Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ferðaþjónustubændur í máli við Íshesta

Hjalti Gunn­ars­son og Ása Vikt­oría Dal­karls eru í mála­ferl­um við fyr­ir­tæk­ið Ís­hesta vegna hesta­ferða sem þau fóru sumar­ið 2016 en hafa enn ekki feng­ið greitt fyr­ir. Skarp­héð­inn Berg Stein­ars­son ferða­mála­stjóri var fram­kvæmda­stóri á þeim tíma. Ís­hest­ar fóru í þrot nokkr­um ár­um eft­ir að Fann­ar Ólafs­son keypti fé­lag­ið, en hann seg­ist hafa stór­tap­að á við­skipt­un­um og greitt verk­tök­um úr eig­in vasa.

Ferðaþjónustubændur í máli við Íshesta
Fá ekki greitt Hjalti og Ása hafa gert það að ævistarfi að fara með ferðamenn á hestbaki um hálendi Íslands. Þau eru nú í málaferlum við Íshesta vegna ferða sem þau fóru sumarið 2016, en hafa enn ekki fengið greitt fyrir. Þau segja málið hafa verið kostnaðarsamt, og nánast sett þau á hausinn. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Það má kannski segja að Íshestar hafi komið undir mig fótunum, en kippt þeim svo undan mér aftur,“ segir Hjalti Gunnarsson, ferðaþjónustubóndi á Kjóastöðum í Biskupstungum. Hjalti rekur hestatengda ferðaþjónustu ásamt eiginkonu sinni, Ásu Viktoríu Dalkarls, en þau hafa sérhæft sig í lengri hestaferðum yfir hálendi Íslands. 

Hjalti átti í farsælu samstarfi við Íshesta, undir stjórn Einars Bollasonar, frá árinu 1992, en þegar nýir eigendur tóku við rekstrinum árið 2011 fór að halla undir fæti og hann segir að það hafi orðið erfitt að fá greiðslur. Aðrir verktakar Íshesta taka í sama streng. Í lok sumars 2016 var ljóst að fyrirtækið væri á leiðinni í þrot og fengu samstarfsaðilarnir ekki greitt fyrir ferðirnar sem þeir fóru það sumar. Samkomulag var gert við aðra verktaka sem höfðu sérhæft sig í lengri ferðum í nóvember 2016, en Hjalti stendur fyrir utan það samkomulag. Hann stendur nú í málaferlum við Íshesta, sem hann …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár