Á síðustu árum hefur ríkisstjórnin verið með fastan samning við alþjóðlega áróðursfyrirtækið Burson-Marsteller og greitt því yfir 200 milljónir króna í viðleitni til þess að bæta ímynd landsins. Að því sagt er.
Í svari við fyrirspurn til Stjórnarráðsins kemur fram að greiðslurnar, á árabilinu 2012 til 2017 hafi numið allt frá tæpum 20 milljónum til tæpra 60 milljóna fyrir hvert ár. Heildargreiðslan er 201 milljón.
Áður hefur komið fram á Stundinni að ríkissjóður greiddi Burson-Marsteller 3,7 milljónir króna í september síðastliðnum þegar hneyksli sem fól í sér þöggun vegna uppreistrar æru barnaníðinga sprengdi ríkisstjórnina. Málið vakti mikla athygli í erlendum fjölmiðlum og fyrirsagnir þeirra endurspegluðu ytri sýn; barnaníðingsskandall sprengdi ríkisstjórnina; faðir forsætisráðherrans var iðulega nefndur. Mynd af Bjarna Benediktssyni fylgdi gjarnan.
„Gott orðspor“
Í leiðtogaumræðum á RÚV 8. október síðastliðinn fyrir síðustu kosningar, varði Bjarni þessar greiðsur til Burson-Marsteller. „Þetta er fyirtæki sem hefur gott orðspor og langa reynslu,“ sagði …
Athugasemdir