Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ferðaþjónustubændur í máli við Íshesta

Hjalti Gunn­ars­son og Ása Vikt­oría Dal­karls eru í mála­ferl­um við fyr­ir­tæk­ið Ís­hesta vegna hesta­ferða sem þau fóru sumar­ið 2016 en hafa enn ekki feng­ið greitt fyr­ir. Skarp­héð­inn Berg Stein­ars­son ferða­mála­stjóri var fram­kvæmda­stóri á þeim tíma. Ís­hest­ar fóru í þrot nokkr­um ár­um eft­ir að Fann­ar Ólafs­son keypti fé­lag­ið, en hann seg­ist hafa stór­tap­að á við­skipt­un­um og greitt verk­tök­um úr eig­in vasa.

Ferðaþjónustubændur í máli við Íshesta
Fá ekki greitt Hjalti og Ása hafa gert það að ævistarfi að fara með ferðamenn á hestbaki um hálendi Íslands. Þau eru nú í málaferlum við Íshesta vegna ferða sem þau fóru sumarið 2016, en hafa enn ekki fengið greitt fyrir. Þau segja málið hafa verið kostnaðarsamt, og nánast sett þau á hausinn. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Það má kannski segja að Íshestar hafi komið undir mig fótunum, en kippt þeim svo undan mér aftur,“ segir Hjalti Gunnarsson, ferðaþjónustubóndi á Kjóastöðum í Biskupstungum. Hjalti rekur hestatengda ferðaþjónustu ásamt eiginkonu sinni, Ásu Viktoríu Dalkarls, en þau hafa sérhæft sig í lengri hestaferðum yfir hálendi Íslands. 

Hjalti átti í farsælu samstarfi við Íshesta, undir stjórn Einars Bollasonar, frá árinu 1992, en þegar nýir eigendur tóku við rekstrinum árið 2011 fór að halla undir fæti og hann segir að það hafi orðið erfitt að fá greiðslur. Aðrir verktakar Íshesta taka í sama streng. Í lok sumars 2016 var ljóst að fyrirtækið væri á leiðinni í þrot og fengu samstarfsaðilarnir ekki greitt fyrir ferðirnar sem þeir fóru það sumar. Samkomulag var gert við aðra verktaka sem höfðu sérhæft sig í lengri ferðum í nóvember 2016, en Hjalti stendur fyrir utan það samkomulag. Hann stendur nú í málaferlum við Íshesta, sem hann …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár