„Það má kannski segja að Íshestar hafi komið undir mig fótunum, en kippt þeim svo undan mér aftur,“ segir Hjalti Gunnarsson, ferðaþjónustubóndi á Kjóastöðum í Biskupstungum. Hjalti rekur hestatengda ferðaþjónustu ásamt eiginkonu sinni, Ásu Viktoríu Dalkarls, en þau hafa sérhæft sig í lengri hestaferðum yfir hálendi Íslands.
Hjalti átti í farsælu samstarfi við Íshesta, undir stjórn Einars Bollasonar, frá árinu 1992, en þegar nýir eigendur tóku við rekstrinum árið 2011 fór að halla undir fæti og hann segir að það hafi orðið erfitt að fá greiðslur. Aðrir verktakar Íshesta taka í sama streng. Í lok sumars 2016 var ljóst að fyrirtækið væri á leiðinni í þrot og fengu samstarfsaðilarnir ekki greitt fyrir ferðirnar sem þeir fóru það sumar. Samkomulag var gert við aðra verktaka sem höfðu sérhæft sig í lengri ferðum í nóvember 2016, en Hjalti stendur fyrir utan það samkomulag. Hann stendur nú í málaferlum við Íshesta, sem hann …
Athugasemdir