kynferðislega á unglingsstrákum? Vilborg Helgadóttir stóð frammi fyrir þessum veruleika í síðasta mánuði þegar fyrrverandi sambýlismaður hennar, Þorsteinn Halldórsson, var nafngreindur í fjölmiðlum sem maðurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi grunaður um gróf kynferðisbrot gegn 18 ára pilti. Þess má geta að sambandi þeirra lauk árið 2013.

Brotin munu hafa byrjað þegar pilturinn var einungis 15 ára gamall og var ákæra gegn Þorsteini þingfest í október síðastliðnum. Í janúar mun pilturinn síðan hafa sent móður sinni skilaboð í gegnum samskiptaforritið Snapchat þar sem hann bað hana að koma og bjarga sér frá Þorsteini, en pilturinn hafði þá opnað fyrir möguleika í símanum sínum til að sýna staðsetningu sína. Þegar lögregla kom á vettvang kom pilturinn grátandi út af gistiheimili með …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.
Segist hafa fengið „gríðarlegan stuðning“ eftir sýknudóminn
FréttirKynferðisbrot

Seg­ist hafa feng­ið „gríð­ar­leg­an stuðn­ing“ eft­ir sýknu­dóm­inn

Mað­ur á sex­tugs­aldri sem ját­aði að hafa strok­ið þroska­skertri konu með kyn­ferð­is­leg­um hætti og lát­ið hana snerta lim sinn ut­an klæða var sýkn­að­ur í Hér­aðs­dómi Suð­ur­lands ár­ið 2017. Hann er ánægð­ur með með­ferð­ina sem hann fékk í ís­lensku rétt­ar­kerfi. „Ég var í sam­bandi við móð­ur stúlk­unn­ar með­an á þessu stóð og þau buðu mér heim í kaffi,“ seg­ir hann.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár